blaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 4
4 I IWNLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 blaöiö
Nauðsynlegt að annað embætti
kæmi að málinu á þessu stigi
- segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, en hann og Jón H. B. Snorrason veittu viðtal um þróun mála eftir
að ríkissaksóknari tók við stœrstum hluta Baugsmálsins
Vatnaskil urðu í Baugsmálinu
þegar Hæstiréttur kvað upp dóm
sinn í fyrradag. í gær var ákveðið
að ríkissaksóknari myndi taka
við meðferð þeirra 32 ákæruliða
í Baugsmálinu, sem Hæstiréttur
vísaði frá héraðsdómi og í fram-
haldinu veittu þeir Haraldur Jo-
hannessen ríkislögreglustjóri og
Jón H. B. Snorrason saksóknari
efnahagsbrotadeildar fjölmiðlum
viðtal. Andrés Magnússon ræddi
við þá og spurði fyrst hvort ekki
hefði verið ráð að senda málið
fyrr til ríkissaksóknara?
„Við höfum starfað algerlega lög-
um samkvæmt hvað þetta varðar
og við hefðum í raun ekki getað hag-
að því öðru vísi,“ segir Jón. „Það er
ekki langt síðan þeim var breytt og
málum komið í þetta horf, en megin-
tilgangurinn með því að hafa rann-
sókn og saksókn á sömu hendi var
sá að gera kerfið skilvirkara og létt-
ara í vöfum. Með því átti jafnframt
að tryggja að rannsókn í flóknum
málum beindust að þeim þáttum
þeirra, sem máli skiptu, vörðuðu við
lög og líklegt væri að yrðu til sakfell-
ingar. Eftir þessum lögum er okkur
gert að starfa og það höfum við gert
í hvívetna. Ég fullyrði að þarna var
allt eins og það átti að vera og gat
raunar ekki verið með öðrum hætti,“
segir Jón.
Hann bætir við að sumir hafi sagt
að málið væri svo stórt og flókið að
annað hafi átt að eiga við um það.
,En þá fyrst hefði málsmeðferðin orð-
ið óeðlileg ef það hefði átt að lúta ein-
hverjum sérlögmálum.“
En hefði ríkissaksóknari ekkigetað
tekið málið til sín hvenær sem er?
„Jú, það má hann, en það má ef-
ast um að það hefði nokkuð slegið
á þessa gagnrýni. Þá hefði hann
verið í sömu sporum, að hafa með
höndum saksókn, sem hann á sjálf-
ur að hafa eftirlit með. í raun má
segja að það hefði verið óeðlilegt ef
við hefðum rætt sérstaklega við rlk-
issaksóknara um hvernig haga ætti
rannsókninni.“
Haraldur skýtur inn í að í þessu
máli hafi allt verið eftir bókinni og
með sama hætti og í öðrum málum.
„Lögreglustjórar um land allt fara
með ákæruvaldið og málin eru rann-
sökuð af embættum þeirra án þess
að athugasemdir séu gerðar við það.“
En nú er það, sem út af borðinu
stendur, komið til ríkissaksóknara.
„Já,“ segir Haraldur. „Eftir
dóm Hæstaréttar væri
það einfaldlega ekki
trúverðugt ef við
héldum áfram
með málið.
Vinnubrögðin
hjá okkur eru
harðlega gagn-
rýnd í dómn-
um og við öxl-
um þá ábyrgð
með þessum
hætti.“
Haraldur bætir
við að þar komi ekki
einungis trúverðug-
leiki embættisins við sögu.
„Þetta er líka nauðsynlegt gagnvart
sakborningunum, því eftir aðfinnsl-
ur af þessu tagi eiga þeir heimtingu
á því að annað embætti komi að mál-
inu, svo ekki verði frekar efast um
málatilbúnað.“
Málatilbúnaðurinn hefur verið
harðlega gagnrýndur. Erþað ekki eitt-
hvað sem menn taka nærri sér?
„Menn líta auðvitað ekki framhjá
niðurstöðu Hæstaréttar og ég neita
því ekki að margt í dómnum er um-
hugsunarefni. Sumt þurfum við
að taka til okkar, en annað varðar
réttarkerfið sjálft. Fyrirmyndin í lög-
gjöf okkar er að miklu leyti sótt til
Norðurlanda og vinnubrögðin sömu-
leiðis. 1 þessum dómi kemur hins
vegar fram að kröfur Hæstaréttar til
forms og framsetningar eru talsvert
strangari en gerist á Norðurlöndum.
Það kallar á að við þurfum að breyta
vinnubrögðunum við útgáfu ákæru.
En áhrifin verða víðtækari, því dóm-
urinn er fordæmisgefandi og mun
vafalaust hafa mikil áhrif á opinber
mál.“
Nú hafa menn gagnrýnt ákæru-
valdið ogefast um aðþeir valdi starf-
anum. Erþetta persónulegt áfall?
„Ég tek því ekki þannig,“ segir Har-
aldur. „Jón H. B. Snorrason er okkar
fagmaður í efnahagsbrotum og hann
sinnir sínu starfi af kostgæfni og hef-
ur gert í mörg ár. Hann starfar und-
ir eftirliti rlkissaksóknara og menn
skyldu ekki gleyma því að árangur-
inn hjá honum hefur verið
með miklum ágæt-
um. Hér er auðvit-
1333» 'ð„S„rr*J
en við höfum
áður sinnt,
en ég hef
ekki orðið
var við að
menn hafi
slakaðákröf-
um til góðra
vinnubragða
vegna þess.
Þvert á móti,“ seg-
ir Haraldur.
„En gagnrýnin veldur
okkur vitaskuld vonbrigðum
Tveir litir Hvítt-Silfur
og við tökum hana til okkar.“
Jón ítrekar í þessu samhengi að í
dómi Hæstaréttar sé ekki verið að
gagnrýna rannsókn málsins. „Gagn-
rýnin snýr að formi og framsetningu
ákærunnar og lýsingu brotanna.
Við höfum sótt okkar fordæmi til
Norðurlanda og þar stendur hnífur-
inn í kúnni, því þau reyndust augljós-
lega ekki haldbær fyrir Hæstarétti í
þessu máli.“
En hefði ekki mátt búast við skot-
heldari ákæru eftirþriggja ára rann-
sókn?
„Það má kannski segja það,“ segir
Haraldur, „en það tjóir ekki að deila
við dómarann. En í því samhengi
má minnast á það að þriðjungur
rannsóknarinnar beindist að skatta-
málum, sem hafa sumpart farið sinn
farveg í skattkerfinu og munu að
öðru leyti fara fyrir dóm sem skatt-
svikamál. Rannsóknin hefur staðist
í alla staði hvað þann þátt málsins
varðar, svo við vonum auðvitað að
aðrir þættir fái efnislega meðferð.“
Æ ofan (æ hafa heyrst ásakanir
um að málið sé sprottið af pólitísk-
um ofsóknum, að stjórnmálamenn
hafi beitt sér til þess að hrinda því
afstað. Hefur einhver reynt að hafa
áhrifá embættið vegna málsins?
„Ég er búinn að vera í þessu starfi
í átta ár og það hefur enginn, alls
enginn, haft fyrir því að reyna að
hafa áhrif á mig í allan þann tíma.
Nema náttúrlega verjendur manna,
en það er þeirra starf,“ segir Jón.
„Ég skil ekki hvaðan þessi um-
ræða kemur,“ segir Haraldur. Að
málinu koma ríkislögreglustjóri,
vararíkislögreglustjóri, yfirmaður
efnahagsbrotadeildar og 15 starfs-
menn hans. Ég veit ekki hver ætti
að hafa áhrif á allan þann mann-
skap í einu.“
„Ef einhver reyndi að hafa áhrif
á einhvern starfsmann hér yrði
afleiðingin aðeins ein,“ segir Jón.
„Viðkomandi myndi sæta ákæru
fyrir alvarlegt refsilagabrot.“
BlaliS/Frikki
Ríklssaksóknari tekur
við Baugsmálinu
Embætti ríkissaksóknara tekur við
meðferð þeirra 32 ákæruliða Baug-
smálsins, sem Hæstiréttur vísaði
frá í fyrradag. Þar verður farið yfir
möguleg næstu skref, en þar kemur
allt til greina, að málið verði niður
fellt, ný ákæra gefin út eða rann-
sókn þess hafin að nýju.
Jón H. B. Snorrason, saksóknari
efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu-
stjóra mun hins vegar halda með-
ferð hinna ákæruliðanna átta áfram
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, en
Hæstiréttur dæmdi að hann skyldi
taka þá til efnislegrar meðferðar.
Héraðsdómur hafði áður vísað
málinu öllu frá dómi, þó hann hafi
aðeins gert athugasemdir við hluta
ákæruliða.
Ákvörðunin um þessa tilhögun
var tekin á fundi Boga Nilssonar rík-
issaksóknara, Haraldar Johannes-
sen ríkislögreglustjóra og Jóns H.B.
Snorrasonar saksóknara ríkislög-
reglustjóra í gær. Ríkissaksóknari
hefur þegar leitað til Héraðsdóms
Reykjavíkur og óskað eftir gögnum,
sem liggja til grundvallar þeim 32
ákæruliðum, er Hæstiréttur vísaði
Bogi Nilsson, ríkissaksóknari.
frá. 1 framhaldinu verður farið yfir
gögnin og næstu skref afráðin.
Hann virtist una hag sínum nokkuð vel förufálkinn sem dvalist hefur í Húsdýragarðinum sfðustu daga. Hann lenti á skipinu Kleifar-
bergi úti fyrir Vestfjörðum 2.október og hefur sennilega örmagnast á flugi sfnu yfir hafið. Gestir Húsdýragarðins geta virt fuglinn fyrir
sér á meðan hann safnar kröftum til að halda ferð sinni áfram, en hann var Ifklega á leiðinni til S-Amerfku þegar honum fataðist flugið.