blaðið

Ulloq

blaðið - 06.10.2005, Qupperneq 10

blaðið - 06.10.2005, Qupperneq 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 blaöið Fjöldifólks reynir að komastyfir landamcerin: Spenna á útjaðri Evrópu Fjöldifólks reyndi að flýja yfir landa- mærin til Spánar í borginni Melilla í Marokkó í gær þrátt fyrir stórauk- ið landamæraeftirlit spænskra yfir- valda. Þetta var í fimmta sinn á einni viku sem flóttamenn frá ríkjum Afr- íku reyna að komast yfir landamær- in. Að minnsta kosti 20 slösuðust lít- illega þegar um 100 manns reyndu að komast yfir gaddavírsgirðingar sem skilja að Melilla og Marokkó. Um 40 tókst að komast yfir. 300 flóttamönnum tókst að komast yfir landamærin í Melilla í síðustu viku. Tveimur dögum síðar voru fimm manns skotnir til bana þegar um 500 manns reyndu að komast yfir landamærin við borgina Ceuta sem einnig er spænskt landsvæði. Yfir- völd í Marokkó og á Spáni rannsaka málið. Eftir harmleikinn í Ceuta var landamæraeftirlit stóraukið í borg- unum tveimur og meðal annars voru hundruð hermanna sendir á staðinn til að gæta landamæranna. Flýja fátækt í von um betra líf Afríkubúar sem vilja flýja fátækt ríkj- anna sunnan Sahara hafa tiu sinn- um reynt að komast yfir landamær- in síðan í lok ágústmánaðar. Margir eiga að baki meira en árslangt ferða- lag frá heimalöndum sínum til Mar- okkó. Spánn er eina Evrópuríkið sem á landamæri að Afríku og þvi freista margir þess að komast yfir landamærin í von um að geta hafið betra líf. Spænska lögreglan handtekur menn sem reyndu að komast ólöglega inn í landið gegnum borgina Melilla í Norður Afriku í gær. N Nýtt GPS kort fyrir Garmin tæki, með götum, heimilisföngum og hæðarlínum GPS kort er vektor kort af íslandi fyrir Garmin GPS tæki meó leiðsöguhæfum vegagögnum um allt land. Einnig götukort af höfuöborgarsvæðinu með heimilisföngum, 20 metra hæðarlínum úr ISV-50, 40.000 örnefni og áhugaverðir staðir, vatnafar, þjóðvegir, fjaltaslóðar og skálaskrá. 1 fyrsta sinn á íslandi fæst nú vegakort með leiðsöguhæfum gögnum fyrir PC tölvur, Windows Mobile handtölvur og Garmin GPS tæki. Láttu ekki afvegaleiða þig - veldu Garmin. Garmin GPSmap 60CS Leiðsögutæki fyrir veiði- og útivistarfólk Ótrúlega öflugt staðsetningartæki með áttavita og hæðartölvu. Fjölhæft tæki í bílinn, veiðina eða á fjallið, vinsælasta GPS tækið i dag. GARMIN KEMURÞÉR ÁSPORIÐ Garmin GPSmap 60 Níðsterkt í veiðina, hagstæður kostur. Garmin GPS 60 Ódýrt en fjölhæft, góð kaup. www.garmm.is S GflRMIN Komdu í glæsilega verslun okkar við Fiskistóð 16 úti á Granda og kynntu þér gott úrval GPS staðsetningartækja frá Garmin. Við eigum allar stærðir og gerðir af tækjum sem henta fyrir hvers konar veiði, útivist og jafnvet skokkið, innanbæjar sem utan. D R.SIGMUNDSSON Umboðsmenn Akureyrl: Haftækni • Egilsstaðir: Bílanaust • Grundarfjörður: Mareind • isafjörður: Bensínstöðin Keflavík: Tæknivík • Reyðarfjörður: Veiöiflugan • Selfoss: Hársnyrtistofa Leifs Vestmannaeyjar: Geisli Reykjavík: Arctic Trucks, Everest, Hlaö, Intersport, RSH, Útitíf, Vesturröst ■ Fríhöfnin FISKISLÓÐ 16 I 101 REYKJAVÍK I SÍMI 520 0000 www.rs.is Ólga á Norður írlandi Leiðtogi sam- bandssinna myrtur Lögregla í Belfast hefur hand- teldð sex manns í tengslum við morðið á Jim Gray, fyrrverandi leiðtoga herskárra sambands- sinna í Austur Belfast. Gray var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt á þriðjudagskvöld. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á morðinu. Reynt var að ráða Gray af dögum árið 2002 vegna innbyrðis deilna herskárra hópa mótmælenda sem tengj- ast eiturlyfjaviðskiptum. Gray hafði nýlega verið látinn laus úr varðhaldi gegn tryggingu en hann beið réttarhalda vegna ákæra um peningaþvætti, fyrir að hafa í fórum sínum stolna muni og vegna annarra afbrota i tengslum við rekstur tveggja öldurhúsa f Belfast. Gray var einn af sex héraðs- foringjum í Varnarsamtökum Ulsters þangað til að félagar hans veltu honum úr sessi í mars á þessu ári. Starfsemi samtakanna hefur verið bönn- uð en þau eru stærstu samtök herskárra mótmælenda á Norður írlandi. Samtökin sem voru stofnuð árið 1971 bera ábyrgð á um 400 morðum, aðallega á kaþólikkum. Þau lýstu yfir vopnahléi árið 1994 en engu að síður hafa þau tekið þátt í ýmsum illdeilum bæði innbyrðis og við aðra hópa. Jim Gray einn helsti leiðtogi her- skárra sambandssinna á Norður Ir- landi var skotinn til bana í fyrradag. Gæs rotar veiðimann Sænskur veiðimaður rotað- ist effir að gæs sem sonur hans skaut féll á höfuðið á honum. „Ég giska á að hún hafi viljað hefna sín,“ sagði veiðimaðurinn, Ulf Ilback, í viðtali við dagblaðið Extra Ostergotland. Ilback sagði að hann hefði þurft að hírast í rúminu í tvo daga effir að hafa fengið gæsina í höfuðið. Kanadagæs svipuð þeirri sem rotaði veiðimann í Svíþjóð á dögunum.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.