blaðið - 06.10.2005, Side 32
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 blaðiö
321
Saga sérstœðs
einstaklings
Bókaútgáfan Bjartur hefur sent frá
sér bókina Barndómur eftir Nóbels-
verðlaunahafann J.M. Coetzee. Verk-
ið geymir svipmyndir frá uppvaxt-
arárum höfundar í Suður-Afríku.
Þýðandi bókarinnar er Rúnar Helgi
Vignisson en hann hefur áður þýtt
skáldsöguna Vansæmd eftir sama
höfund.
„Það er margt sem gerir þessa
sjálfsævisögu athyglisverða,“
segir Rúnar Helgi. „Fyrir það
fyrsta er hér um sérstæðan ein-
stakling að ræða. Maður þarf
ekki að lesa lengi til þess að
sjá að hinn ungi Coetzee er
óvenjulegt barn, hefur önnur
áhugamál en hin börnin og f j
lítur tilveruna þess vegna
öðrum augum. Þarna eru
kostulegar lýsingar á ýms-
um uppátækjum hans og
svo er að sjá sem hann
fegri ekkert. Og þar kem mtr
ég að öðru atriði sem ger-
ir bókina athyglisverða,
það er þetta hispursleysi
í frásögninni sem gerir það að verk-
um að manni finnst hann segja
sannleikann umbúðalaust. Það er
líka afar fróðlegt að fá innsýn í þjóð-
félagsaðstæður þessa tíma og svo er
Coetzee náttúrulega stílsnillingur,
skrifar hnitmiðaðan og tæran texta
sem unun er að lesa. Maður hefur
aldrei á tilfinningunni að hann láti
vaða á súðum, heldur viti hann upp
á hár hvað hann er að gera.“
Óvæntur kaupbætir
Frásögnin er í þriðju persónu,
hvernigfinnstþér sú aðferð ganga
upp?
„Þetta er vissulega óvenjuleg að-
ferð, flestar sjálfsævisögur eru sagð-
ar í fyrstu persónu. Með því að segja
sögu sína í þriðju persónu gerir Co-
etzee sjálfan sig að sögupersónu, rétt
eins og hann sé að skrifa skáldsögu.
Þetta gæti í fljótu bragði virst vera
mótsögn við þá eindrægni
sem ég tal-
aði um áð-
an, en mín
tilgáta er
f sú að þetta
auðveldi
Coetzee að
segjaþaðsem
hann þarf að
segja. Hann
hefur klippt
á naflastreng-
inn milli sín og
unga drengsins
og svo er að sjá
sem hann skoði
hann utan frá.
Hann virðist
með öðrum orðum losna við þá til-
hneigingu til sjálfsritskoðunar sem
ég ímynda mér að fylgi skrifum af
þessu tagi. Jafnframt losnar hann
við tilfinningasemi og þess vegna
verður sagan þegar best lætur svo
áhrifamikil að maður gripur and-
ann á lofti. Það er til dæmis með
ólíkindum hvernig hann skrifar um
föður sinn.“
Endurspeglar þessi saga að ein-
hverju leyti sögu Suður-Afríku?
„Á yfirborðinu er þetta uppvaxtar-
saga stráks á aldrinum 10-13 ára og
það er fyllilega hægt að njóta hennar
þannig. En þegar maður fer að skoða
Barndóm betur, atburðina sem hafa
áhrif á líf fjölskyldunnar og baksvið
frásagnarinnar almennt, kemur í
ljós að bókin endurspeglar ekki bara
þá nútíð sem hún lýsir heldur glittir
líka í stóran hluta af sögu Suður-Afr-
íku eins og ég rek í eftirmála. Þetta
er eiginlega óvæntur kaupbætir sem
sýnir hversu örlög okkar sem ein-
staklinga eru rækilega samofin sam-
félögunum sem við lifum í. Raunar
sannast þarna líka það sem Faulkn-
er sagði einu sinni að fortíðin væri
ekki dauð, svo mikil áhrif hefur
fortíð Suður-Afríku á uppvöxt hins
unga Coetzees."
Botnlaus nautn
Hvert er mat þitt á Coetzee sem
rithöfundi?
„Coetzee er stór höfundur sem
skrifar yfirleitt stuttar og hnitmiðað-
ar bækur. Af einhverjum ástæðum
er það mér mikið ánægjuefni að slík-
ur höfundur skuli hafa fengið Nób-
elsverðlaunin í bókmenntum," segir
Rúnar og kímir.
Þú hefur mikið fengist við þýð-
ingar, það er ekki vel launað starf.
Erþetta vanþakklátt starf?
„Það finnst mér ekki. Ég fæ mjög
mikla svörun við þýðingum mínum.
Sumar hafa líka selst ágætlega og
svo sé ég á útlánayfirlitum bókasafn-
anna að flestar þeirra eru töluvert lán-
aðar út, jafnvel árum saman. Hitt er
svo annað að ég gæti aldrei leyft mér
að leggja svona mikla alúð við þýð-
Rúnar Helgi Vignisson.„En að öllu gamni slepptu finnst mér ég lika vera að vinna mikil-
vægt starf í þágu íslenskrar menningar og heimsmenningarinnar með því að þýða góð
bókmenntaverk."
ingarnar ef ég nyti ekki starfslauna
úr Launasjóði rithöfunda. Góð þýð-
ing er nefnilega ekki bara spurning
um hæfileika og færni, hún er líka
spurning um tima og úthald. Sem er
aftur ástæðan fyrir því að ég stunda
íþróttir af kappi,“ segir Rúnar og
hlær. „En að öllu gamni slepptu
finnst mér ég líka vera að vinna mik-
ilvægt starf í þágu íslenskrar menn-
ingar og heimsmenningarinnar með
því að þýða góð bókmenntaverk. Ég
er að brúa bil milli menningarheima
og tungumála. Aðalatriðið er þó
kannski að þýðingarnar eru sjálfum
mér botnlaus nautn og næra þar að
auki mín eigin skrif.“ g
From ma ofdutafy...
...lo thc cxfra ortíínary
Pantið núna
Frábær verslunarmáti
...and ovetything In betwecn!
Yfir 3600 fleiri
vöruflokkar
www.argos.co.uk
“,ww-Mdífoásdrre-“”«
oo.uk
B. Magnússon
Austurhrauni 3,Gbæ s: 555-2866
www.bmagnusson.is bm@bmagnusson.is
Opið virka daga 10-18 (augardaga 11-14
ERUM AÐ TAKA UPP NÝJAR VÖRUR í VERSLUN
gorenje ÖRBYLGJUOFN
Verð kr. 9.900
Áður kr. 15.500
RÖNNING
Borgartúni 24 | Reykjavík | Sími: 562 4011 | Óseyri 2 | Akureyri | Sími: 460 0800
Kona með spegil
Svava Jakobsdóttir og verk hennar
JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér bókina
Kona með spegil - Svava Jakobsdóttir
og verk hennar í ritstjórn Ármanns Jak-
obssonar.
Svava Jakobsdóttir kvaddi sér fýrst
hljóðs á sjöunda áratugnum og hefur
síðan verið í ffemstu röð íslenskra rit-
höfunda. Þar skiptir ekki síst máh ein-
faldur en áleitinn stíll hennar, sérstök
nálgun við umfjöllunarefni og einstakt
innsæi í mannlegar tilfinningar og ís-
lenskt samfélag.
Verk Svövu lifa með þjóðinni eins og
þessi bók er til vitnis um. Fræðimenn
fjalla um feril hennar frá ýmsum sjón-
arhornum. Skyggnst er undir yfirborð-
IVK-W
t
SVAVA
jakobsoóttiR
OGVERTMENnaR
ið og meðal annars ht-
ið á tengsl skáldsagna
Svövu við aðra texta,
rætt er um samband borgar og náttúru
í verkum hennar og fjallað er um goð-
sagnir sem hún glímir við í skáldskap
sínum. Þá er og meintur óhugnaður
verka hennar tekinn til umræðu.
í bókinni er einnig að finna æviágrip
og endurprentuð eru þrjú viðtöl við
Svövu frá ýmsum skeiðum ferils henn-
ar. Þá eru hér endurprentaðar þrjár
fræðigreinar Svövu sem ekki hefur áð-
ur verið safnað saman.
Mikil fjölbreytni einkenndi rithöf-
undinn Svövu Jakobsdóttur og hún
eignaðist marga aðdáendur bæði hér á
landi og erlendis sem mun þykja fengur
að þessari bók, en þann 4. október 2005,
voru75árliðinfráfæðinguhennar. ■
Grafarþögn
tilnefnd
til breskra
verðlauna
Nýlega var tilkynnt að skáldsaga
Arnaldar Indriðasonar, Grafarþögn,
væri tilnefnd til CWA Gold and Sil-
ver Dagger Awards. Þetta eru ein
virtustu sakamálasagnaverðlaun
heims og víða til þeirra vitnað. Til-
kynnt verður um úrslit í nóvember.
Þessar bækur eru tilnefndar til verð-
launanna:
Karin Fossum - Calling Out For You -
Friedrich Glauser - In Matto's Realm
Carl Hiaasen - Skinny Dip
Arnaldur Indridason - Silence of the
Grave
Barbara Nadel - Deadly Web
Fred Vargas - Seeking Whom He May
Devour ■
Metsöiulistinn allar bækur
^ Sudoku-bók1
Gideon Greenspan
2 Forðist okkur
Hugleikur Dagsson
j Straumhvörf
Þór Sigfússon
4 Skotgrafaravegur - kilja
Kari Hotakainen
5 I Guðrúnarhúsi
Ýmsir höfundar
6 Móðir 1 hjáverkum - kilja
Allison Pearson
? Da Vinci myndskreytt
Dan Brown
8 Dansað við engil - kilja
Ake Edwarson
9 Friðland - kilja
Liza Marklund
Englarog djöflar
Dan Brown
Listinn er gerður út frá sölu dagana 28.09.05 - 04.10.05 (
Bókabúöum Málsog menningar, Eymundsson og Pennanum