blaðið - 06.10.2005, Side 30
30 I ÍPRÓTTIR
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 blaöiö
Körfubolt-
inn byrjar
um helgina
Þá geta körfuknattleiksunnend-
ur tekið gleði sína á ný. Körfu-
boltavertíðin hefst formlega
á sunnudaginn. Þá fara fram
hinir árlegu leikir íslandsmeist-
ara og bikarmeistara í karla- og
kvennaflokki. 1 kvennaflokki
mætast íslandsmeistarar Kefla-
víkur og bikarmeistarar Hauka.
Sá leikur er klukkan 17.00
og klukkan 19.15 hefst leikur
íslandsmeistara Keflavíkur og
bikarmeistara Njarðvíkur í
karlaflokki. Báðir leikirnir fara
fram í íþróttahúsinu í Keflavík
og að vanda er keppt um sæmd-
arheitið Meistarar Meistaranna.
Forystumenn Körfuknattleiks-
sambands íslands hafa um
margra ára skeið gefið allar
tekjur af þessum leikjum tfl góð-
gerðarmála og í ár er engin und-
antekning þar á. Að þessu sinni
er það Foreldrafélag barna
með axlarklemmu sem verður
styrkt af körfuboltamönnum.
Félagið er innan Umhyggju en
undanfarin ár hafa félög innan
þeirra samtaka fengið styrki
frá körfuboltamönnum sem er
hið ágætasta mál og glæsflegt
framtak hjá Körfulaiattleiks-
sambandi íslands. Mörg önnur
sérsambönd mega taka þá sér
til fyrirmyndar í þessum efnum.
F'átbolti
ESB er með kceru á hendur ensku úrvalsdeildinni:
Hver fær réttinn á enska boltanum 2007-2010?
Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu
er eitthvert vinsælasta íþróttaefni
sem völ er á í heiminum í dag og
þar er heldur betur bitist um sýn-
ingarréttinn í sjónvarpi frá leikjum
í ensku úrvalsdeildinni. Sky-sjón-
varpsstöðin hefur verið með einka-
rétt á Bretlandseyjum með sýningar
frá leikjunum. Hér á landi eru leikir
sýndir á Enska Boltanum sem er sér-
stök stöð ætluð ensku úrvalsdeild-
inni.
Nú er komið upp mál á Englandi
þar sem kapalstöðin NTL er búin að
kæra ensku úrvalsdeildina til ESB
(Evrópusambandsins) og krefst þess
að engin sjónvarpsstöð megi einoka
sýningar frá leikjum í ensku úrvals-
deildinni. NTL, sem nýlega tók yfir
Telewest kapalstöðina, er orðin sú
öflugasta á Bretlandseyjum í heimi
kapalstöðvanna. Sky-sjónvarpsstöð-
in er þó miklu stærri og í raun þrisv-
ar, ef ekki fjórum sinnum stærri en
NTL. Áskrifendur af Sky eru um 8
milljónir heimila af 19 milljónum
sem segir meira en margt annað
um stærð SKY. Hvað sem stærð og
öðru líður verður kæra NTL tekin
fyrir af ESB á næstunni en ekki er
vitað hvenær það gerist. Ef ESB úr-
skurðar NTL i vil, má reikna með
að verð á enska boltanum hríðlækki
og þar með lækka tekjur félaganna
til muna, sem og laun leikmanna
þannig að dominos-áhrifin yrðu
allsráðandi í þessu máli. Ef ESB úr-
skurðar NTL í vil, þá sjá menn einn-
ig að fleiri réttindamál fari sömu
leið, nægir í þvi sambandi að nefna
Meistaradeildina í knattspyrnu, Evr-
ópukeppni landsliða, Heimsmeist-
arakeppnina og Formúlu 1 kappakst-
urinn. Þetta eru aðeins örfá dæmi.
wbbiiibw*
jNttsnwioGKwn,
HPI Savage fjarstýrður bensínbíll.
Fáanlegur með þremur vélastærðum 3,5,4,1 og 4,6cc.
Tómstundahúsið
Nethyl 2,
sími 5870600,
www.tomstundahusid.is
m
í * Í
LIÐIÐ MITT
í KVÖLD KL. 20.00
Ábyrgð þeirra hjá ESB sem koma
til með að úrskurða um þetta mál
er því mikil og í raun mun meiri
en maður gerir sér grein fyrir í upp-
hafi.
Magnús Ragnarsson sjónvarps-
stjóri Islenska sjónvarpsfélagsins
sem rekur Skjá 1 og Enska Boltann
hafði þetta að segja um kæru NTL á
hendur ensku úrvalsdeildinni.
„Þetta er ekkert nýtt mál. Það hef-
ur lengi verið áhugi Eftirlitsstofnun-
ar ESB á þessu efni. Besta myndlík-
ingin er HM 2010 en þar verður sent
út á ríkisstöðvum. Það virðist vera
sveifla í þá átt að líta á þessa hluti
sem rétt almennings. Það er við-
skiptasjónarmið í þessu öllu og þar
takast á menn um réttindi almenn-
ings og síðan viðskiptalegu sjónar-
miðin þar sem peningamennirnir
eru.
Þetta mál snýst eins og stendur að-
allega um Bretland, Sky gegn NTL,
eins og staðan er í dag en við verðum
bara að bíða og sjá til. Við erum að
tala um 2007-2010 í þessu sambandi
og það eru heil tvö ár í það,“ sagði
Magnús Ragnarsson sjónvarpsstjóri
íslenska sjónvarpsfélagsins sem rek-
ur Skjá 1 og Enska Boltann.
En hvaða áhrif getur þetta haft á
ísland? Blaðið hafði samband við
Björn Sigurðsson dagskrárstjóra hjá
Skjá 1 um þetta mál?
„Ef úrskurðurinn verður NTL í vil
þá hefur þetta áhrif hér á landi 2007-
2008. Þessi pakki, 2007-2010 verður
boðinn út eftir um það bil ár. Úr-
skurður ESB kemur til með að liggja
fyrir áður en þetta verður boðið út, “
sagði Björn.
„Þetta gæti haft þau áhrif að það
verði mun erfiðara að láta enska bolt-
ann standa undir sér, það er að segja
ef verðið verður það sama. Þetta get-
ur líka haft þau áhrif að ekki verði
hægt að sinna boltanum eins vel og
gert er til dæmis í dag.
En hvað með dominosáhrifin?
„Þetta getur haft áhrif mjög víða, á
leikmenn, tekjur félaga og margt
annað. Miðaverð á leiki kemur
örugglega til með að hækka veru-
lega og svo framvegis,“ sagði Björn
Sigurðsson dagskrárstjóri Skjás 1 í
samtali við Blaðið um hvaða áhrif
allt þetta réttindamál í ensku úrvals-
deildinni gæti haft á ísland.
Úrskurðar ESB verður því væntan-
lega beðið með mikilli eftirvæntingu,
ekki bara áhugamanna um iþróttir
almennt, heldur einnig þeirra sem
sjá um peningamálin hjá íþróttafé-
lögum sem og atvinnumönnum í
íþróttum. Ábyrgð ESB-manna er
því mikil í þessu vandasama máli.B
Aganefnd KSI hefur enn
að í máli 7 leikmanna 2. flokks Víkings
7. september síðastliðinn fór fram
leikur Víkings og KA í úrslitum
C-deildar í 2. flokki karla á íslands-
mótinu í knattspyrnu. Leikurinn
fór fram á heimavelli Víkings en
fyrri leikur liðanna fór fram viku
fyrr á Akureyri en þar unnu Norðan-
menn 3-0. Seinni leikurinn var mjög
harður og dómari leiksins, Ólafur
Kjartansson, hafði í nógu að snúast.
Hann rak meðal annars einn leik-
mann Víkings af velli á 78. mínútu
en alls lyfti Ólafur gula spjaldinu
12 sinnum í leiknum og því rauða
einu sinni. Leiknum lauk með sigri
Víkings 2-0 og það nægði KA til að
komast upp í B-deild. Á leiðinni inn
i búningsklefa varð allt vitlaust svo
vægt sé til orða tekið því þar veittust
menn allharkalega að Ólafi dómara
og lauk þessu með því að hann gaf
6 leikmönnum Víkings til viðbótar
rauða spjaldið. Málið er litið alvar-
legum augum og því ætluðu margir
að aganefnd KSÍ ætti að vera búin að
taka það fyrir. Svo er ekki og menn
spyrja afhverju ekki? Blaðið hafði
samband við höfuðstöðvar KSÍ
en þar varð til svara Birkir Sveins-
son starfsmaður sambandsins til
margra ára.
„Það tafðist aðeins þetta mál vegna
vanhæfni nokkurra nefndarmanna
aganefndar sem tengdust aðilum
málsins og- að auki voru nokkrir
úr aganefndinni staddir erlendis
um tíma. Hinsvegar verður farið á
fullt í þetta mál á næstu dögum og
úrskurður mun liggja fyrir innan
skamms,“ sagði Birkir Sveinsson
starfsmaður Knattspyrnusambands
íslands um aganefndarmál sem lýt-
ur að 7 leikmönnum 2.flokks Vík-
ings í karlaflokki sem fengu rauða
spjaldið i leik og eftir leik gegn KA
fyrir um mánuði síðan.
Það má fastlega reikna með að
einhver eða einhverjir leikmanna
2.flokks Víkings fái þunga refsingu
hjá aganefndinni því svona nokkuð
á ekki að líðast i íþróttum. ■
Guðmundur var ráðinn til Blika
Það fór svo á endanum að Guð-
mundur Magnússon var ráðinn
þjálfari meistaraflokks kvenna hjá
Breiðablik í knattspyrnu. Þetta var
ákveðið á fundi knattspyrnudeild-
ar Breiðabliks að kveldi þriðjudags.
Guðmundur hefur þjálfað hjá Breiða-
bliki undanfarin 5 ár með mjög góð-
um árangri og er einn sigursælasti
þjálfari félagsins. Hann er 30 ára
íþróttakennari en hann útskrifað-
ist frá íþróttakennaraskólanum á
Laugarvatni 1998. Þar hafði hann
fótboltaþjálfun sem valgrein. Guð-
mundur hefur UEFA-B-þjálfararétt-
indi aukþess að hafa 5-stigs þjálfara-
menntun frá KSÍ. Guðmundur á um
það bil 200 meistaraflokksleiki með
einum fjórum liðum, Haukum, Hug-
inn, Hetti frá Egilsstöðum og Þrótti
Neskaupstað.
Guðlaug Jónsdóttir var svo ráð-
in aðstoðarþjálfari Guðmundar
hjá Breiðabliki. Guðlaug er einn
leikreyndasti leikmaður íslenskrar
kvennaknattspyrnu með 50 A-lands-
leiki og 154 leiki í efstu deild kvenna
og skorað 77 mörk í þeim leikjum.
Þá var Björn Björnsson einnig ráð-
inn aðstoðarþjálfari meistaraflokks
kvenna hjá Breiðabliki en Björn
verður þjáifari 2. flokks kvenna eins
og síðastliðið sumar. Það verða því
tveir aðstoðarþjálfarar hjá meistara-
flokki kvenna hjá Breiðablik í knatt-
spyrnu sem verður að teljast harla
óvenjulegt.
Guðmundur Hreiðarsson hefur
verið ráðinn markmannsþjálfari
hjá Breiðabliki, bæði fyrir 2.flokk
og einnig meistaraflokk kvenna en
Guðmundur var í þessu starfi í sum-
ar með mjög góðum árangri. Marg-
ur knattspyrnusérfræðingurinn
hefur látið hafa eftir sér að Þóra B.
Helgadóttir aðalmarkvörður Breiða-
bliks hafi aldrei verið betri en ein-
mitt í sumar. ■
Böddi Bergs tekur á móti stuðningsmönnum ensku liðanna sem skeggræða um
leikmenn, væntingar og drauma ásamt því að fjalla um gullaldarár hvers liðs.
TRYGGÐU PÉR ÁSKRIFT
í SÍMA 800 7000, Á WWW.ENSKI.IS
EÐA í NÆSTU VERSLUN SÍMANS.
EIISHI $
B O LT I N