blaðið - 05.10.2005, Side 28

blaðið - 05.10.2005, Side 28
28 rföÖÝÍÍÍ?19 EIlie^D^ iiftaTO^ftíss^J^iioönía ,ÍJ. MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 | blaöið Smávöruverslun með hugsjón Kisan opnaði á Laugarveginum Síðastliðinn laugardag opnaði ný búð á Laugavegi 7 sem setur skemmtilegan svip á bæjarlífið. Búðin er mjög heillandi, með erlenda stemmningu þar sem skemmtileg smávara er seld. Um er að ræða vörur frá ýmsum frægum vörumerkjum sem flest eiga uppruna sinn að rekja til Frakklands. Hafa gengið lengi með hug- myndina i maganum Það eru þau Þórunn Edda Anspach og Olivier Brémond sem eru eigend- ur Kisunnar. Þau hafa lengi gengið með hugmyndina í maganum um að opna búð í Reykjavík og hafa nú loks látið verða af því. Þau unnu í París þar sem þau ráku fyrirtæki en hafa unnið að sjónvarpsþáttum síðustu 20 árin meðal annars fyrir RÚV. Þau vildu breyta til og datt í hug að flytja til íslands og opna búð hér. Ástæðurnar fyrir því að þau vildu flytja hingað voru marg- ar og ein þeirra var að þau eiga þrjú börn sem þau vilja að læri íslensku. Þau komu fyrir ári síðan eftir að hafa gert tilraun til að búa á tveim- ur stöðum í París og á íslandi en gáfust upp á að ferðast á milli. íslenskar rætur og áhugi Móðir Þórunnar er íslensk og heit- ir Högna Sigurðardóttir arkitekt sem starfaði í París. Þórunn seg- ist hafa lært hugsjónina að elska fallega hluti af móður sinni. Þá hugsjón segir hún að þau Olivier hafi haft að leiðarljósi þegar þau ákváðu að opna búðina. Móðir Þór- unnar starfaði í París og vann ekki mikið á Islandi. Þórunn segist hafa viljað gera eitthvað á íslandi og nota hugsjónir móðir sinnar því hún hafi ekki náð að gera mik- ið hér sjálf. Hún hafi hins vegar teiknað búðina fyrir löngu síðan og Þórunn segist hafa notast við þær hugmyndir. Þórunn fæddist í Vestmannaeyjum, bjó í París alla sína barnæsku með móður sinni, en kom á hverju sumri að heim- sækja ömmu sína í Vestmannaeyj- um. Að hennar sögn hefur Olivier alltaf haft áhuga á íslandi, jafnvel áður en hann kynntist Þórunni og það hafi aðallega verið hans hug- mynd að búa á lslandi. Þau komu með börn sin til landsins og segja landið vel til þess fallið að ala upp börn. Þau hafa farið víða um heim- inn og segja að það skipti máli að búa á fleiri en einum stað í heimin- um til að fá ólíka sýn á lífið. Búðin er frumraun þeirra við verslunar- störf. Hugmyndinni af versluninni safnað víða um heiminn „Það er það sem er svo gaman að breyta allt í einu og gera eitthvað allt annað og læra eitthvað upp á nýtt“ segir Þórunn Edda og það má svo sannarlega segja að Þór- unn Edda og Olivier hafi fylgt þeirri hugsjón eftir en þau hafa ferðast mikið og notað tímann til að kaupa áhugaverða hluti. Með því að kaupa alltaf hluti sem þeim þykja flottastir á hverjum stað hafa þau safnað hugmyndum að versl- BlaOiÖ/Frikki uninni. Merkin hafa verið valin af hugsjón en þau hafa mikinn áhuga á mismunandi merkjum sem öll hafa sína sögu og eru listræn að einhverju leyti. I búðinni eru seld- ar vörur af ýmsum gerðum og má þar nefna barnaföt, töskur, geisla- diska, bækur, ilmvötn og alls kyns gjafavöru - næstum allt nema föt fyrir fullorðna en þeim finnst gam- an að blanda öllu saman. Þar má sérstaklega nefna Bonpoint barna- föt sem eru einstaklega vönduð og falleg. Þá selja þau gömul leikföng og má þar nefna Petit Callin dúkk- ur sem voru einmitt í miklu eftir- læti hjá Marlin Dietrich. Allar vör- urnar hafa sína sögu og þau vildu hafa allt það flottasta í hverjum flokki sérvara. sara@vbl.is Vönduð barnaföt með stæl Merkið Bonpoint er frá Frakklandi og var fyrsta búðin opnuð árið 1975 í París. Fyrirtækið er fjölskyldufyrir- tæki sem hannar barnavörur, bæði föt og leikföng. Vörurnar eru ein- staklega vandaðar, fallegar og mik- ið er lagt í faglega hönnun. Merkið hentar vel fyrir íslenskar aðstæður þar sem mikið af fötunum eru hlý og má þar nefna þykkar prjónaðar peysur og jakka. Merkið er þekkt í tískuheiminum og er enn verið að opna búðir víðs vegar um heiminn og má þar nefna London og New York. Vörur Bonpoint eru nú seldar í Kisunni á Laugarvegi 7. ■ Ilmvörur írá Annick Goutcil Merkið Annick Goutal hefur um tíma verið frægt fyrir ilmvötn, sáp- ur, krem og fleira. Annick Goutal er með þekktari ilmvatnsframleið- endum í Frakklandi og hefur svo sannarlega helgað sig náttúruleg- um og hefðbundnum aðferðum við framleiðslu varanna. Vörurnar eru í fallegum gömlum stíl þar sem lögð er áhersla á klassíska hönnun. Hver og ein vara frá fyrirtækinu er vand- lega hönnuð og hefur sinn karakt- er. Vörurnar eru framleiddar fyrir bæði kynin og sumar af lyktunum henta báðum kynjum, þá hafa vörur fyrir börn einnig verið framleidd- ar. Merkið er vel þekkt og mikið af fræga fólkinu notar vörurnar og má þar nefna Madonnu, Tom Cruise, Prince, Céline Dion, og Oprah Win- frey. Fyrirtækið var stofnað fyrir um fimmtíu árum en stofnandinn er einmitt systir hönnuðarins sem gerir Bonpoint barnafötin sem seld eru í Kisunni. ■ Töskur með persónuleika Jamin Puech töskur Jamin Peuech töskur eru framleidd- ar af pari sem hefur gert töskur í tíu ár. Töskurnar eru allar sérstakar á sinn hátt, breytast milli árstíða og eru hver annarri skemmtilegri. Töskurnar hafa öðlast miklar vin- sældir út um allan heim og opnaðar hafa verið þrjár búðir í París, ein i New York, Japan og nú eru töskurn- ar seldar í Kisunni í Reykjavík. ■

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.