blaðið

Ulloq

blaðið - 06.10.2005, Qupperneq 18

blaðið - 06.10.2005, Qupperneq 18
18 I MATUR FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 bla6Í6 Ein mesta og skemmtilegasta áskor- unin í kokkinum að mínu mati er að gera hágæða rétti úr ódýru hráefni og fá viðbrögð frá fólki: „Vá, ekki vissi ég að þetta gæti orðið svona gott.“ Það er nefnilega hægt að gera ótrúlega hluti úr ódýru hráefni, eins og t.d. langtímaelda, ódýra parta af dýrum s.s. skankana og frampart- ana. Þeir eru saltaðir með grófu salti í ca.1/2 tíma, mesta saltið skolað af og soðið við vægan hita í 2-3 tíma með fullt af góðu grænmeti (nánast eins og kjötsúpa). Síðan er kjötið rif- ið af beinunum, soðið látið sjóða nið- ur þar til það er orðið bragðsterkt og gott. Þá er kjötið hitað upp, með svo- litlu smjöri og örlítið af soðinu og smakkað til með kryddjurtum eða hvítlauk. Þetta er meiriháttar gott að gera með flottari steikum eins og lundum og fillé, þetta þykir mjög flott á veitingastöðum í dag. Saltfiskmauk "brandade” er frá- bært sem meðlæti með humri og öðr- um skelfiski því það getur verið dýrt að gefa eingöngu humar. Þegar Salt- fiskmauk (Brandade) er gert er salt- fiskur, nætursaltaður þorskur eða ýsa beinhreinsaður, roðflettur og soðinn við hægan hita í mjólk með timian, sítrónuberki og hvítlauk. Þegar fiskurinn er soðinn er hann veiddur uppúr og settur í hræri- vél. Þá er sama magn af skrældum, soðnum og ennþá heitum kartöfl- um bætt út í og þetta er síðan hrært upp með góðri ólívuolíu þar til það verður mjúkt og kekkjalaust mauk. Smakkað til með salti, pipar og þá er hægt að bæta í þetta hinum ýmsum kryddum eða bitum af humri. Þetta er hægt að nota sem forrétt eða sem meðlæti með aðalrétti. Ég læt fylgja með uppskrift af "Saltfisk brandade með humri og estragon" 300 g saltfiskur 300 gkartöflur (soðnar og skrœldar) 2 dl mjólk börkur af / sítrónu 1 stk hvítlauksgeiri 1 tsk estragonfínt saxað 4 stk humarhalar (skornir í litla bita) 2 dl ólívuolía salt og pipar BlaÖiÖ/Steinar Hugi Aðferð Sjóðið fiskinn eins og lýst er hér á undan. Þegar búið er að hræra þá er humrinum og estragoninu bætt út í. Borið fram volgt með brauði og aioli. Kveðja, Raggi K7 Lamba -j|_ hvítlaukspiparsteik Úr uppskriftabók kjötmeistara Nóatúns Lambakjöt eins og það gerist best. Sterkt, bragðmikið og mjúkt undir tönn. Steak seasoning Badia Ekta amerísk steikarblanda eins og þær gerast bestar, þar sem einstök blanda af rauðum pipar, hvítlauk og fleiri kryddum vinna í að draga fram náttúrulegan safa steikarinnar. Nýju uppskriftaspjöldin iiggja frammi í öllum verslunum Nóatúns! Morandó, nýr framleiðandi írú Chile. “Stórkostlegt og ögrandi matarvin ////" Morandé - Maipo Valley - Chile Syrah-berin eru þekkt íyrir kraft- mikið bragð og þetta vín stendur svo sannarlega undir því. Vínið er dökkt og mikilfenglegt. Það hefur kraftmikið hindberjabragð, ákveðna myntukennda sætu og í lokin hefur skemmtilegt lakkrís- bragð vinninginn. Vínið er veru- lega kryddað og gott jafnvægi er á milli áfengismagns og sýru vínsins. Gott er að umhella vín- inu nokkuð ákveðið til að jafna barkasýruna. Þetta er kjötvín af bestu gerð og hentar vel með nautasteik og villibráð. Gaman er að prófa osta með örlitlu hunangi með þessu víni. "Smakkið og dæmið sjálf" Góða skál og góða helgi. Vínandinn.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.