blaðið - 05.10.2005, Page 32
32 i MENNING
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 blaöiö
„Það vottar fyrir mannsævi i henni, það er maður á ferð, skáld á stjái, líklega stundum i leit að fegurð," segir Þorsteinn frá Hamri um nýja Ijóðabók sína. Blaöiö/Frikki
,Form ljóðanna ætti að vera kunn-
uglegt lesendum mínum. Það er
nokkuð bundið, áberandi víða
gripið til ljóðstafa og bragsetninga
að hefðbundnum hætti,“ segir Þor-
steinn frá Hamri um nýja ljóðabók
sína, Dyr að draumi. „Ein þýðing er
þarna á ljóði eftir Brecht, gerð fyrir
allmörgum árum. Einhvern veginn
fannst mér hún eiga við þar sem ég
valdi henni stað. Annars verður bók-
in að bera sér vitni. Hér gildir gamla
sagan að ég er öldungis ófær um að
lýsa efni hennar fram yfir það sem
ljóðin gera sjálf. En hún er langt frá
því að vera endilega stödd á „forn-
um slóðum“ eins og ýjað hefur verið
að í kynningum, þótt sums staðar sé
horft um öxl. Bókin er svona nokk-
urs konar „ágrip af okkur sjálfum“,
eins og ég segi þarna einhvers stað-
ar. Ágrip af heimsviðhorfi manns
og leit hans að einhverju sem hugs-
anlega er stundum nær en hann órar
fyrir.“
Það standa einkunnarorð fyrir
bókinni. Þau eru frá Jóni Óskari og
hljóða svo: „Þegar ég gekk um ein-
stigi jarðarinnar í leit að fegurð”.
„Kannski segir þetta eitthvað smá-
vegis um bókina,“ segir Þorsteinn.
,Það vottar fyrir mannsævi í henni,
það er maður á ferð, skáld á stjái,
líklega stundum í leit að fegurð.
Hann spyr sig áfram en tortryggir
reyndar flest svör eins og óbreyttur
nútímamaður ætti að hafa lært af
reynslu. 20 öldin var óspör á svör
og enn vaða uppi verdens-lausnar-
ar ætíð vissir í sinni sök, blóðugir
upp til axla. Enn er klifað á göb-
belskum staðhæfingum og reynt að
halda allri sýn í svart-hvítu. Þetta
er auðvitað andstætt allri sannri
mennsku. Vonandi gengur þetta
bókakver annarra erinda, þótt í
litlu sé, og reynir að gangast við
sönnum tilfinningum með því
tungutaki sem mér er eiginlegast,
hvernig sem til hefur tekist.
Og nú er ég auðvitað búinn að
tala ógætilega, raska hlutföllum,
impra á ákveðnum efnisþætti á
kostnað allra hinna. Enda læt ég
þetta duga. Mér er hvort sem er allt-
af fremur óljúft að tala mikið um
kvæðin mín.“ ■
Tónleikar helgaðir
sjálfstæöi Norðmanna
Nú eru 100 ár liðin frá friðsamleg-
um sambandsslitum Noregs og Sví-
þjóðar. í Noregi og víðar, er þess-
um tímamótum fagnað á ýmsan
hátt. Sinfóníuhljómsveitin helgar
dagskrá tónleikanna 6. október ald-
arafmæli sjálfstæðis frænda okkar
frá Noregi og býður velkomna þá
Havard Gimse píanóleikara, og Ei-
vind Aadland hljómsveitarstjóra.
Efnisskráin er að sjálfsögðu norsk
að mestum hluta. Verk eftir fræg-
asta tónskáld Norðmanna, meist-
arann sjálfan Edvard Grieg ásamt
verki eftir fremsta nútímatónskáld
Noregs í dag, að margra mati, Rolf
Wallin. Einnig verður sjöunda sin-
fónía Beethovens á dagskrá þetta
kvöld.
Eivind Aadland var einn besti
fiðluleikari Noregs, lærði hjá
Yehudi Menuhin og var konsert-
meistari Fílharmóníusveitarinnar
í Bergen um árabil en á miðjum
ferli skipti hann um gír, settist aft-
ur á skólabekk og lærði hljómsveit-
arstjórn. Norski píanóleikarinn
Hávard Gimse hefur hlotið marg-
víslegar viðurkenningar fyrir leik
sinn, meðal annars Grieg-verð-
launin (1996), Steinway-verðlaun-
in (1995) og Sibeliusar-verðlaunin
(2004).
Hávard Gimse. Þessi norski pfanóleikari leikur á Sinfóníutónleikum i Háskólabfói á
fimmtudag.
Afkastamikill
spennusagnasmiður
Mary, Mary eftir bandaríska saka-
málahöfundinn James Patterson
trónir í efsta sæti metsölulista
SundayTimesyfirinnbundnarskáld-
sögur. Leynilögreglumaðurinn Alex
Cross eltist þar við kvenmorðingja
sem hefur Hollywood stjörnur að
skotmarki. Þetta er fjórða skáldsaga
Patterson sem kemur út á þessu ári.
Hann hefur ekki látið sér það nægja
heldur skrifaði barnabók sem kom
út fyrir nokkrum mánuðum og er
auk þess að vinna að tveimur skáld-
sögum sem koma út á næsta ári. Les-
endur virðast ekkert þrey tast á form-
úlu hans því allar bækurnar hafa
komist á metsölulista i Bretlandi og
Bandaríkjunum. Frá árinu 1999 hef-
ur Patterson komið 17 skáldsögum
sinum á metsölulista.
Sigurgöngu annars spennusagna-
höfundar, Dan Brown, er hvergi
nærri að ljúka. Da Vinci lykillinn er
í þriðja sæti metsölulista New York
Times og hefur verið þar samfellt á
lista i 132 vikur. Bókin er í öðru sæti
á lista Sunday Times en þrjú og hálf
James Patterson. Á þessu ári hafa komið
út fjórar spennusögur eftir hann og ein
barnabók.
milljón eintaka hafa verið seld af
henni í kiljuútgáfunni. Þrjár aðrar
bækur Dan Brown eru einnig á topp
tíu lista Sunday Times. B
Ödýrasta huöm
íbwnum
CASH & CARRY
Fálkahúsinu
■ ** _ _4/aciinne
. Suðurlandsbraut 8
Sími: 554 0655 • can
d@simnet.is • www.cogc
js. opið:l0-18 virka daga