blaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 38
38IFÓLK
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 blaðiö
SMÁboraarinn
Sjö ára reykingarmaður
Þegar Smáborgarinn var ungur
bjó hann á litlum sveitabæ á Aust-
urlandi. Þetta var dæmigerður
sveitabær - íbúðarhúsið var á
þremur hæðum, hvítt með rauðu
þaki og stóð uppi á hól. Við hlið-
ina stóð fjárhús og hlaða - og
allt í kring voru geymdir traktor-
ar, sláttuþyrlur, snúningsvélar,
skítadreifarar og fleiri dásam-
lega spennandi græjur sem urðu
sífelld uppsretta leikja hins unga
Smáborgara og systkina hans.
Það voru einnig dýr á sveitabæn-
um, en það var víst harðbannað
að leika sér með þau.
Verndað umhverfi
Smáborgarinn gerir sér grein fyr-
ir því að ef líf hans í sveitinni í
gamla daga er borið saman við líf
barna í borgum og bæjum nútím-
ans, kemur í ljós að það var ein-
falt og jafnvel nokkuð saklaust.
Þannig voru ekki margar freist-
ingar sem hægt var að falla fyrir,
og ennþá síður óæskilegur félags-
skapur sem börn áttu á hættu
að lenda í slagtogi við. Þetta var
verndað umhverfi og því eru þær
fáu syndir sem Smáborgarinn
gerði sig sekan um ákaflega eftir-
minnilegar - svona þegar hugsað
er til baka.
Ein stærsta synd Smáborgarans
var framin þegar hann var sjö ára.
Þá stal hann, í slagtogi við eldri
bróður sinn, sígarettu af gömlum
frænda sínum og varð sér í fram-
haldi úti um pakka af eldspýtum
úr eldhúsinu. Þegar búið var að
tryggja þessar gersemar var hald-
ið út í skurð.
Fyrsta sígarettan
Smáborgarinn hafði aldrei reykt
- en oft fylgst spenntur með þeim
fullorðnu sem stunduðu þessa dul-
arfullu og spennandi iðju. Hann
taldi sig því kunna þetta, en lenti
í vandræðum þegar kveikja átti í
tóbakinu. Leikar fóru þannig að
kveikt var sina í skurðinum, síg-
arettan rekin inn í miðjan eldinn
og þannig náðist glóð. Þar sem
Smáborgarinn var að fremja sinn
fyrsta „glæp“ með eldri bróður
sínum, þurfti hann að sanna sig.
Hann tók því fyrsta smókinn og
gerði það af krafti. Hálf sígarett-
an soguð í einum smók og síðan
var öllu steypt beina leið niður í
lungu. Það þarf vart að taka það
fram að við tók ákafur hósti sjö
ára gamals græns barns, sem
var undanfari uppkasta og viku
langra veikinda.
Smáborgarinn hefur frá þessum
degi aldrei getað reykt - verð-
ur ávalt grænn við fyrsta smók.
Hann vill ekki ganga svo langt að
segja að það eigi að láta öll börn
reykja svo sem eina sígarettu, eða
það sem betra væri, einn vindil
um sjö ára aldur - með von um
að slíkt muni skapa ævilangt
óþol. Hann vill bara benda á að
þetta virkaði í hans tilfelli...
SU DOKU
talnaþraut
69. gáta
4 3 8 9
1 2 5
7 3
7 8
7 5 9
2 6 3 9 1 8
9 8 * 5
2 4 9
6 1
Lausn á 69.
gátu irerður að
finna i
blaðinu á
morgun
Lausn á 68. gátu
lausn á 68. gátu
8 9 7 JL 2 3 5 4 6
2 5 3 8 4 6 1 9 7
6 4 1 9 5 7 8 3 2
3 2 6 7 8 9 4 1 5
5 1 9 2 6 4 3 7 8
4 7 8 3 1 5 2 6 9
9 8 2 6 3 1 7 5 4
1 6 5 4 7 8 9 2 3
7 j~3~ 4 5 9 2 6 8 1
Leiðbeiningar
Su Doku gengur út á að raða tölu-
num frá 1-9 lárétt, lóðrétt og í þar
til gerð box sem innihalda 9 reiti.
Sama talan má ekki koma fyrir
tvisvar í hverri línu og innan hvers
box. Allar gátur er hægt að ráða út
frá þeim tölum sem gefnar eru upp
í upphafi. Leitað er að talnapörum
og reynt að koma þeirri þriðju fyrir.
Tökum dæmi ef talan 7 er í efsta
boxinu vinstra megin og því neðsta
líka, ætti ekki að vera erfitt að átta
sig á hvar 7 á að vera í miðju-boxinu.
Ef möguleikarnir eru tveir er ágætt
að skrá þá hjá sér og halda áfram.
1.SÆTI
METSÖLULISTA
Gwyneth mun
vinna með
bróður sinum
HVAÐ SEGJA
STJÖRNURNAR?
©Steingeit
(22. desember-19. janúar)
$ Þú sérð næstu framtíð greinilega, og þú ættir
að kanna möguleika á að nýta þér það pér í hag.
Erfitt gæti þó reynst að sannfæra vinnufélagana
um þetta.
V Passaðu upp á hjarta þitt eins og þú passar
veskið. Ef þú hefur ekki næga andlega orku til að
eyða í rómantík, skaltu vera spar á tilfinningar þín-
ar. Leggðu fyrir og hugsaðu um framtíðina..
Gwyneth Paltrow hefur samþykkt að
vera leikstýrt af bróður sínum Jake
í rómantísku gamanmyndinni The
Good Night, sem verið er að vinna að.
Þar mun hún koma fram ásamt Mart-
in Freeman og Simon Pegg. Myndin,
sem Jake skrifar einnig handritið að, á
að gerast í New York, en verður tekin
í kvikmyndaveri í Ealing í London.
Áætlað er að tökur muni hefjast
þann 7. nóvember næstkomandi.
Jackson
feUdur í leik-
húsi i London
Michael Jackson var felldur um koll af æstum að-
dáendum þegar hann fór með börnin sín að sjá
Billy Elliot á sviði, í vikunni. Söngvarinn, sem
eins og frægt er orðið sýknaður af ákær-
um um misnotkun á börnum í júní
síðastliðnum, var umkringdur af brjál-
aðdáendum, er hann tók börnin sín,
Prince Michael I, Paris og Prince Michael
(Blanket) með í leikhúsið Victoria Palace
Theatre í London. Jackson var ýtt niður á gólf,
en var fljótlega hjálpað aftur á fætur af lífvörð-
um sínum, sem drifu hann með inn í leikhús-
ið. Hin sérvitra stjarna er í London að taka upp
smáskífuna „From the Bottom Of My Heart“ til
að safna peningum fyrir fórnarlömb fellibylsins
Katrina. Aðdáandi sem sá lætin sagði í viðtali:
„Þetta var algjört óreiða. Hlutirnir voru í full-
kominni upplausn. Michael var bersýnilega
að reyna að vernda börnin sín, missti þess
vegna fótana." ■
Martin
vonast eftir
dúett með
Chris Martin, söngvari Coldplay, vonar að
hann nái að taka upp dúett með söngkon-
unni Celine Dion í náinni framtíð, af
því hann vill ögra hljómsveit sinni og
hljómnum sem þeir standa fyrir. Chris er
harðákveðinn í því að reyna að breikka
út það tónlistarlega svið sem Coldplay
stendur fyrir, og finnst líklegt að sam-
vinna við hina kanadísku Celine Dion
muni hjálpa þeim að ná því takmarki.
Hann segir: „Maður ætti ekki
að takmarka sig of mikið. Fyr-
ir mér er það sem er óvenjuleg-
ast og skrýtnast jafnframt oft
það sem er mest spennandi á
hverjum tíma. Hver veit hvað
ég geri næst? Ég gæti jafnvel end
að á því að gera næstu plötu á
hið ástralska hljóðfæri
drunudrumb
(didgeridoo)!
Vatnsberi
(20. janúar-18. febrúar)
$ Tjáðu þig um brjálaða nýja huemynd sem
eæti njálpað íyrirtækinu að komast langt áfram.
Hversu faránlee sem hún hljómar, þá hlustar fólk
og mun verða fyrir áhrifum ff á þér.
V Villta hlið þín er sú mest sexí við þig, og upp-
reisnargirnin er mjög siáanleg þessa cíagana. Stor-
kostlegar kenningar þinar og skrýtin kímnigáfa
virka mun betur en ao blaka augnhárunum.
©Fískar
(19. febrúar-20. mars)
$ Það er erfitt að einbeita sér núna, en ef þú tek-
ur þér margar smá-pásur þá ertu fersk(ur) allan
daginn. Svo skerpist einbeitingin síðar í vikunni.
V Gjafmildi þitt er ótrúleet. Vinir þínir eru hug-
fanenir af því nve tibúin(n) þú ert að aðstoða þá,
og petta viohorf þitt smitar út frá sér. Ef til \tU
tekur einhver eftir þér, sem vill eitthvað meira en
vinskap.
Hrútur
(21. mars-19.apríl)
$ Fáðu lið þitt til að tala saman og taka niður
nótur. Fólk þarf að vinna vel saman til að ná sett-
um markmiðum fyrir kvöldið, og þú ættir að vera
fyrirmynd fyrir þína starfsmenn.
V Vertu viðbúin(n) fyrir nýjan vinkil á rómantík
framtíðarinnar, og hann gæti komið úr óvæntri átt.
Þinn tími er núna, bæði samkvæmt stjörnunum
og öðru, svo notaðu hann vel!
Naut
(20. apríl-20. maí)
^ Vinnufélagarnir eru stríðnir í dag, en Jþér
finnst þú ekki eiga stríðnina skilið. Reynau að forð-
ast áreitið, en efþú lendir í þeim, reyndu að brosa
og taka þessu vel.
V Ástin getur verið mismunandi, en núna er hún
allt að því stórundarleg. Fólk í kring um þig hagar
sér á dularfullan hátt, og þú kannski líka. Eina sem
getur skýrt málin er smá oiðlund og tími.
©Tvíburar
.....(21. maí-21. jún()...............
$ Einhver nýr í vinnunni þinni mun hrista upp
í mannskapnum svo um munar.Áhrifin eru miög
jákvæð, þott þér líki ekkert allt of vel við sjálfa
manneskjuna
V Þú kafar venjulega ekki mjög diúpt í tilfinning-
ar, en um þessar mundir ertu í nanum tengslum
við þitt innra sjálf, svo nýttu það. Djúpar samræð-
ur gætu verið góðar.
®Krabbi
(22. júnf-22. júlí)
$ Lækkaðu hitann undir tilfmningunum og þá
tekst þér betur að bregðast við dagsskipan með
köldum rökum og tærri hugsun. Þér nnnst oft
betra að treysta i filfinningarnar, en núna verða
rökin að duga. -
V Ekki láta draga þig inn í tilfinningaþrungnar
rökræður, eins spennandi og það hljómar núna.
Farðu þínar eigin leiðir og aorir munu dáðst að
þér fynr sjálfstæðið.
Ljón
(23. júlí- 22. ágúst)
$ Lausn á vandamáíum daigsins er ekki ljós. Þú
verður að fara yfir alla möguleika áður en þú sérð
svarið, sem annars hefði ekki hvarflað að þér.
V Fremur en að halda dauðahaldi í eitthvað eitt
sem þú heldur að þú viljir í sambandi, reyndu að
útiloka það sem þú vilt alls ekki. Kíktu á þá sem
eru í góoum samoöndum í kring um þig, og skoð-
aðu hvað þau eru að gera rétt, og gerðu svo eins.
Meyja
(23. ágúst-22. september)
$ Þú verður að vera viðbúin(n) breytingum á
öllum sviðum, bæði stórum og smáum. Hæfileiki
þinn til að vera sveigjanlegur mun vera mikil
njálp.
V Hvern hefði ^runað að þú gætir orðið enn
skipulagðari en þu ert? En þao er hægt, oe þú ert
að finna nýjar leiðir til að koma reglu á lífpitt.
Vog
(23. september-23. október)
$ Þér tekst að sannfæra næstum hvern sem er
um hvað sem er, og þau fatta það ekki einu sinni.
Bros kemur þér alltaf áfram, og þú brosir breytt.
V Ertu að leita að ást? Nú, opnaðu þá augun og
taktu eftir. Hún er undir nefmu á þér, elskan. Út-
geislunin og siarmi þinn er slíkur að aðdáendur
eru svífandi allt í kring eins og hunangsflugur.
Sporðdreki
(24. október-21. nóvember)
$ Vinnuteymi þitt þarf eitthvað nýtt o^ ferskt til
að vinna betur. Reyndu að koma með nyjan flöt á
verkefnin til að kveikja svolítið í þeim.
V Aðrir þurfa að finna fyrir því að þú sért á svæð-
inu. Þú ruggar bátnum og það er alveg nákvæm-
lega það sem þú þarft á ao halda núna. Mundu
bara að vera í biöreunarvesti, því rómantískur
stormur gæti verio áleiðinni.
Bogmaður
(22. nóvember-21. desember)
$ Kannaðu alla möguleika og finndu aðferð til
að þroskast og þróast. Sköpunarkraftur þinn hjálp-
ar félögunum ao komast yrir erfiðasta hjallann.
^ Hvað er meira æsandi en hól og hrós? Það eru,
að þínu mati, funheitar og hressandi nýjar hug-
mvndir. Þú neistar af sköpunargleði, og leitar ao
fóíki til að blása í neistana og búa til alvöru bál.