blaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 25

blaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 25
blaöiö MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 VIDTAL I 25 99......................................................... „Fyrír mörgum árum bauð ég góðan dag þar sem ég var staddur í lyftu í Breiðholti. Mér mætti furðu lostið augnaráð." „Eftir landspróf fór ég á vertíð og hlustaði mikið á Radio Luxembourg og lagði vinsældalistana á minnið og lærði ensku fyrirhafnarlítið. 1 menntaskóla lærði ég latínu og út frá henni uppgötvaði ég uppbyggingu is- lenskunnar. Þetta var mikil uppgötv- un. Mér fannst þetta svo gaman og það sem manni finnst skemmtilegt er auðvelt. Latínan er líka góð hug- arleikfimi. Þegar ég fór til Spánar kunni ég að segja já og nei og haltu kjafti á spænsku. Jú, ég kunni líka að telja upp á fimm. En latínan kom mér að miklu gagni þegar ég tók að læra spænsku. Sagnbeygingin er það sem er flóknast í spænsku en í gegnum lat- neska grunninn átti ég auðvelt með að ná valdi á henni.“ Afhverufórstu til Spánarf „Égbyrjaði í Háskólanum í íslensku og latínu en gafst upp á því og fór á vertíð. Svo var því stungið að mér að latinugráni eins og ég ætti að fara til Spánar og læra rómanskt mál. Það gerði ég og kom ekki aftur.“ Er ekkert erfittfyrir þig að viðhalda íslenkunni, búandi íöðru landi megn- ið afárinu? „íslenskan er mitt stærsta at- vinnutæki. Allt sem ég geri tengist íslensku. Ég hef áhuga á íslensku og tungu- málum. Ég er hreinstefnumaður og íhaldshrútur þegar kemur að mál- ræktarstefnu. Ég vil halda í islensk- una. Ég læt gamminn geysa og leyfi mér að búa til orð sem sum hafa náð fótfestu, eins og til dæmis grænfrið- ungur, jarðlest og leiktíð. Eg reyni að viðhalda íslenskunni og blanda ekki saman tungumálum. Sumum finnst ég tala gott mál, öðr- um finnst ég tilgerðarlegur. Ég við- urkenni að ég get verið tilgerðarleg- ur en þar er ég oft að reyna að vera sposkur.“ Alfrelsi þýðandans Einhvern veginn finnst mér eins og þú sért maður sem hafi meiri áhuga á gamalli klassískri list en nútíma- list? Erþað kannski bara vitleysa? „Ég flokka ekki list eftir aldri. Ég viðurkenni að stundum á ég í erfið- leikum með að skilja nútímamynd- list. Það kann að vera að mig vanti grunn varðandi myndlist og inn- setningar. Stundum finnst mér að verið sé að gera grín að manni. Nagl- ar á gólfi hrífa ekki á mig. Ég man eftir að hafa komið inn í listhús í Madríd þar sem var búið að hengja upp pizzubotna, flennistóra með fitu- skellum. Það hafði engin fagurfræði- leg áhrif á mig. Flæmskur meistari hefur meiri áhrif á mig. Ekki bara vegna handverksins, heldur vegna hinna listrænu áhrifa. En ég held að ég sé ekkert forn að þessu leyti. Það er ekki þannig að allt gamalt sé gott. En nútímalistin nær stundum ekki til mín. Ég held að margir geti sagt það sama.“ Hvernig bókmenntir heilla þig? „Það verður allt að vera saga. Sagan verður að gripa mig, það er ekki nóg að verkið sé frumlegt. Sumar bæk- ur sem þykja afbragðsvel skrifaðar hrífa mig ekki. Þar á það sama við og um pizzubotnana.“ Þú hefur afrekað það að þýða eig- in skáldsögur, Pósthólf dauðans og Fjölmóðs sögu föðurbetrungs yfir á spœnsku. Það hlýturað vera skemmti- leg reynsla. „Það er mjög merkileg reynsla fyrir rithöfund að þýða eigin verk. Þetta er alfrelsi þýðandans. Hann getur leyft sér að ganga lengra en rit- höfundurinn. Ég kalla þetta eftirvinnslu. Þegar ég var búinn að þýða henti ég bók- inni frá mér og leit ekki í hana meir og vann síðan áfram og lék mér að spænskunni. Það eru kaflar, sérstaklega í Póst- hólfi dauðans, sem ég skrifaði aftur á spænsku, og ég breytti endinum. Fjölmóðs saga er skrifuð á óvísinda- legri forníslensku og gerist á 12. öld. Fornislenska og spænska eru mjög ólík mál að því leyti að íslenskan er knöpp en spænskan er meira flæði og maður setur punktinn seinna. Með því að þýða setningu fyrir setningu úr íslensku varð textinn snubbóttur, í símskeytastíl eins og íslendingasögurnar eru. En íslend- ingasögurnar hafa þennan stíl og bæta við andrúmslofti. Það gerist ekki á spænsku. Ég fyrnti spænsk- una, las Don Kíkóta og stal einstaka orðatiltæki frá Cervantes. Stíllinn á þeirri bók er nokkuð cervantískur og áreiðanlega jafn erfiður aflestrar og íslenska útgáfan.“ Norðanremba Hvencer verðurðu nœst með bók ájóla- markaðnum hér heima? „Síðast kom út bók árið 1998 þannig að þetta eru orðin ansi mörg ár. Og nú rifjast upp að ein versta upplifun mín á rithöfundaferlinum var að lesa upp í Pennanum á miðju gólfl í jóla- ösinni þar sem fólk sneri baki í mig og fletti Familie Journal eða klám- blöðum meðan ég las. Það alversta var þó í kjörbúð á Akureyri þar sem fólk var að greiða fyrir vöru sína á kassanum meðan ég stóð á miðju gólfi og las. Ég var eins og götupredik- ari eða kadett úr Hjálpræðishernum. Maður sannfærir engan með slíkum fíflalátum. Þetta er nokkuð sem ég hef engan áhuga á að endurtaka. Ég er að skrifa bók sem er orðin eins og steinbarn í maganum. Ég vil ekld segja of mikið um bókina sem ég er með í smíðum þvi þá væri ég að tala af mér en þar blanda ég saman raunveruleika og skáldskap. Ég veit ekki hvenær bókin kemur út, ég þarf fyrst að ljúka við hana.“ Víkjum í lokin aftur að Spáni. Finnst þérlslendingarhafajákvæða mynd af Suður-Evrópubúum? „íslendingar hafa stundum tilhneig- ingu til að lfta bókstaflega niður hnöttinn á Suður-Evrópumenn og álykta að þar sé frumstætt þjóðfélag þar sem menn nenna ekki að vinna heldur liggja á meltunni mestallan daginn. Þetta kalla ég norðanrembu. Þá eru íslendingar um leið að gleyma því að þetta eru fornar menningar- þjóðir og að íslensk menning hefði aldrei orðið til án Suður-evrópskrar menningar. Ég er ekki að segja að þetta sé ríkjandi skoðun en hún fyr- irfinnst meðal íslendinga. Kannski er hún þáttur í því að Islendingum finnst, svo ég vísi í það sem ég hef sagt um sjálfan mig, að þeir verði að vera stórir að innan, þótt þeir séu smáir að utan.“ kolbrun@vbl.is v_ 1_ VANDAÐAR FRYSTIKISTUR VEL BÚNAR OG MEÐ ORKUNÝTINGU B GERÐU VERÐSAMANBURÐ ÞAÐ MARGBORGAR SIG! Heiti Rafnotk. Fllllt Lítrar Lítrar Space kWh Orku- brúttó nettó Hæð Breidd Dýpt Körfur Manager Lás Hjól Ljós /24klst. flokkur VGrð VESTFROST AFG610B AFG614B AFG6211B AFG626B AFG6391B AFG6491B AFG6591B 225 225 85 92 65 1 Nei Já Nei Já 0,81 B 44.995 282 282 85 102 65 1 Nei Já Já Já 0,92 B 49.995 399 399 85 137 65 2 Nei Já Já Já 1,15 B 59.995 464 464 86 156 65 2 Nei Já Já Já 1,30 B 62.995 TILBOÐ 39.995 TILBOÐ 44.995 TILBOÐ 52.995 TILBOÐ 59.995 Whirlpool TILBOÐ 27.995 TILBOÐ 29.995 TILBOÐ 34.995 TILBOÐ 39.995 TILBOÐ 46.995 TILBOÐ 49.995 | TILBOÐ 59.995 DÖNSK HÁGÆÐAVAR Whirlpool SÆTÚNI 8 • SÍMI 569 1500 • www.ht.is UMBOÐSMENN UM LAND ALLT HUÓMSÝN Akranesi - SKAGAVER Akranesi - SAMKAUP ÚRVAL Borgarnesi - BLÓMSTURVELLIR Hellissandi - VERSLUNIN HAMRAR Grundarfirði - SKIPAVlK Stykkishólmi - KAUPFÉLAG KRÓKSFJARÐAR Króksfjarðarnesi - ÞRISTUR Isafirði - KAUPFÉLAG V-HÚNVETNINGA Hvammstanga - KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA Sauðárkróki - RAFBÆR Siglufirði - UÓSGJAFINN Akureyri - ÖRYGGI Húsavík - SPARKAUP Fáskrúðsfirði - VERSLUNIN VlK Neskaupsstað - SAMKAUP STRAX Seyðisfirði - FLÁABRÚN Vopnafirði - HS-RAF Eskifirði - VERSLUNIN VlK Reyðarfirði - SINDRI KHB Egilsstaðir - MARTÖLVAN Höfn - KASK Höfn - MOSFELL Hellu - FOSSRAF Selfossi - BRIMNES Vestmannaeyjum - GEISLI Vestmannaeyjum - VERSLUNIN RÁS Þorlákshöfn - NETTÓ Grindavlk - RAFEINDATÆKNI Reykjanesbæ - SAMKAUP Reykjanesbæ - RAFBÚÐIN Hafnarfirði - RAFMÆTTI Hafnarfirði. ITI - www.ht.is - YFiR www.ht.i

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.