blaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 blaðiö Höfuðpaurar smygl- hrings handteknir Lögregla í London handtók í gœr menn sem grunaðir eru um að vera höfuðpaurar smygl- hrings sem smyglaði fjölda ólöglegra innflytjenda til landsins. Handtökurnar eru afrakst- ur tveggja ára rannsóknar sem lögregla ífimm öðrum löndum tók þátt í. Breska lögreglan handtók í gærmorg- un sjö manns sem grunaðir eru um að vera höfuðpaurar í umfangsmiklu smygli á ólöglegum innflytjendum. Ellefu til viðbótar voru hnepptir í varðhald í tengslum við málið. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komist hefur upp um í Evrópu. Handtökurnar komu í kjölfar tveggja ára rannsóknar á smyglhringjunum sem smyglaði ólöglegum innflytj- endum, aðallega frá Tyrklandi, til London frá meginlandi Evrópu. Lög- reglulið i fimm öðrum löndum tóku þátt í rannsókninni. Gríðarlega umfangsmikið vandamál Bill Skelly, fulltrúi lögreglunnar, sagði 1 viðtali við Reuters-fréttastof- una að þetta vandamál væri gríðar- lega umfangsmikið og það þyrfti Röntgenmynd frá lögreglunni í London sýnir hvernig komast má aö því hvort fólk sé I felum í bifreiðum. Slfk tækni er meðal annars notuð f hafnarborgunum Calais og Dover sem iiggja hvor við sinn enda Ermasundsganganna. Maður sem grunaður er um aðiid að smyglhringnum er handtekinn af lögreglu í suðaust- urhluta London í gær. að taka alvarlega. „Talið er að þessi grein velti 8 milljörðum punda (um 856 milljörðum íslenskra króna) á heimsvísu og í Bretlandi er veltan jafnmikil og í viðskiptum með ólög- leg fíkniefni,“ sagði hann. Skelly sagði ennfremur að sumir hinna handteknu sætu efst í valda- pýramídanum og stjórnuðu starf- semi smyglhringsins frá London. Sjö voru handteknir fyrir að hafa haft milligöngu um smygl á fólki Landsfundur Landsfundur Sjálfstæöisflokksins hefst í Laugardalshöllinni f Reykjavík kl. 17.00 á morgun, fimmtudaginn 13. október. Á setningarfundinum leikur Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn Kurts Kopeckys og Davíó Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur ræóu. Allt sjálfstæðisfólk er velkomið og hvatt til aö mæta við fundarsetninguna. Sjálfstæðisflokkurinn. M 36. landsfundur Sjálfstæólsflokksins Laugardalshöll 13. - 16. október 2005 og tveir fyrir að hafa hindrað rann- sókn málsins. Sex voru hnepptir í varðhald vegna gruns um brot á innflytjendalögum, einn fyrir pen- ingaþvætti og tveir fyrir þjófnað. Óstaðfestar fréttir segja að sumir mannanna séu fyrrum hælisleitend- ur sem hafi sest að í Bretlandi en lög- regla neitaði að tjá sig um það. Fólk borgar háar fjárhæðir fyrir flutninginn Fólk borgaði allt að 5.000 pund (rúm- lega hálf milljón íslenskra króna) fyr- ir að vera flutt til landsins í gámum og flutningabílum eftir að hafa ver- ið á faraldsfæti jafnvel mánuðum saman. Skelly sagði að ekki þyrfti að fara lengra aftur í tímann en til ársins 2000 til að gera sér grein fyr- ir áhættunni sem þessu fylgdi en þá fundust lík 58 Kínverja sem höfðu kafnað í gámi í höfninni í Dover í suðurhluta landsins. ■ Milton Obote látinn Milton Obote, fyrrverandi for- seti Úganda, er látinn. Hann var á níræðisaldri. Obote varð for- seti landsins eftir að það hlaut sjálfstæði frá Bretum árið 1962 en var steypt af stóli níu árum síðar af Idi Amin, hershöíðingja. Árið 1980 komst hann til valda á ný með stuðningi ríkisstjórn- ar Tansaníu en var aftur steypt af stóli og flúði til Sambíu 1985 þar sem hann dvaldi í útlegð til æviloka. Fjölskylda Obot- es sagði að hann hefði látist úr nýrnabilun á sjúkrahúsi í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. I Guli kafbátur- inn afhjúpað- ur í Rússlandi Þriggja metra langur gulur kafbátur sem búinn er til úr drykkjardósum hefur verið afhjúpaður í borginni Yekat- erinburg í Rússlandi f tilefni þess að 65 ár eru liðin sfðan Bítillinn John Lennon fædd- ist. I einu kýrauga bátsins má sjá höfuð söngvarans vinsæla. Klúbbur Bítlaaðdáenda stóð fyrir gerð skúlptúrsins sem komið hefur verið fyrir í miðri tjörn í borginni. Nafnið Guli kafbáturinn vísar til vinsæls slagara Bftlanna frá árinu 1966.1 Lögregluþjónn sem særðist I sprengjuárás í frak f gær. Mannskæðar árásir í írak Þrjátíu fórust og margir slösuðust í sjálfsmorðssprengjuárás á fjölmenn- um markaði í borginni Tal Afar i Ir- ak f gær, fjórum dögum áður en Irak- ar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá landsins. Upp- reisnarmenn höfðu heitið að trufla atkvæðagreiðsluna. Sjö manns til viðbótar fórust í svipaðri árás í Bagd- ad. I fyrradag var ráðist á bílalest sendinefndar Arababandalagsins þegar hún átti leið um höfuðborg- ina. Sendifulltrúana sakaði ekki en tveir lffverðir fórust. Ahmed Ben Helli yfirmaður sendinefndarinnar sagði eftir árásina að nefndin hefði reiknað með að för þeirra kynni að vera hættuleg. „Heimurinn, og þá sérstaklega Arabaheimurinn, verð- ur að gera sér grein fyrir ástandinu. Ef það versnar gæti það farið úr böndunum," sagði Helli. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.