blaðið - 06.10.2005, Síða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 blaöiö
Húsleitir í
Reykjavík og
á Englandi
Samkvæmt beiðni breskra
lögregluyfirvalda framkvæmdi
efnahagsbrotadeild ríkislög-
reglustjóra húsleitir í gær á
einkaheimili og í fyrirtæki í
Reykjavík. Húsleitir fóru fram
á sama tíma víðsvegar um
Bretland og segir talsmaður
breskra lögregluyfirvalda að
sjö manns hafi verið handtekn-
ir vegna málsins þar. Málið
snýst um stórfelld fjársvik
og peningaþvætti og eru
íslenskir ríkisborgarar taldir
vera um helmingur þeirra
sem grunaðir eru. Ekki liggur
fyrir á þessari stundu hvaða
fyrirtæki sé um að ræða.
Rafmagnsleysi
olli
vandræðum
Rafmagnslaust varð á stórum
hluta höfuðborgarsvæðisins
laust fyrir kl 18 í gær. Orsökin er
rakin til elds í spennustöð við
Eddufell í Breiðholti. Talsverðar
truflanir urðu af völdum
bilunarinnar, og má þar nefna
að netsamband rofnaði og erfitt
var að nálgast upplýsingar á
hinar ýmsu heimasíður hér á
landi. Ennfremur má nefna
að umferðarljós slokknuðu og
töf varð á fréttatíma Stöðvar
2 svo eitthvað sé nefnt.
Rafmagnsleysið varði víðast
hvar i stutta stund, en þó
var rafmagnslaust fram eftir
kvöldi á einhverjum svæðum.
Mannanafnanefnd
segir af sér
Ásakanir dómsmálaráðuneytisins um að meðalhófsreglu hafi ekki
verið gœttfyllti mœlinn
Allir þrír aðalmenn í mannanafna-
nefndinni, Aðalheiður Jóhanns-
dóttir, Haraldur Bernharðsson og
Guðrún Kvaran, sögðu af sér 19.
september sl. í kjölfar athugasemda
dómsmálaráðuneytisins á úrskurði
nefndarinnar í máli er sneri að ritun
nafnsins Eleonora. Að sögn heimild-
armanns Blaðsins fannst nefndar-
meðlimum athugasemdir ráðuneyt-
isins vera óvægar og þau vera sökuð
um óvönduð vinnubrögð. Þetta hafi
verið kornið sem fyllti mælinn og
nefndin því ákveðið að segja af sér.
Umdeildur ritháttur
Tildrög málsins voru þau að í maí
á þessu ári var lögð inn beiðni til
mannanafnanefndar um samþykki
á rithætti nafnsins Eleonora. Manna-
nafnanefnd taldi að rithátturinn
væri ekki í samræmi við ritreglur
íslensks máls og vildi að nafnið yrði
ritað Eleónóra. Þetta vildi umsækj-
andi ekki fallast á og hélt áfram að
sækja málið. Nefndin vísaði málinu
frá tvisvar sinnum í viðbót þann 31.
maí og svo aftur 28. júní sl. I fjórða
skiptið kom svo málið á borð nefnd-
arinnar eða þann 19. september sl.
eftir að dómsmálaráðuneytið hafði
óskað eftir því að málið yrði tek-
ið upp enn einu sinni. í bréfi sem
dómsmálaráðuneytið sendi nefnd-
inni þann 2. september átaldi ráðu-
neytið mannanafnanefndina fyrir
að hafa ekki gefið meðalhófsreglu
stjórnsýslulaganna nægan gaum
við afgreiðslu sina á málinu. Nefnd-
in samþykkti þá loks ritháttinn en
sagði svo af sér í kjölfarið.
Sættu sig ekki við matið
I afsagnarbréfi nefndarinnar segir
m.a. að nefndin telji það óskiljanlegt
að störf hennar séu talin ámælisverð
þar sem hún starfi samkvæmt viður-
kenndum lögskýringargögnum. Þar
segir einnig að aðalmenn nefndar-
innar geti ekki sætt sig við þetta mat
ráðuneytisins á störfum hennar og
því óski hún eftir að vera leyst frá
störfum. Enginn fyrrverandi nefnd-
armaður vildi tjá sig um málið en
samkvæmt heimildarmanni Blaðs-
ins hefur nefndarmönnum þótt það
erfitt að þurfa að sitja undir allskon-
ar ámælum og ásökunum fyrir fyrri
úrskurði sína og þeim hafi gramist
þegar ráðuneytið hafi tekið undir
þessar ásakanir. Varamenn manna-
nafnanefndar hafa nú þegar tekið
sæti þeirra sem sögðu af sér. ■
Lögsókn úr launsátri
Hannes Hólmsteinn vefengir lög-
sögu breska dómstólsins í meið-
yrðamáli Jóns Ólafssonar gegn
sér. Hann segir ummæli sín um
Jón ekki meiðyrði heldur almælt
tíðindi og hefur gert ráðstafanir
til þess að vera borgunarmaður
fyrir miskabótum til Jóns, en
vonar að til þess komi ekki.
Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son segir að sér hafi komið á óvart
að enskur dómstóll hafi tekið fyrir
meiðyrðamál um orð, sem fallið
hafi á fslandi mörgum árum áður.
Eins og Blaðið skýrði frá í gær var
Hannes dæmdur til þess af enskum
Járn og gler ehf - Skútuvogur
Barkarvogsmegln - S: 58 58 900
www.jarngler.is
Listalagerinn
Listmálaravörur
dómstóli að greiða Jóni Ólafssyni
tæpar 12 milljónir króna vegna um-
mæla sinna á heimasíðu sinni hjá
Háskóla íslands. Samkvæmt heim-
ildum Blaðsins hyggst Jón Ólafsson
leggja fram fjárnámskröfu á hend-
ur Hannesi hjá sýslumanninum í
Reykjavík í dag.
„Hann bíður með lögsóknina í
fimm ár og fer fram með hana ann-
ars staðar í heiminum, þar sem hon-
um finnst líklegra að ná árangri og
ólíklegra að ég geti gripið til varna,“
segir Hannes og telur engin meið-
yrði hafa falist í orðum sínum. „Ég
gerði ekkert annað en að segja sann-
leikann, sem er að því hefur verið
haldið fram um Jón, að hann hafi
stundað vafasöm viðskipti.“
Efast um lögsöguna
Útivistardómur gekk í málinu þar
sem Hannes kom ekki til þinghalds-
ins og var engum vörnum haldið
uppi fyrir hann, en sú fjarvera kann
að reynast honum dýrkeypt. „Mér
var ráðlagt af minum lögfræðing-
um að sinna þessu máli á Englandi
ekki, enda væri mitt varnarþing á
íslandi, samkvæmt Lugano-sátt-
málanum um meðferð einkamála
milli landa.“
Hannes vill freista þess að
hnekkja þessum málalyktum á
Englandi. „Ég mun vefengja það
að málið sé aðfararhæft hér á landi
og þá verður því vísað til héraðs-
dóms til úrskurðar,“ segir Hannes
og bætir við að vel komi til greina
að fara fram á endurupptöku máls-
ins á Englandi. „Það kemur allt til
greina í því.“
Hann bendir á að ensk meiðyrða-
löggjöf sé mun strangari en hér og
réttarfar þar í landi mun kostnað-
arsamara. „En þetta eru sjálfsagt
hvort tveggja ástæður fyrir því að
Jón kýs að höfða málið þar frekar
en hér heima.“ Hannes kveðst hafa
gert ráðstafanir til þess að vera borg-
unarmaður fyrir dómnum, fari allt
á versta veg. „Jóni þykir vænna um
peninga en mér, en mér mun ekki
finnast gaman að þurfa að borga
þetta ef til kemur. Það verður mér
satt best að segja mjög þungbært.“
Beiðni Arons
Pálma synjað
Rick Perry, ríkisstjóri í Texas
synjaði á mánudaginn náðun-
arbeiðni Arons Pálma Ágústs-
sonar. Perry gekk þar gegn
fylkisþinginu sem fyrir sitt leyti
hafði samþykkt beiðni Arons í
ágúst. Fylkisstjórinn segir að Ar-
on eigi að ljúka afplánun sinni
í Texas og segir Aron í bréfi að
þetta séu mikil sorgartíðindi.
Hugsanlegt er að Aron verði
að afþlána það sem eftir er af
dómnum í venjulegu fangelsi,
en ekki í stofufangelsi eins og
verið hefur. Fréttir bárust af
því í gær að Aron fái að dvelja
hjá vinafólld í bænum Tyler
þar til rafmagn kemst aftur
á í heimabæ hans svo hann
fer ekki í fangelsi að sinni. ■
Scott Rams-
ey dæmdur
til refsingar
Héraðsdómur Reykjaness
dæmdi í gær Scott Ramsey
í 18 mánaða fangelsi, þar af
15 mánuði skilorðsbundna,
fyrir stórfellda líkamsárás sem
leiddi til dauða dansks her-
manns. Ramsey sló manninn
fyrirvaralaust á veitingahúsi
í Keflavík í fyrrahaust og dró
höggið, sem lenti efst á hálsi
mannsins, manninn til dauða. I
niðurstöðu dómsins segir að í
ljósi þess að Ramsey hafi játað
brotið, hann hafi ekki brotið áð-
ur af sér, og að hann hafi ekki
ætlað að vinna manninum slíkt
tjón sem raun varð, sé hæfileg
refsing 18 mánuðir. Dómara
þótti ennfremur rétt að fresta
fullnustu 15 mánaða. Að auki
var hann dæmdur til að greiða
foreldrum hins látna 2 milljónir
í bætur auk sakarkostnaðar. ■
Smáauglýsingar
510-3737
Auglýsingadeild
510-3744
blaðið^
líiAV
/ Innimálning Gljástig 3,7.20
■/ Verð fré kr. 298 pr.ltr.
/ Gæða málning á frábæru verði
•/ Útimálning
/ Viðarvörn
/ Lakkmálning
/ Þakmálning
/ Gólfmálning
/ Gluggamálning
“ÍSLANDS MÁLNING
Sætúni 4/Sími 5171500
O Heiðskirt 0 Léttskýjað ^ Skýjað ^ Alskýjað
Rigning, litllsháttar //
Rlgning Súld * 'í' Snjókoma siydda
XJJ Slydda Snjóél
Skúr
Amsterdam 22
Barcelona 27
Berlín 25
Chicago 22
Frankfurt 29
Hamborg 23
Helsinki 25
Kaupmannahöfn 22
London 26
Madrid 35
Mallorka 29
Montreal 22
New York 23
Orlando 25
Osló 22
Parfs 27
Stokkhólmur 25
Þórshöfn 12
Vín 23
Algarve 25
Dublln 22
Glasgow 17
z' /
✓ /
’M
’fe
5?
7Ö
9C
Í
✓ /
/ /
é
: t
imorgun
Veðurhorfur í dag kl: 12.00
Veðursíminn
Byggt á uppiýsingum frá Voðurstofu islands
8°