blaðið

Ulloq

blaðið - 06.10.2005, Qupperneq 26

blaðið - 06.10.2005, Qupperneq 26
26 I ÖLMENNING FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 blaöiö Bjórglös aföllum stœrðum oggerðum Veigar í flottum krúsum Þótt bjór sé alltaf góður einn og sér, hvort heldur sem er í dósinni eða í plastglasi, þá er alltaf gaman að drekka góðar veigar í fallegum glösum. Það er einhvern veginn meiri stemmning að drekka bjór úr fallegu glasi. Bjórglös eru allavegana en ekki bara þokkafullar og miklar krúsir eins og var áður fyrr. Blaðið skoðaði nokkur falleg glös sem hæfu bjórdrykkju. Ritzenhoff glösin eru alltaf töff og ekki er þetta síðra. Hentar fyrir allra hörðustu bjórdrykkjumennina og er gert af Zep, 2004. Glasið fæst í Casa í Síðumúla 24 og kostar 1890 með fimm glasamottum. Bjórglas þetta heitir Flame d'amore enda má sjá eldglæringar upp með glasinu. Þetta er því einkar hentugt glas fyrir fjör- uga og fágaða bjórdrykkju. Glasið fæst í Kristal og postulín að Bæjarlind 1-3 og kostar 2500 krónur. Venjulegt en flott bjórglas sem hentar öllum bjórtegundum og alls kyns mann- tegundum. Glasið tekur mikinn bjór og þvi getur gamanið hafist. Hægt er að kaupa 6 glös í kassa á 2500 krónur í Hús- inu í Kringlunni. Skemmtilegt Ritzenhoff glas sem er öðru vísi bjórglas fyrir alls konar fólk. Glasið er listrænt og gert af Michal Shaler, 2005. Þetta sniðuga bjórglas má finn í Casa í Síðumúla 24 og það kostar 1890 krónur með fimm glasamottum. Ótrúlega flott rautt glas sem gerir bjór- drykkjuna miklu skemmtilegri en ella. Glasið þokkafulla kostar 990 krónur í Húsinu í Kringlunni.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.