blaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 blaöiö Fjölmiðlafrumvarp Vantrúaður á löggjöf um réttan fréttaflutning - segirforsœtisráðherra áfyrsta reglulega blaðamannafundi sínum. Tillögurfjölmiðlanefndar lagðar til grundvallar nýju frumvarpi. Neyðaraðstoð til Pakistan Ríkisstjórn íslands ákvað á stjórnarfundi í gærmorgun að veita rúmlega 18 milljónum króna til aðstoðar á hamfara- svæðunum í Pakistan. Upphæð- inni mun verða skipt jafnt á milli Rauða Krossins, Matvæla- áætlunar Sameinuðu þjóðanna og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Stefnt er að því að hjálparstofnanirnar fái fjármun- ina eins fljótt og auðið er. í gær samþykkti einnig Atlantshafs- bandalagið að senda flugvélar með hjálpargögn til Pakistans. Ekki staðið við kjarasamninga Á fundi stuðningsfulltrúa og félagsliða sem vinna með fötl- uðum er haldinn var n.október sl. var lýst yfir vonbrigðum með að atvinnurekendur hafi ekki enn staðið við ákvæði síðustu kjarasamninga þar sem kveðið er á um að þeir eigi að fá fatapeninga. I ályktun fundarins segir ennfremur að um árabil hafi stuðningsfúll- trúar og félagsliðar fallist á að nýta ekki hlífðarfatnað við vinnu sína að ósk stjórnenda og aðstandenda þjónustunot- enda með það markmið að draga úr stofnanablæ og gera vinnustaði þannig heimilislegri. Þetta hafi haft kostnað í för með sér fyrir starfsmenn og því hafi það verið samþykkt í sfðustu kjarasamningum að þeir fengju sérstakan fatapen- ing til að mæta þeim kostnaði. Það hafi hins vegar stjórnendur ekki staðið við og því skorar fundurinn á félagsmálaráð- herra að hann sjái til þess að stofnanir sem undir hann heyra standi við gerða samn- inga. Þá kemur einnig fram í ályktuninni að ekki sé um háar upphæðir að ræða eða innan við 1500 krónur á mánuði. Leiðrétting frá SAF Samtök ferðaþjónustunnar sendu f gær frá sér leiðréttingu en rangt var farið með breyting- ar á gjaldeyristekjum í útreikn- ingum samtakanna. 1 fréttabréfi samtakanna var því haldið fram að gjaldeyristekjur hefðu lækkað um 24% fyrstu sex mán- uði ársins miðað við sama tíma- bil í fyrra en hið rétta er að þær lækkuðu eingöngu um 0.66%. Halldór Ásgrímsson, forsætisráð- herra, er vantrúaður á að unnt sé að setja lög, sem komi í veg fyrir að réttu máli sé hallað í fjölmiðlum. „Ég hef enga trú á því að það sé hægt að setja löggjöf sem tryggi það að fjöl- miðlar dragi upp rétta myndsagði forsætisráðherra á blaðamanna- fundi í gær, en tilefnið voru ummæli hans í viðtali við Blaðið síðastliðinn föstudag, þar sem hann sagði nauð- synlegt að setja reglur um starfsemi fjölmiðla, enda væru mörg dæmi um að fjölmiðlar hefðu dregið upp ranga mynd. Þetta kom fram í máli Halldórs á fyrsta reglulega blaðamannafundi ráðherrans, sem hann boðaði til í Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson formaður Rithöfundasambands íslands sagðist ekki svara spurning- um um málið. Hann sagði að sam- bandið hefði þegar svarað Hannesi en vildi ekki tjá sig nánar um það svar. „Spurðu Hannes út í það svar, því við svörum bara okkar félags- mönnum en ekki blöðunum. Þetta er bréf frá honum til okkar, við svör- uðum honum og þannig er það bara. Þegar haft samband við Hannes var hann nýbúinn að sjá svar sambands- ins. „Rithöfundasambandið hafnaði erindi mínu á þeim forsendum að ágreiningi okkar Jóns væri ekki lok- ið. Stjórnin telur því ekki ástæðu til þess að álykta um málið.“ Hannes segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með svarið. „Mér finnst nægilega mikið hafa komið fram til þess að rithöfundar ættu að veita mér stuðn- ing. Aðalatriði málsins er hvort hægt sé að draga íslenska rithöfunda fyrir dómstóla í öðrum löndum þar sem hömlur á tjáningafrelsinu eru miklu meiri en á íslandi." Arna Schram formaður Blaða- mannafélagsins sagðist vera nýkom- in til landsins og hefði því ekki getað brugðist fyrr við umleitunum Hann- esar. Hún sagðist hafa spurt Hannes Ráðherrabústaðnum. Halldór sagði við upphaf fundarins að hann hygð- ist halda slíka fundi með blaðamönn- um mánaðarlega. Halldór kvaðst þeirrar skoðunar að ekki væri hægt að tryggja alla hluti með lögum. Það hlyti hins veg- ar að vera kappsmál allra, ekki síst þeirra sem störfuðu á fjölmiðlum, að sú mynd sem þar væri dregin upp væri sem réttust. Ráðherrann kvaðst hafa átt við- ræður við menntamálaráðherra um væntanlegt fjölmiðlafrumvarp og hafi niðurstaða þeirra verið sú að það skuli byggt á niðurstöðum fjöl- miðlanefndar, enda hafi þar náðst þverpólitísk samstaða. í fyrradag út í ákveðið atriði í bréfi hans en efnislega hafi bréfinu ekki verið svarað. Arna sagði ennfremur að erindi Hannesar yrði tekið fyrir „Þar eru ýmis atriði sem ég held að allir komi til með að fagna, til dæm- is atriði sem treysta betur sjálfstæði ritstjórna svo nokkuð sé nefnt.“ Halldór var spurður út í tillög- ur fjölmiðlanefndar um hömlur á eignarhald fjölmiðla, en þar var lagt til að næði fjölmiðill tiltekinni út- breiðslu mætti enginn eiga meira en 25% í honum. Hann kvaðst telja að þar hefði meðalhófs verið gætt. „Ég tel að það sé mikilvægt að fjölmiðlar séu í dreifðri eignaraðild og menn liggi ekki undir þeim grun að þeir starfi undir áhrifum frá eigendum sínum,“ sagði Halldór. ■ á næsta stjórnarfundi Blaðamanna- félagsins sem þó hefði ekki enn ver- ið tímasettur. ■ Mál Jónínu þingfest í gær Mál Jónínu Benediktsdóttur gegn Fréttablaðinu og Kára Jónassyni ritstjóra var þing- fest fyrir héraðsdómi í gær. Málið er höfðað til þess að fá staðfestingu á lögbanni á birtingu einkabréfa Jónínu og töku þeirra úr vörslu Fréttablaðsins. Jónína krefst 5 milljóna í miskabætur, og að ákærðu greiði málskostnað ásamt því að verða dæmdir til ítrustu refsingar samkvæmt ákvæðum hegningarlaga. Eimskip tekur við Herjólfi Samkomulag var undirritað í gær þess efnis að Eimskip taki við rekstri Vestmannaeyjaferj- unnar Herjólfs, en Samskip hefur rekið ferjuna undanfar- in ár. Fyrsta ferð er áætluð 2. janúar 2006. Að sögn Hauks Más Stefánssonar forstöðu- manns skiparekstrardeildar verða engar stórar breytingar á rekstrinum.„Við munum þó fjölga ferðum um 50 á ári með því að sigla tvisvar sinnum á laugardögum í stað einnar ferðar áður.“ Samningurinn er til fimm ára en möguleiki er á að framlengja hann um tvö ár. Slippurinn Akureyri tekur til starfa Nýtt fyrirtæki er risið úr rústum Slippstöðvarinnar á Akureyri sem tekið var til gjaldþrotaskipta á dögunum. Slippurinn Akureyri, er nafn fyrirtækisins og 45 fýrrverandi starfsmenn hófu störf þar í gær. Horfur eru á að fleiri bætist í hópinn en ekki er nákvæmlega vitað hvenær.„Við munum ein- beita okkur að því á næstunni að afla verkefna,“ segir Anton Benjamínsson framkvæmda- stjóri.„Fyrirtækið mun einbeita sér að endurbótum á skipum en í því erum við sterkastir." Anton sagðist þess fullviss að vel sé mögulegt að reka svona fyrirtæki með góðu móti á Akureyri. Eitt hundrað manns misstu vinnuna þegar Slippstöð- in lagði upp laupana og sagði Anton að sumir þeirra manna hafi þegar hafið störf annarsstaðar. Hannesi hafnað Hannes Hólmsteinn Gissurarson fór þess á leit við Blaðamannafé- lag íslands og Rithöfundasamband íslands að þau ályktuðu um meiðyrðamál Jóns Ólafssonar á hendur honum. Rithöfundasam- bandið hafnaði Hannesi ígœr en BÍ mun taka máliðfyrir á nœsta stjórnarfundi. Hannes H. Gissurarson er vonsvikinn með úrskurð Rithöfundasambandsins 19.995 Skeifunni 6 • Sími 533 4450 • www.everest.is PER5ÓNULEG PJDNU5TH, FRGLEG RRÐGJDF 0 Helðskírt 0 Léttskýjað Skýjað ) Alskýjað x- ^ Rigning, lítilsháttar m Rigning "> 1 Suld * Snjókoma siydda Snjóél Amsterdam 18 Barcelona 20 Berlfn 17 Chicago 13 Frankfurt 16 Hamborg 16 Helsinki 13 Kaupmannahöfn 15 London 17 Madrid 19 Maliorka 23 Montreal 08 New York 15 Orlando 24 Osló 12 París 18 Stokkhólmur 14 Þórshöfn 07 Vín 16 Algarve 21 Dublin 10 Glasgow 12 oc 1*0 40 '// 4 /// ip // / // 4" Veðurhorfur í dag kl: 18.00 Veðursíminn ÍÖ2 0600 Byggt á upplýsingum frá Veöurstofu íslands 0 2° '// / // "O 0 /// /// 3° ’b A morgun ,0 0 k 0 > 5 0° 1" J

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.