blaðið - 05.10.2005, Side 26

blaðið - 05.10.2005, Side 26
26 ITÓMSTUWDIR MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 blaðiö Hannyrðaverslun með sál Þegar Snorrabrautin er ekin taka flestir eftir lítilli viðkunnalegri hannyrðaverslun á horninu á Njáls- götu. Verslunin Erla setur skemmti- legan svip á Snorrabrautina enda er líkt og stökk sé tekið til fortíðar - útsaumur og prjón í glugganum og Erla skrifað með fallegum skrautstöf- um. Verslunin hefur verið starfrækt síðan 1970. Þrátt fyrir að vera gam- aldags verslun sem leggur áherslu á íslenska handavinnu er hún enginn eftirbátur þegar kemur að nútíma- væðingunni. Vefverslunin erla.is er skilvirk og aðgengileg og þar er hægt að panta í gegnum póstkröfu, garn, blöð, mynstur og ýmislegt fleira. María Sigurðardóttir er eigandi Erlu. Hún segir það hafa aukist gríð- arlega síðustu ár að konur prjóni. „Það er meira prjónað en saumað út. Ungu konurnar eru að prjóna mjög mikið og svolítið að sauma út líka. Þær hafa áhuga á gömlum íslenskum útsaumi en þær eru að sauma svona ýmislegt,“ segir María. Hún segir konur ekki vera að hekla alveg eins mikið þó að áhuginn sé virkilega til staðar - það vanti kannski bara aðeins upp á kunnátt- una. „Það sem ég tek mikið eftir hjá ung- um konum er að þær eru að sauma í sængurföt og ýmislegt annað sem varðar ungabörn. Þær eru virkilega áhugasamar og reyna sjálfar en láta kannski ömmu eða mömmu hjálpa þegar í harðbakkann slær,“ segir María. Það stendur ekki á svörum þegar María er spurð að því hvaða efnivið- ur sé vinsælastur. „Það er lopi og aftur lopi sem er langvinsælastur, langmest fer af honum. Þær eru líka sumar hverjar að setja silfurþræði sem fæst hérna í munsturbekkinn. Það kemur mjög fallega út.“ Spurð að því hvort það séu ein- hverjir karlmenn í viðskiptavina- hópnum segir María þá ekki vera marga en þeir rati þó inn endrum og sinnum. „Karlmennirnir eru nú ekki marg- ir sem versla hér. Þó eru sumir sem koma og versla þá eitthvað til að sauma út. Þá kaupa þeir annaðhvort ámálaðan stramma og eru líka að telja út,“ segir María. Stórt kynslóðabil hefur myndast í hannyrðunum að sögn Maríu. „Það er eins og það vanti heila kyn- slóð inn á milli. Það eru eldri konurn- ar sem stunda mikla handavinnu og svo kemur heil kynslóð sem fór bara út á vinnumarkaðinn og hafði ekki áhuga á hannyrðum. Svo eru það BMil/FMi ungu konurnar í dag sem eru að vinna en sýna hannyrðum samt mik- inn áhuga,“ segir María og bætir við að lokum að ungir krakkar séu líka mjög áhugasamir um krosssaum og að það sé mikið keypt af grófum ámáluðum myndum handa þeim. ■ Líkamsrœkt á veturna Hressandi og endurnœrandi að skokka í snjónum Þegar hugað er að hreyfingu fyrir veturinn vilja flestir færa sig inn úr vindinum og kuldanum. Þrátt fyrir það segja þeir sem til þekkja að það sé fátt meira hressandi og endurnærandi en að hreyfa sig úti á veturna. Til að mynda eru starfræktir skokkhópar víðsvegar um bæinn sem skokka úti allan ársins hring, hvort heldur sem er í rigningu, éljagangi eða sól og sumaryl. Einn þessara hópa er Snælandsskokkhópurinn í Kópavogi en hann hefur skokkað vikulega frá árinu 2000. Ásdís Ólafsdóttir, íþróttakennari í Snælandsskóla segir að skokk sé það besta sem einstaklingur getur gert. Snælandsskokkhópurinn hittist allt- af á laugardögum kl. 10.00 og það eru allir velkomnir að vera með enda er þátttakan ókeypis. Ásdís seg- ÚTSÖLUMARKAÐUR Z-brauta er hafinn Efni frá 100 kr Kappar veggfóður handklæði dúkar og margt fleira í miklu úrvali Opið alla virka daga frá 12-18 Z-brautir og gluggatjöld Faxafen 14 108 Reykjavík Sími: 525-8200 z@z.is Föngulegur hópur skokkara sem lætur veðrið ekki aftra sér. ir að það sé allavega fólk sem taki þátt. „Eina þátttökugjaldið er góða skapið en það mega allir vera með sem vilja. Þeir sem vilja ganga geta gengið og svo framvegis. Það eru margar hörkukellingar þarna sem ég hef verið með í 22 ár. Það er eng- inn bundinn við þátttöku í rauninni en oft er þetta sami kjarninn sem skokkar vikulega. Það eru alltaf ein- hverjir að bætast við í hópinn, sumir endast og sumir ekki eins og gengur og gerist." Alltaf gott veður í skokkinu Ásdís segir að hópurinn víli ekkert fyrir sér að skokka á veturna. „Þetta er allra meina bót. Það er svo skrýt- ið að í þessi fimm ár sem við höfum skokkað þá er alltaf gott veður klukk- an tíu á laugardagsmorgnum,“ segir Ásdís og hlær. „Það er bara ótrúlegt. Ég man eftir einu skipti í fyrra þar sem það var það mikill snjór að við þurftum að hlaupa upp á Álfhólsveg og hlaupa þar sem búið var að ryðja. Það er eina skiptið á þessum fimm árum.“ Ásdis segir að þetta sé hluti af lífsstíl þátttakenda. „Við skokk- um alltaf á laugardögum og það er fastur punktur. Svo skokka flestir í hópnum 2-3 sinnum utan þess en taka þetta með. Þegar við skokkum þá hleypur eða gengur hver með sínu nefi, sumir fara hægar og sum- ir hraðar. Skokkið breytir lífi fólks Skokkhópurinn skokkar eða gengur í 30-40 mínútur en eftir það er farið í íþróttahúsið þar sem gerðar eru æf- ingar og teygjur. Eftir það er afskap- lega notalegt að hittast í heita pottin- um í Sundlaug Kópavogs. Ásdis segir að það sé ekki spurning að skokkið geti breytt lífi fólks. „Ef þunglynd- issjúklingar og aðrir myndu fara af stað þá myndi það hjálpa þeim ro- salega mikið. Að geta náð þessum sjálfsaga, að fara einu sinni í viku að skokka er mikilvægt. Ég held að fólk finni það strax, ef það er búið að skokka í einhvern tíma og skokkar ekki þá vantar eitthvað. Það sama á við fólk sem hreyfir sig yfirleitt. Ef hreyfingin dettur út þá ertu ómögu- legur." svanhvit@vbl.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.