blaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 30
30 I ÍPRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 blaðiö Síðasti leikur Ásgeirs og Loga? I kvöld klukkan 17.30 að íslenskum tíma verður flautað til leiks hjá Sví- þjóð og íslandi í lokaleik þjóðanna í undankeppninni fyrir úrslitakeppn- ina sem fer fram í Þýskalandi á næsta ári. íslandi hefur ekki gengið vel í undankeppninni. Okkar menn hafa fengið aðeins 4 stig og eru að- eins tveimur stigum frá Möltu sem er í neðsta sæti riðilsins. Öll okkar stig í keppninni hafa komið gegn Möltu. Við unnum þá hér á heima- velli 4-1 en gerðum jafntefli við þá á útivelli. Islensku leikmennirnir mæta gríðarsterku liði Svíþjóðar í kvöld á Rásunda-leikvanginum í Stokkhólmi og það er uppselt á leik- inn. 38.000 manns ætla að skemmta sér konunglega því að Svíar búast við yfirburðum í leiknum í kvöld ekki síst í ljósi þess að Svíþjóð fór létt með Island í fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli og lokatölur urðu 1- 4. Þar skoraði Eiður Smári Guðjohn- sen mark Islands. Eiður Smári verð- ur ekki með í kvöld þar sem hann er í leikbanni og hið sama gildir um varnarmanninn sterka Hermann Hreiðarsson. Menn spyrja sig hvort leikurinn í dag sé sá síðasti sem Ásgeir Sigur- vinsson og Logi Ólafsson stjórna liði íslands. Þeir tóku við árið 2003 í leik gegn Færeyjum sem fór fram á Laug- ardalsvelli. Leikurinn endaði 2-1 fyr- ir ísland. Þetta er í annað sinn sem Logi kemur að þjálfun landsliðsins en Logi var einnig frá yfebrúar 1996 til n.júní 1997. Verða Logi og Ásgeir áfram? Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör og því er einnig farið í þetta sinn. Að minnsta kosti að svo stöddu. Margir segja að það velti töluvert á úrslitun- um í dag og hvernig liðið leiki en ís- lenska liðið hefur verið að spila ágæt- ist fótbolta á köflum í leikjum sínum að undanförnu. Úrslitin hafa að vísu ekki tikkað með okkur í mörgum leikjanna en liðið liggur ekki í vörn. Menn þora að halda boltanum og spila honum á samherja. Það eru kynslóðaskipti í liðinu og menn eins og Kári Árnason, Grétar Rafn Steins- son, Gylfi Einarsson, Hannes Þ. Sig- urðsson og fleiri eru menn sem eru að koma inn í landsliðið. Afhverju ekki að gefa Ásgeiri og Loga færi á að halda áfram? Já af- hverju ekki? Á bara að skipta um þjálfara, AF ÞVÍ BARA. Leyfum þeim að klára það verkefni sem þeir eru byrjaðir á. Tvö ár er að mínu mati ekki nægur tími með landslið- ið. Hér að neðan er árangur Ásgeirs og Loga með Landsliðið frá því að þeir tóku við yjúní árið 2003. Árangur Ásgeirs og Loga með íslenska A-landsliðið L U 3 T Mörk HM 9 1 1 7 13 24 EM 5 3 1 1 7 5 VL 9 2 3 4 12 15 Samtals 23 6 5 12 32 44 ÍSLAND líklegt byrjunarlið Leikkerfi 4-4-2 ____ i i "■ "■;■ \ t;ri" ■ Indriöi Siggi Jóns sterklega orðaður við Grindavík Miklar vangaveltur eru um hverjir þjálfa Landsbankalið Grindavíkur og Víkings á næstu leiktíð sem og í.deild- arliðs Fram. Nafn Sigurðar Jónssonar hefur oftar en ekki verið nefnt í sambandi við Fram en síðustu daga herma fregnir úr Grindavík að Milan Stefán Jankovich verði ekki áfram þjálfari þar á bæ og að Sigurður Jóns- son taki við. Samkvæmt heimildum Blaðsins eru taldar mjög miklar líkur á að Sigurður verði með Grindavík á næstu leiktíð. Sigurður hefur þjálfað Víking síðastliðin þrjú ár og tvisvar sinnum komið þeim upp í Landsbankadeildina en einu sinni fallið í í.deild. Varðandi Landsbankadeildarlið Víkings eru mörg nöfn á lofti. Vitað er að rætt hefur verið við Magnús Gylfason fyrrum þjálfara KR, Sig- urstein Gíslason sem tók við af Magnúsi hjá KR í sumar og Þorvald Ör- lygsson sem þjálfaði KA. Þá er, eins og áð- ur hefur komið fram hér í Blaðinu, menn innan raða Víkings sem vilja fá Loga 01- afsson sem næsta þjálfara. Framarar eru þjálfaralausir eftir að Ólafur Kristjáns- son hætti. Sigurður Jónsson hefur ver- ið sterklega orðaður við Fram að undanförnu en eftir fréttirnar frá Grindavík og Sigurð Jónsson eru taldar meiri líkur heldur en minni að Framarar hringi í Þorvald Örlygs- son sem lék á árum áður með Fram við góðan orðstír. Ekki er búist við að Framarar taki ákvörðun í sínu máli fyrr en í lok vikunnar. Aganefnd HSÍ tgœr: Leikmaður dæmdur í 6 mánaða keppnisbann Aganefnd Handknattleikssambands Islands kom saman í gær á sínum vikulega fundi en þar voru nokkur mál tekin fyrir. Hæst bar að leik- maður úr liði Þróttar úr Vogum á Vatnsleysuströnd, Engilbert Garð- arsson, var dæmdur í 6 mánaða keppnisbann. Engilbert missti sig í leik Þróttar Vogum og Stjörnunn- ar(2) í SS-bikarkeppninni og hótaði þar dómurum leiksins margsinnis og ítrekað þegar hann var sendur í sturtu. Dæmt var út frá reglugerð 9.5.4. hjá HSl í máli Engilberts en þar segir meðal annars að þar sé tekið á málum sem dómarar ná ekki yfir heldur geti mál sem höfðað geta til almennrar refsilöggjafar fyrir almennum dómsstólum. Aganefnd HSÍ úrskurðaði því Engilbert í 6 mánað keppnisbann. Þjálfari meistaraflokks karla hjá HK, Miglius Astrauskas, var úrskurðaður í tveggja leikja keppn- isbann vegna mjög óíþróttamanns- legrar framkomu við dómara eftir leik Selfoss og HK í deildinni. Ernir Hrafn Arnarsson, Aftureldingu, og Eimar Kruger, Fylki, voru úrskurð- aðir í eins leiks bann hvor fyrir að fá rauða spjaldið í leik liðanna fyrir skömmu. Njarðvík og Keflavík spáð titlinum Körfuknattleiksmenn komu saman til fundar í gær og spáðu fyrir um átökin á komandi keppnistímabili sem hefst á morgun. Deildarkeppn- in í karlaflokki heitir ekki lengur Intersportdeildin. 1 gær skrifaði körfuknattleikssambandið undir samning við Iceland Express fyrir bæði karla og kvennaflokk. Þetta er í fyrsta sinn sem KKÍ er með sama styrktaraðila í karla- og kvenna- flokki. Deildarkeppnin í vetur heitir því Iceland-Express-deildin, bæði í karla-og kvennaflokki. Samningur- inn við Iceland Express er til þriggja lceland Express-deild karla 1. Njarðvík 408 stig 2. Keflavík 389 stig 3. Grindavfk 365 stig 4.KR 325 stig 5. Skallagrímur 237 stig 6. Fjölnir 210 stig 7. ÍR 199 stig 8. ÞórAk. 197 stig 9. Haukar 183 stig lO.Snæfell 143 stig 11. Hamar/Selfoss lOOstig 12. Höttur 46 stig Ath. Hæst var hægt að fá 432 stig og lægst 36 stig ára og í honum eru ekki beinar pen- ingagreiðslur heldur er um úttektir á flugferðum fyrir landslið KKl að ræða. Forráðamenn KKÍ meta samn- inginn á um 7-8 milljónir fyrir hvert ár. Um er að ræða töluvert hærri og betri samning en KKÍ hafði við Int- ersport sem var styrktaraðili á mót- inu undanfarin ár. Keflvíkingar hafa Islandsmeist- aratitilinn að verja í karla-og kvenna- flokki. Samkvæmt spá forráða- manna félaganna er Njarðvík spáð titlinum í karlaflokki en í kvenna- flokki er því spáð að Keflavík haldi Islandsmeistaratitlinum. Hér að neðan eru spár forráða- manna liðanna í karla- og kvenna- flokki. Iceland Express-deild kvenna 1. Keflavik 102 stig 2. Grindavík 84stig 3. Haukar 70 stig 4. fS 60 stig 5. Breiðablik 35 stig 6. KR 27 stig Ath. Hæst var hægt að fá 108 stig og lægst 18 stig. BMiMngó ísland vann Slóvakíu A-landslið kvenna í handknattleik hóf í gær leik á alþjóðlegu móti í Rotterdam í Hollandi. Ásamt íslandi eru þar til þátttöku, Hol- land, sem er með tvö lið, Slóvakía, Tékkland og Rúmenía. ísland lék sinn fyrstaleik í gær og mætti þá landlsiði Slóvakíu. Island vann 35- 32. íslenska liðið átti afleitan fyrri hálfleik og var sex mörkum undir í hálfleik, 16-19, en seinni hálfleik- urinn var frábær hjá okkar stúlk- um og þær sigruðu í leiknum eins og áður kom fram með þriggja marka mun. Berglind Hansdóttir varði 13 skot í markinu og Helga Torfadóttir var með 7 varin skot. Hrafnhildur Skúladóttir átti stór- leik og skoraði 13 mörk. Hanna G. Stefánsdóttir skoraði 6 mörk og Guðbjörg Guðmannsdóttir var með 6 mörk. Drífa Skúladóttir og Ágústa Edda Björnsdóttir voru með 3 mörk hvor fyrir ísland, Ás- dís Sigurðardóttir var með 2 mörk og Ragnhildur Guðmundsdóttir skoraði 1 mark. Alla Gokorian skorðai 1 mark. ísland mætir Tékklandi í dag í öðrum leik sínum á mótinu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.