blaðið - 05.10.2005, Qupperneq 30
30 I ÍPRÓTTIR
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 blaöiö
Smurþjónusta
Peruskipti
Rafgeymap
FRAMLENGJUM íNOKKRA DAGA
Þú færð heilsársdekk með
20% afslætti hjá Bílkó.
Betri verð!
TZí/iEJ Smiðjuvegi 34 | Rauó gata | bilko.is | Sími 557-9110
Hraðlestin
mætir til
leiks í kvöld
í kvöld verður leikið í SS-bikar-
keppni karla í handknattleik. Á
þessu stigi mótsins eru margir svo-
kallaðir minni spámenn enn með
í keppninni en all-
ir eru þó með að
fullri alvöru eins
og gefur að skilja.
Sum félögin eru
með allt að þrjú lið
skráð til keppni í
bikarnum og nægir
þar að nefna FH-inga-
en Kristján Arason
og hans menn leika
á föstudag undir nafn
inu Elítan. í kvöld mæta
til leiks Valsmenn með hina
svokölluðu “Hraðlest” en það lið
er skipað fyrrum handboltahetjum,
mönnum eins og Valdimari Gríms-
syni, Júlíusi Jónassyni, Geir Sveins-
syni, Jakobi Sigurðssyni, Inga Rafni
Jónssyni, Brynjari Harðarssyni og
fleirum. Aðrir leikmenn í liði Hrað-
lestarinnar í kvöld eru; Valgarð Thor-
oddsen, Eyþór Guðjónsson, Óskar
Bjarni Óskarsson, Ingimar Jónsson,
Jóhann Þórarinsson, Árni Huldar
Sveinbjörnsson, Ómar Ómarsson,
Stefán Þ. Hannesson og Örvar Rú-
dólfsson.
Leikurinn í kvöld sem hefst klukk-
an 21.00 í Laugardalshöll er gegn
stjörnum prýddu liði Stjörnunnar
úr Garðabæ. Þar á bæ eru menn eins
og Patrekur Jó-
hannesson,
Sigurður
Bjarnason
sem er þjálf-
ari, Roland
ValurEradze
markvörður
og stórskyttan
Tite Kaladze svo
einhverjir séu
nefndir þar á bæ.
Aðrirleikiríkvöld
í SS-bikarnum eru;
FH(2) - Afturelding(2) sem
mætast í Kaplakrika klukkan 21.15.
KR og Fylkir leika í DHL-höllinni
klukkan 20.15, ÍBV(2)-FH mætast í
Vestmannaeyjum klukkan 19.15 og
Haukar(2)-Seífoss leika í íþróttahús-
inu við Strandgötu í Hafnarfirði og
verður leikurinn flautaður á klukk-
an 20.30.
Þá er einn leikur í DHL-deild
kvenna í handknattleik í kvöld.
Haukar og HK mætast í íþróttahús-
inu að Ásvöllum í Hafnarfirði og
hefst leikurinn klukkan 20.00. ■
Guðmundur eða Björn
- eru taldir líklegastir að þjálfa kvennalið Breiðabliks
Nokkuð hefur verið rætt um hið
óvænta brotthvarf Úlfars Hinriks-
sonar sem þjálfara meistaraflokks
kvenna hjá Breiðabliki í boltanum
hér heima að undanförnu. Síðastlið-
inn föstudag var allt í járnum eins
og við skýrðum frá hér í Blaðinu
og menn höfðu þá aðeins talast við
einu sinni. Um síðastliðna helgi lauk
málinu síðan með því að tilkynning
barst um að Úlfar yrði ekki áfram.
Málið hafði nokkurn aðdraganda
en það er nú þannig að enginn vill
segja neitt. Samkvæmt heimildum
Blaðsins var málum þannig háttað
að með brotthvarfi Úlfars virtust
stjórn og leikmenn annarsvegar
ekki vera tengd saman við Úlfar ef
litið var til næsta og næstu leiktíma-
bila. Af mörgum kallast þetta stund-
um, gagnkvæm virðing. Hún virðist
ekki hafa verið alveg eins og best
var á kosið samkvæmt heimildum
Blaðsins.
Þá segja heimildir okkar að Blikar
hafi í ágústmánuði leitað til tveggja
annarra aðila um að þjálfa Breiða-
auglysingar@vbl.is
blaóiða
blik á næstu leiktíð.
Steini Þorvaldsson formaður
knattspyrnudeildar Breiðabliks var
fámáll þegar Blaðið hafði samband
við hann í gær vegna málsins.
„Ég vil ekki tjá mig um það að
sinni. Það er ekki tímabært að tjá sig
um þessi mál. Við erum með fund í
knattspyrnudeildinni í kvöld og þar
verður þetta mál tekið fyrir," sagði
Steini Þorvaldsson.
En afhverju var Úlfar ekki ráðinn
áfram?
„Ég get ekki heldur tjáð mig um
það. Úlfar tók reyndar þessa ákvörð-
un sjálfur að hætta. Þetta á sér sína
sögu en ég vil funda með mínum
mönnum áður en ég tjái mig frekar
um þessi mál.“
Hver tekur við af Úlfari?
„Það hefur ekki enn verið tekin
nein ákvörðun en ég get sagt þér eitt
að það eru fleiri en einn i sigtinu
hjá okkur,“ sagði Steini Þorvalds-
son formaður knattspyrnudeildar
Breiðabliks um þjálfaramál meist-
araflokks kvenna hjá félaginu.
Margir hafa verið nefndir sem arf-
takar Úlfars hjá Breiðabliki og nægir
í því sambandi að nefna Vöndu Sig-
urgeirsdóttur, fyrrum leikmann og
þjálfara Breiðabliks, og Helenu Ól-
afsdóttur, fyrrum landsliðsþjálfara.
Samkvæmt heimildum Blaðsins
er hvorug þó talin hreppa stöðuna.
Guðlaug Jónsdóttir hefur verið ráð-
in aðstoðarþjálfari
Aðrir sem hafa verið nefndir sem
þjálfarar hjá Breiðabliki eru Björn
Björnsson sem hefur verið aðstoð-
arþjálfari meistaraflokks kvenna
og einnig þjálfari 2.flokks, sænskur
þjálfari og svo Guðmundur Magnús-
son sem hefur verið þjálfari yngri
flokka hjá Breiðabliki um nokkurt
skeið með mjög góðum árangri og
gerði 4.flokkinn að Islandsmeistur-
um í sumar.
Samkvæmt heimildum Blaðsins
hefur Guðlaug Jónsdóttir leikmaður
Breiðabliks og einn besti leikmaður
fslandsmótsins í sumar verið ráðin
aðstoðarþjálfari meistaraflokks
kvenna á næstu leiktíð. Þetta þykir
renna stoðum undir það að aðalþjálf-
arinn verði annaðhvort Björn Björns-
son eða Guðmundur Magnússon.
Líklegt þykir að eftir fundinn í
kvöld verði tekin ákvörðun um við
hvorn þeirra verði hafnar viðræður
um þjálfun meistaraflokks kvenna
hjá Breiðabliki á næstu leiktíð. Það
verður erfitt verkefni sem bíður þess
manns því að þar verður farið fram
á annan eins árangur og í sumar,
þ.e.a.s. að verða íslands-og bikar-
meistari og þá ætla Blikar að taka
þátt í Evrópukeppninni á næsta ári,
líkt og Valur gerði í ár.
Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu:
Blikar hliðra til fyrir Val
- Guðbjörg Gunnarsdóttir markvörður Vals leikur ekki með
vegna veikinda
Næsta sunnudag mætast VALUR
og þýska liðið POTSDAM í Evrópu-
keppni meistaraliða í knattspyrnu
kvenna. Leikur liðanna fer fram á
Laugardalsvelli en lengi vel var ekki
alveg á hreinu hvar leikurinn færi
fram. Leikurinn á sunnudag hefst
klukkan 14.00 og er sá fyrri í 8-liða
úrslitum keppninnar. Þessi árangur
Vals er sá lang, lang, lang, besti sem
íslenskt félagslið hefur náð i Evrópu-
mótunum fyrr og síðar.
Lið Vals hefur orðið fyrir miklu
áfalli þar sem Guðbjörg Gunnars-
dóttir, markvörður liðsins, verður
mjög líklega ekki með þar sem hún
hefur verið veik í 11 daga og þrátt fyr-
ir mikil og góð læknavisindi þá virð-
ast læknar ekki enn vita hvað amar
að. Guðbjörg var á timabili með 40
stiga hita í þrjá daga. 1 gær var fyrsti
dagurinn þar sem hún var hitalaus í
langan tíma.
Ekki hægt að fá æfingar í Egils-
höll fyrir Reykjavíkurlið Vals.
Kópavogur reddaði málunum.
Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari Vals
hefur brugðið á það ráð að fá Söndru
Sigurðardóttur, markvörð Stjörnunn-
ar úr Garðabæ, til liðs við Val í leik-
ina tvo við POTSDAM og þurfti að fá
sérstakt leyfi frá KSÍ og Stjörnunni
vegna þessara félagaskipta.
Á heimasíðu Breiðabliks er frétt
þar sem segir að meistaraflokkur
kvenna hjá Breiðabliki hafi gefið eftir
æfingatíma liðsins í Smáranum alla
þessa viku svo að meistaraflokkur
Vals geti æft við bestu aðstæður fyrir
leikinn gegn POTSDAM. Samkvæmt
heimildum Blaðsins hefur það reynst
mjög torsótt fyrir Val að fá fleiri æf-
ingatíma í Egilshöll til undirbúnings
fyrir leikinn gegn Evrópumeisturum
POTSDAM og það verður að segjast
eins og er að svona mál eiga að vera
i lagi.
Hvar er Reykjavíkurborg og þeirra
íþrótta-og tómstundarfulltrúi í máli
sem þessu?
Ætli þau hjá íþrótta-og tómstundar-
ráði Reykjavíkurborgar viti af leiknum
á sunnudag? Til upplýsinga: VALUR-
POTSDAM Á LAUARDALSVELLI
SUNNUDAGINN 9.OKTÓBER
KLUKKAN 14.00.
„Ég hafði samband við Benedikt Guð-
mundsson sem er í meistaraflokksráði
kvenna hjá Breiðabliki og hann fór í
málið og reddaði mér æfingum þessa
viku. Ég reyndi að fá tima hjá Fjölni
sem er i Reykjavík eins og við en þeir
áttu engan tíma handa okkur í Egils-
höll. Því varð ég að leita i annað bæj-
arfélag og Benedikt og Kópavogsbúar
eiga þakkir skyldar fyrir. Ég myndi
gefa eftir æfmgatima hjá mínu hði
til annars hðs sem væri komið svona
langt í Evrópukeppninni.: „Ég er mjög
happy með Breiðablik,” sagði Ehsabet
Gunnarsdóttir þjálfari Vals um æfinga-
aðstöðu Vals fyrir leikinn gegn POTS-
DAM á sunnudag. Við hér á Blaðinu
tökum undir með Elisabetu hvað varða
þessi æfingaaðstöðumál Vals. ■