blaðið - 06.10.2005, Side 37
blaöið FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005
DAGSKRÁI 37
Fjölmiðlar
^jóivisvEiri^
Húsfundur á Alþingi
Ég hef litið á það sem hluta af skyldu
hins ábyrga borgara að fylgjast með
Eldhúsdagsumræðum frá Alþingi.
Þess vegna settist ég fyrir framan
sjónvarpið síðastliðið þriðjudags-
kvöld. Sennilega var ég í bjartsýnis-
kasti því ég efaðist ekki um að ég
yrði einhverju nær eftir umræðurn-
ar. Það fór nú ekki svo. Þarna voru
gamlar tuggur frá því í fyrra og ár-
inu þar áður og andleysi, jafnvel geð-
vonska, sveif yfir vötnum. Mér leið
eins og ég væri á húsfundi í blokk.
Þegar líða tók á umræður sá ég að
tekið var að fækka í þingsalnum.
Kom mér ekki á óvart. Ég hefði líka
gengið út hefði ég verið á staðnum.
Það furðulega er að flokkarnir
virðast enga grein gera sér fyrir því
hverjir eru þeirra bestu ræðumenn.
Hvar var Guðni Ágústsson? Ég hleyp
að sjónvarpstækinu í hvert sinn sem
Guðni Ágústsson opnar munninn.
Afar óvenjuleg viðbrögð af minni
hálfu þegar framsóknarmaður á
i hlut. Og hvar var Össur? Ég sá að
hann sat þarna en hann fékk ekki
að tala. Össur er eins og Guðni, upp
á sitt besta þegar hann fær að tala.
Þetta er ekki hægt að segja um alla
,ia cm firá dansgólfinul \/Ítl3.líllfl.ÍS
þingmenn. Flestir eru ekki beinlínis
þeirrar gerðar að mann langi til að
toga í þá og biðja þá um að auðga líf
manns með því að lýsa skoðunum
sínum.
Svo fór þetta eins og við var að
búast. Steingrímur J. stakk alla aðra
af. Mér fannst dálítið óþægilegt að
fyllast mestri aðdáun á þeim ræðu-
manna sem ég er hugmyndafræði-
lega mest ósammála. En það var eld-
móður hugsjónanna í þeim manni
þetta kvöld, eins og svo oft áður.
Hann fékk enga samkeppni - og þó.
Undir lokin kom Halldór Blöndal í
ræðustól, lék á alls oddi, og átti svo
baneitraða setningu að ég tók and-
köf. En af því að ég er í Samfylking-
unni er ekki við hæfi að ég hafi þá
setningu eftir.
kolbrun@vbl.is
21:00-23:00 23:00-00:00 00:00-6:00
21.15 Launréð (Alias IV) 22.00 Tfufréttir 22.20 Blygðunarleysi (1:7) (Shameless) Breskur myndaflokkur um systkini sem alast upp að mestu á eigin vegum í bæjarbiokk í Manchester. Meðal ieikenda eru James McAvoy, Anne-Marie Duff, Gerard Kearns, Joseph Furn- ace, David Threlfall og Corin Redgrave. Atriði 1 þáttunum eru ekki við hæfi barna. 23.1 S Aðþrengdar eiginkonur (7:23) (Desperate Housewives) OO.OOKastljósið 00.20 Dagskrárlok
21:15MileHigh (24:26) (Háloftaklúbburinn 2) 22:00 Curb Your Enthusiasm (9:10) 22:30 Silent Witness (4:8) (Þögult vitni) Spennandi sakamálaþættir þar sem meinafræðin gegnir lykilhiutverki. Bönnuð börnum. 23:25 Nemesis Game (Hættuspil) Háspennumynd. Sarah Novak er ómannblend- in námsmey. Fælni hennar kann að eiga sér skýringar en Novak er ekki öll þar sem hún er séð. Aðalhlutverk: Carly Pope, Adrian Paul, lan McShane, Brendan Fehr. Leikstjóri, Jesse Warn. 2003. Stranglega bönnuð börnum. 00:55 Summer Catch (Sumarást) Rómantísk gamanmynd. Ryan Dunne er kominn af lágstéttarfólki. Eina leið hans frá iila launaöri verkamannavinnu er að slá f gegn I hafnabolta. Aðalhlutverk: Freddie Prinze Jr., Jessica Biel, Matt- hew Lillard. Leikstjóri, Michael Tollin. 2001. Leyfö öllum aldurshópum. 02:35 Kóngur um stund (11:16) 03:05 Fréttir og Island í dag 04:25 Islandíbítið 06:25 Tónlistarmyndbönd frá Popp TlVi
21:00 Will&Grace __ Bandariskir gamanþættir um skötuhjúin Will og Grace og vini þeirra Jack og Karen. Will á afmæli og hann fær heldur betur skrýtna gjöf frá kærastanum. 21:30 The King of Queens 22:00 House 22:50 Jay Leno 23:35 America's NextTop Model IV (e) 00:30 Cheers - 7. þáttaröð (e) 00:55 Þak yfir höfuðið (e) 01:05 Óstöðvandi tónlist
21:00 Portsmouth Newcastlefrá 01.10 23:00 Fulham - Man. Utd frá 01.10 101:00 Blackburn - WBA frá 01.10 IflÍ 03:00 Dagskrárlok
21.30 Weeds (1:10) (You Can't MissThe Bear) Eftir að eiginmaður hennar deyr snögglega iendir húsmóðirin, Nancy Botwin í miklum fjárhagsvand- ræðum. 22.00 Kvöldþátturinn 22.30 So You ThinkYou Can Dance (1:13) Framleiðendur American Idol eru komnir hér með splunkunýjan raunveruleikaþátt þar sem þeir lelta að besta dansara Banarlkjanna. Þættirnir slógu rækilega í gegn í Bandarlkjunum I sumar. 00.15 David Letterman 01.05 Friends 3 (22:25) 01.30 Kvöldþátturinn
21:00 NFL-tilþrif Svipmyndir ur leikjum helgarinnar. 21:30 Fifth Gear (I fimmta gír) Breskur bilaþáttur af bestu gerð. 22:00 Olíssport 22:30 2005 AVP Pro Beach Volleyball Strandblak kvenna og karla er íþróttagrein sem nýtur vaxandi vinsælda og dregur að sér fjölda áhorfenda. 23:30 A1 Grand Prix (Heimsbikarinn í kapp- akstri) ítarleg umfjöllun um heimsbikarinn í kappakstri.
Randy barþjónn hefur því séð margt um dagana en kvöldið sem hann hittir hina kynþokkufullu Jewel breytist allt. Aðalhlutverk: LivTyler, Matt Dillon, John Goodman, Paul Reiser, Michael Douglas. Leik- stjóri, Harald Zwart. 2001. Bönnuö börnum. 22:00 Route 666 (Þjóðvegur 666) Hasar- og hryllingsmynd. Hér segir frá sakamanni sem upplýsti um gjörðir mafíunnar og nýtur vitnaverndar. Aðalhlutverk: Lou Diamond Phillips, Lori Petty, Steven Williams, Dale Midkiff. Leikstjóri, William Wesley. 2001. Stranglega bönnuð börnum. 00:00 Allen 3 (Geimveran 3) Hrollvekja um hörkukvendið Ripley og ævíntýri hennar. 02:00 The Prophecy 3 (Refsiengill) Aðalhlutverk: Christopher Walken. Stranglega bönnuð börnum. 04:00 Route 666 (Þjóðvegur 666) Hasar- og hryllingsmynd. Stranglega bönnuð börnum.
■ Eitthvað fyrir...
Sjónvarpið, Latibær, kl. 18.30
Sjónvarpið sýnir nú þættina um Lata-
bæ þar sem íþróttaálfurinn, Glanni
glæpur, Solla stirða og aðrir íbúar
Latabæjar lenda í ótal skemmtilegum
ævintýrum. Solla kemur til Latabæj-
ar og hittir þar fyrir skrautlegan hóp
barna og fullorðins fólks, þar á með-
al latasta ofurþrjót í heimi, sjálfan
Glanna glæp. Það er Sollu til happs að
í Latabæ býr líka hinn fríski og fjörugi
íþróttaálfur sem fer í loftköstum um Latabæ og hjálpar Sollu að velja alltaf
þá kosti sem stuðla að heilbrigðu líferni en láta óhollustuna eiga sig. I Lata-
bæjarþáttunum er teflt saman tölvumyndum, brúðum og lifandi leikurum.
Þar eru sagðar sprellfjörugar og skemmtilegar sögur og boðskapurinn er sá
að öll börn geti náð árangri í því sem þau taka sér fyrir hendur, ef þau leggja
sig fram. Þættirnir hafa verið sýndir í Bandaríkjunum og víðar erlendis um
nokkurt skeið og notið mikilla vinsælda. Þættirnir eru textaðir á síðu 888 í
Textavarpi.
...spjallara
Sirkus, Kvöldþátturinn, kl.22.00
Beinskeyttur spjall- og skemmtiþáttur þar
sem viðburðir dagsins eru hafðir að háði og
spotti. Stjörnur og afreksfólk af öllum svið-
um samfélagsins koma í viðtöl og verða spurð
spjörunum úr. Kvöldþátturinn veltir sér upp
úr undarlegum hliðum á þjóðfélagsmálunum
og tíðarandanum og er með fingurinn á púls-
inum á skemmtanalífinu. í anda vinsælla er
lendra kvöldþátta, eins og Dailyshow og the Late Show. Stjórnandi þáttarins
er Guðmundur Steingrímsson.
...flðrtara
Skjár i,íslenski bachelorinn kl. 20:00
Þjóðin hefur beðið með óþreyju eftir þessum fýrsta þætti
þar sem í ljós kemur hver stendur uppi sem hinn eini
sanni piparsveinn. Saumaklúbbar landsins geta sett sig
í stellingar því í þættinum mun piparsveinninn í fyrsta
skipti hitta stúlkurnar sautján. Þá strax um kvöldið mun
dramatíkin taka völdin þegar fyrsta rósaathöfnin fer
fram þar sem fimm stúlkur verða látnar fara. Stúlkurnar
þurfa því heldur betur að leggja sig fram um að fanga at-
hygli herrans ef þær vilja ekki fjúka strax í fyrstu atrennu.
Stærsta ævintýri í íslensku sjónvarpi er um það bil að hefj-
ast og um að gera að fylgjast með frá upphafi.
Wrapmaster
Skammtari fyrir ál-og plastfilmur
Klippir álfilmur og plast
35% sparnaður
Ódýrari áfyllingar
Má setja í uppþvottavél
Afar auðvelt í notkun
Kynningarverð aðeins kr.
1.690.
Kynning í FIARDARKAUP
fímmtudag og föstudag
DANCO
engar flækjur ekkert vesen..
HEILDVERSLUN
Sími: 575 0200 Fax: 575 0201 dancoðdanco.ís www.danco.is