blaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 22
22 I ÖLMENNING
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 blaöiö
Bjórbannið umdeilda rifjað upp
Má bjóða þér bjórlíki?
Bjór hefur verið þekktur hér á landi svo öldum skiptir, allt frá land-
námi. Allt fram á 17. öld var bjór vinsælasti drykkurinn við veisluhöld
og var bruggaður hér á landi úr malti sem er spírað bygg.
EINNÓDÝRASTI 5% BJÓRINN
Blaðið kynnir: JJOOSEHEAD:
Loksins býðst landsmönnum MOOSEHEAD lagerbjór ÍVÍnbúðunum á
sérstaklega hagstæðu verði, kr129,- Í355mldósum.
Mikið hefur verið spurt eftir MOOSEHEAD bjórnum undanfarið, en hann hefur
ekki verið fáanlegur á Islandi ( 2 ár. Nú er hann kominn aftur þessi mildi og
þægilegi kanadiski lagerbjór.
Allt frá árinu 1867 hefur Moosehead bjór verið bruggaður í Kanada og er
fyrirtækið nú einn stærsti bjórframleiðandi þar í landi. Fyrirtækið er ennþá í eigu
sömu Qölskyldu og f upphafi og fer framleiðslan fram í StJohn f New Brunswick
á austurströnd Kanada. Útflutningur hefur farið vaxandi síðastliðin ár þar sem
aðrar bjórneysluþjóðir hafa uppgötvað hið sérstaka og góða bragð sem
einkennir MOOSEHEAD.
Moosehead lagerbjór hefur þá sérstöðu að bragðið er létt og milt, þó ákveðið en
laust við alla remmu og beyskju. Eftirbragðið er frekar sætt. Moosehead bjór
hentar þvf afar vel með ýmsum mat og þykir einnig sérstaklega bragðgóður einn
og sér.
Ljúffengur bjór sem kemur á óvart I
Árið 1908 lýsti meirihluti íslensku
þjóðarinnar sig hlynnta frumvarpi
sem fól í sér bann við sölu og inn-
flutning á áfengi. Lögin gengu í
garð þann 1. janúar 1912. Eftir það
ríkti algert bann við innflutningi á
áfengi til landsins. Þó var leyft að
selja þær birgðir sem höfðu verið
fluttar til landins næstu þrjú árin.
Árið 1915 ríkti því algert bann við
áfengissölu á landinu.
Ekki hættu íslendingar þó neyslu
áfengis því ölvun var enn áberandi
hjá landsmönnum þó að vissulega
drægi úr ölvun á almannafæri.
Menn hófu bruggstarfsemi sem
aldrei fyrr og mikið var um smygl á
áfengi á þessum árum. Tilgangnum
var því ekki náð.
Þjóðin vildi bjórinn
Árið 1922 lét Alþingi undan
pressu Spánverja um að leyfa inn-
flutning á spænskum vínum sem
þeir vildu nota í viðskiptum með
saltfisk. Um tíma var því uppi
sú staða að einungis var leyfð-
ur innflutningur á spænsku
áfengi.
Þjóðaratkvæðagreiðsla árið
1933 sýndi að meirihluti þjóðar-
innar vildi aflétta þessu banni.
Þó fór svo að tillögur þess efnis
að leyfa ætti bruggun á bjór til
að sporna við landabruggun og
til þess að flytja hann út sem hefði
aukið gjaldeyrissjóð landsins voru
felldar.
Pilsner og kláravín...
Sterkt vín og áfengi var þó lög-
leitt á þessum tíma þannig að hér
hófst fyrir alvöru það sem hefur ver-
ið kallað bjórbannið - annað áfengi
en bjór var sem sagt leyft.
Bjórlíki var selt á nokkrum
skemmtistöðum þegar leið á 8. ára-
tuginn. Bjórlíkið, sem varð ansi vin-
sælt, innihélt meðal annars kláravín
og pilsner og annað hráefni sem erf-
itt var að fá upp úr barþjónum hvað
var. Enn hefur þetta leynihráefni
ekki verið gert opinbert - ef það á
annað borð var til staðar.
Einnig varð það frægt hvernig Is-
lendingar gengu af göflunum um
leið og þeir komust til útlanda eða
jafnvel bara í gömlu flugstöðina
þar sem seldur var bjór - svo sjúkir
voru þeir í þennan forboðna drykk.
Bjórlíkið burt
Þann 1. mars árið 1989 var bjórbann-
inu aflétt við mikinn fögnuð allra
íslenskra bjóraðdáenda sem þar til
þess dags höfðu þurft að láta sér
lynda að brugga bjór, smygla honum
með þeirri hættu sem því fylgdi eða
að skreppa á barinn og fá sér eina
bjórlíkiskollu. Þessi dagur vakti at-
hygli fjölmiðla um heim allan og
hingað voru komnir fulltrúar frá
ýmsum erlendum sjónvarpsstöðv-
um til að fylgjast með íslendingun-
um bera út bjórinn í kassavís. Það
sem vakti kannski mesta athygli var
bjórbannið sem slíkt þar sem það
var nánast einsdæmi í heiminum
og ótrúlegt að það skyldi vara allt
fram til loka 9. áratugarins.
Ríflega 150 bjórtegundir
íslendingar hafa gert sér bjórinn
að góðu síðan hann var leyfður
og segja sölutölur allt sem segja
þarf. Söluhæsti bjórinn í ÁT VR
seldist í rúmlega 1,3 milljón-
um lítra á fyrstu níu mánuð-
um ársins.
Eftir að bjórbanninu var
aflétt komu bjórtegund-
irnar smám saman inn í
Áfengis- og tóbaksverslun
ríksisins. Núna eru teg-
undirnar orðnar ríflega
150 talsins. Islensk fram-
leiðsla er í gæðaflokki og
í fyrstu fjórum sætunum
yfir söluhæstu bjórtegund-
irnar í ÁTVR er að finna
íslenskan bjór. ■
ERTU BI3INN AÐ FINNA
TIGERINN I SdAlaFUM PÉR
EF EKKl ÞÁ ER fiANN HÚÁ ÁTVR
Tiger 33 cl fékk silíiir verðlaun sera PREMIUN bjór frá
Wine & Spirit International & The International Beer
Challenge 2005 (W&SI Beer Challenge 2005) 109 bjórar tóku jiátt.
OKT ÓBERFEST
KYNNINGATILBOÐ
á bjórgerðarefnum í október.
20-30% afslættir
Afgreiðslutími:
Virkadaga: 10.00-18.00
Laugardaga: 10.00 - 15.00
VínHússins
Reykjavíkurvegi 64 .s: 5333070
Saga Október-
festsins
Októberfest á rætur sínar að rekja
til brúðkaups Lúðvíks krónprins
af Bæjaralandi og Teresu unnustu
hans þann 12. október 1810. íbúum
Munich var boðið til veislunnar
sem haldin var á völlunum fyrir
framan borgarhliðin. Þeir hafa síð-
an verið nefndir Theresienwiese
(Teresuvellir) til heiðurs krónprins-
essunni. Hvort sem það var tilviljun
eða einfaldlega prýðileg hugmynd
þá þurftu brugghúsin að losa sig
við vorframleiðsluna af bjór til að
rýma fyrir haustafurðunum og því
var ákveðið að gefa gestum þær
birgðir af öli sem annars hefðu ver-
ið eyðilagðar. Kappreiðar í viðurvist
konungsfjölskyldunnar voru síðan
lokaathöfn viðburðarins og þegar
ákveðið var að endurtaka þær ári
síðar þá skapaðist hefðin fyrir þess-
um árlegu hátíðarhöldum sem síð-
an hafa verið nefnd októberfest.
Frá brúðkaupsveislu að
alþjóðlegri hátíð
Kappreiðarnar, sem voru jafnt elsti
sem og vinsælasti atburður hátíð-
arinnar lengi vel, eru ekki haldnar
lengur. Á annarri hátíðinni 1811 var
hins vegar bætt við hana landbún-
aðarsýningu sem var ætluð til að
efla landbúnað í Bæjaralandi. Þessi
sýning er enn hluti af hátíðinni og
er haldin á þriggja ára fresti. Til að
byrja með var lítið um annarskonar
afþreyingu í boði en þyrstir gestir
gátu svalað þorstanum í litlum bjór-
básum er settir voru upp á hátíðar-
svæðinu. Þeim fjölgaði ört næstu
misserin og árið 1896 var þeim skipt
út fyrir bjórtjöldin og hina svoköll-
uðu bjórsali sem voru upprunalega
sett upp af framtakssömum landar-
eigendum með dyggum stuðningi
nærliggjandi brugghúsa. ■