blaðið - 05.10.2005, Qupperneq 34
34 I KVIKMYNDIR
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 blaðiö
PU GÆTIR FARIO UR
KJALKALIÐMUM AF HLATRI
STÉVf (AltíU
m MJHE 40 YEAR-OLD
VlRGIN
LAUGARÁS-
Sími 553 2075
★ ★ ★
SV.mbl.
★ ★ ★ ★
IQI'PS.IS
I 36.000 FETUM VARÐ HENNAR
j'ERSTA MARTROÐ AÐ VERULEIKA.
HORKU SPENNUTRYLLIR
FRA WES CRAVEN
LEIKSTJORA SCREAM MYNDANNA
Sýnd Id 8 09 10:20 unx
10
bX Mén
ó
sur
TALI
Sýnd kL 6 m/íslensku ton
www.laugarasbio.is
-ÓHTRás2
★ ★★
-SV MBL
Slremmtileg ævintýramynd mTsíensku tali
Obeint franihald af
þáttaröðinni Jesú og
Jósefina sem var sýnd við Ui ^
miklar vinsældir á Stóð 2
SfðUStujÓI.
Sýndkl.6 ÍSLENSKT TAL
Sýnd kl. 8, og 10.20
KVIKMYNDAHATIÐ
29. september til 9. október
You bet your Life/Teningnum er kastað
Sýnd kl. 6
Antares Sýnd kl. 8
Garcon Stupide/Ungur og vitlaus
Sýnd kl. 10.15
kl. 6,8 og 10
skar & Jósefína kl.6
Bewitched kl. 8
TheMan kl.10
400 kr. í bíó!
Til oð hafa stjorn
á hrottum og
illmennum er sett
á laggirnar sérstok
sveit sem kallarsig
tltght'V/afch! ‘
Nifolr Kiilmiiri ?■ \V»
★★★
-S V MBL
ph Bewiltiied
qS7 GÖLDROTT GAMANMYND!
Sýnd kl. 4,6,8 og 10 B.i. 14 ára
Sýnd I Lúxus kl. 4,6,8 og 10
Skehimtileg ævintýramynd m
Obeint tramhatd at
þátlaröðinni Jesú og -Jafflfc-..
Jósefína sem var sýnd viö * éj&M M
mlklar vinsældir á Stoð 2 % Í "rr
siðustujól. ’.ssp . Mé
Sýndkl. 5.45,8 og 10.15
Sýnd kl. 4 og 6 Miðaverð 450 kr. ÍSLENSKT TAL
Sýnd kl. 6,8 og 10 B.L 14 ára
Sýnd kl. 4 í þrívídd
Sýndkl. 10 B.L 16 ára
Sýnd kl. 4 fSLENSKT TAL
Plata á leiðinni frá
Sugarbabes
Á vormánuðum síðasta árs komu
stúlkurnar í Sugarbabes til Islands
og héldu fjölmenna tónleika í Lauga-
dalshöllinni. Ný plata er væntanleg
frá þeim í næstu viku, sem er þeirra
fjórða plata.
1 síðustu viku gáfu þær út fyrstu
smáskífu plötunnar „Taller In More
Way”, en lagið heitir Push The But-
ton og fór beint í fyrsta sætið í Bret-
landi. Lagið seldist í 65.000 eintök-
um sem þykir feikigott á hörðum
smáskífumarkaði þar á bæ.
Cindarella Man
í kvikmyndahús
Föstudaginn 7. október verður mynd-
in Cindarella Man frumsýnd en það
eru óskarsverðlaunahafarnir Russ-
ell Crowe og Renee Zellweger sem
leika hér í dramatískri stórmynd
sem styðst við raunverulega atburði.
Það er enginn annar en Óskarsverð-
launaleikstjórinn Ron Howard sem
leikstýrir þessari kvikmynd. Russell
Crowe leikur þungavigtahnefaleika-
manninn Jim Braddock sem tókst
að vinna þýska heimsmeistarann í
þungavigt, Max Bar og hafði sá sig-
ur mikil áhrif á þjóðaranda banda-
rísku þjóðarinnar enda kreppan
mikla að kvelja þjóðina rétt eins og
aðrar þjóðir. Renée Zellweger leikur
eiginkonu Jims en margir tala um
að myndin fái ófáar Óskarstilnefn-
ingar á næsta ári.
Shneedeís á íslandi
I lok janúar á næsta ári gefst íslend-
ingum tækifæri á að sjá og upplifa
eina fyndnustu sýningu í heimi
sem heitir The Shneedles. Meðlimir
leikhópsins munu þá stíga á stokk
í Austurbæjabíói, föstudaginn 27.
janúar, til að sýna einstaka snilli
sína og kitla hláturtaugar Islend-
inga á öllum aldri. Sýningunni hef-
ur verið lýst sem blöndu af fimleik-
um, látbragðsleik, trúðslátum og
töfrabrögðum og útkoman er sögð
engu lík.
Sýningin byggist ekki á töluðu
máíi þannig að hún höfðar til allra
aldurshópa. Hér er því einstakt tæki-
færi fyrir fjölskyldur landsins að
skemmta sér ærlega saman. Ráðgert
er að hefja miðasölu í lok október og
verður nánar tilkynnt um það síðar.
Sérstakt og mjög veglegt gjafakort
verður í boði fyrir þá sem vilja gefa
góða jólagjöf; miða á Shneedles og
par með ávísun á frábæra kvöld-
stund og taumlausan hlátur.
Neil Young
Prairie Wind ★★★★■^
Ég get ekki sagt að ég sé hlutlaus hlust-
andi þegar kemur að Neil Young. Hann
er einn þeirra tónlistarmanna sem ég
uppgötvaði seint, en hafði það mikil
áhrif á mig að ég fann hreinlega mun.
Nokkurs konar fyrir og eftir Neil Yo-
ung. Fyrsta platan sem heillaði mig
var Harvest sem kom út árið 1972, og
er hún jafnframt talin hans frægasta
og aðgengilegasta verk. Fljótlega fór
ég að hlusta meira og verð að segja
að þær eru ófáar Neil Young plöturn-
ar sem hafa yljað mér á köldum og
dimmum vetrarkvöldum. Það er því
sérlega yljandi tilhugsun að vera nú
að fá splunkunýja Neil Young-plötu
í hendurnar. Platan Prairie Wind er
eins konar þriðji hluti í seríunni sem
hófst með fyrrnefndri Harvest, hélt
áfram tuttugu árum seinna, árið 1992
með Harvest Moon, og hér lýkur henni
sem sagt. Það er greinileg tenging í
nafnagiftum piatnanna þriggja, sem
og í tónum þeirra. Þær eru allar hluti
af kántrí- eða þjóðlagahefð sem eru
þó hvorki þjóðlagatónlist eða kántr-
ítónlist, heldur eitthvað þarna á milli.
Hljómsveitir eins og The Band hafa
einnig verið að gera svipaða tónlist, og
Young hefur einmitt unnið aðeins með
þeirri sveit. Á Harvest, fyrstu plötunni
heida@vbl.is
í seríunni, er lífrænn hljómur og óraf-
magnaður ríkjandi, og þar má finna
lög sem eru nánast bara trommur,
bassi, smá kassagítar og söngur, með
einstaka skreytingum hér og þar. Har-
vest Moon var einhvers konar aftur-
hvarf, úr frekar rokkuðum kafla í ferli
Neil Young, til einfaldleikans og óraf-
magnaðra útsetninga. Á Prairie Wind
tekst Young hins vegar að halda þvi
kassagítarsviðmóti sem hann er fræg-
ur fyrir, en gefa samt lögunum frelsi
til að breytast og springa út á allan
mögulegan máta, eftir því hvað hentar
hverju lagi um sig, hverju sinni. Hann
rokkar lögin upp með rafgítarsólóum
eins og í „No wonder", bætir inn go-
spelkórum eins og í „He was the king“,
(lagi sem fjallar um Elvis Presley), eða
fer alla leið í kántríútsetningum eins
og í „Here for you“. Jafnframt má finna
á plötunni stórkostlega blásarasveit,
strengjaútsetningar, afskaplega mikið
af fallegum stálgítarleik og svo stingur
Emmylou Harris kántrísöngkona inn
nefinu í „Far from home“, „This old gu-
itar“ og „No wonder“, en sú söngkona
söng t.d. með Bob Dylan á plötu hans
„Desire“. Neil Young spilar, eins og svo
oft áður, á kassagítar og munnhörpu
sjálfur, og setur munnhörpuleikurinn
f&.íi. ytxjtó . PVjuY' E
sterkan svip á plötuna. Það er þó rödd
mannsins sem er ógleymanlegust og
sérstökust, en hann er hreinlega með
einstaka rödd. Brotthætt og jafnvel
veimiltítuleg sem hún er á köflum, er
hún þó líka hlaðin tilfinningum, og
maður bara getur ekki annað en hlust-
að á allt sem þessi rödd er að syngja
um. Hann er alveg svakalegur töffari,
og rokkari, en það er á rólegri nótum
og persónulegri, sem hann er sterk-
astur. Lagasmíðar á þessari plötu eru
svo sem ekkert nýjar af nálinni, en
engu að síður eru þær mjög góðar, og
framúrskarandi útsetningar bakka
upp melódíurnar. Eins og ég sagði hér
í upphafi, ég er ekki að hlusta á Neil Yo-
ung í fyrsta skipti, og því veit ég að ég
kem aldrei að tómum kofanum þegar
kemur að nýrri plötu hjá honum. Tíu
yndisleg ný Neil Young lög hafa ratað
inn til mín, og það á besta tíma þegar
kuldi og myrkur eru að taka völdin. Ég
vissi að ég gæti treyst á þig, Neil minn.
Fullkomin tímasetning!