blaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 28
281 TÓNLIST
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 blaðið
Fráflugskýli til glœsilegustu tónleikastaða landins
Iceland airwaves hátíðin
er orðin fullorðin
Iceland Airwaves hátíðin
verður nú haldin í sjöunda
sinn 19. - 23 október nk.
Hátíðin byrjaði sem lítil
tónlistarhátíð í flugskýlinu
við Reykjavíkurflugvöll árið
1999 þar sem þrjár hljóm-
sveitir komu fram, meðal
annars Gus Gus. Á hátíðinni
var þremur íslenskum hljóm-
sveitum boðið að spreyta sig
fyrir framan á fimmta tug
bandarískra plötuútgefenda.
Eftir hátíðina '99 sem sló eftirminni-
lega í gegn hefur hún vaxið jafnt og
þétt. Fleiri og fleiri tónlistarmenn
koma að hátíðinni og ásóknin hefur
aukist gríðarlega gegnum árin.
í ár verða seldir 1500 miðar er-
lendis og 2500 miðar hér á landi. Þó
verða töluvert fleiri á hátíðinni þar
sem listamennirnir sem koma fram
munu að sjálfsögðu sækja aðra tón-
leika þegar þeir eru ekki að spila
sjálfir. Auk þess verða fjölmiðla-
menn að störfum á hátíðinni, meðal
annars munu 70 blaðamenn koma
frá Bretlandi. Það má því gera ráð
fyrr að alls muni á fimmta þúsund
manns bera hið eftirsótta airwaves
armband innan vikutíma. Miða er
hægt að nálgast í Skífunni á Lauga-
vegi, Smáralind og Kringlunni eða á
midi.is. Þar er hægt að kaupa miða
og greiða hann með greiðslukorti.
Verð á miða er 5700 krónur og miða-
sölugjald er 275 kónur. Verð á miðan-
um er því 5975 krónur.
Hver að verða síðastur
Eldar Ástþórsson er upplýsingafull-
trúi Iceland Airwaves og hefur því í
mörgu að snúast þessa dagana.
„Það er ekki enn orðið uppselt, enn
eru til miðar og ég býst við að það
verði til miðar út þessa viku. Þá fer
hver að verða síðastur að tryggja sér
armbandið,“ segir Eldar.
Þeir sem bera armbandið hafa
óheftan aðgang að öllum tónleik-
Ljósmyndari/ Hörður Sveinsson
Gus Gus spilaði á fyrstu lceland Airwaves hátíðinni árið 1999. Þessi mynd var tekin í fyrra þegar Gus Gus spilaði á Nasa. Gus Gus mun enturtaka leikinn á skemmtistaðnum Nasa á
laugardagskvöldið 22. október klukkan 02:00.
um hátíðarinnar og hefur aðgangur
þeirra sem ekki eiga armbandið en
vilja kaupa sig inn á einstaka atburði
verið takmarkaður mjög mikið.
„Við munum selja inn á einhverja
tónleika en alls ekki alla, sérstak-
lega ekki stærstu tónleikana. I
fyrsta sinn í fyrra þurftum við að
takmarka verulega aðgang þeirra
sem ekki voru með armband þar
sem þeir sem eru með armband
verða að ganga fyrir. í Hafnarhúsinu,
Gauknum, Listasafninu og Nasa
verða engir miðar seldir en á minni
staðina munum við hugsanlega selja
einhverja miða. í fyrra var uppselt í
fyrsta sinn á hátíðina og við búumst
við því sama nú í ár,“ segir Eldar.
Glæsilegt
tónlistarlíf í Reykjavík
Segja má að þrátt fyrir okkar frægu
tónlistarmenn sem hafa öðlast
frægð og virðingu um allan heim þá
hafi Iceland airwaves komið íslandi
á kortið sem tónlistarborg til fram-
búðar.
„Það eru fáar smáborgir
sem geta státað af eins
fjölbreyttu og glæsilegu
tónlistarlífi og Reykja-
vík. Iceland airwaves
er alltaf að stækka og
vekja meiri og meiri
athygli, ekki síst er-
lendis.“
Eldar segir stærst-
an hluta þeirra sem
koma erlendis frá
koma frá Bandaríkj-
unum og Bretlandi
en nokkuð margir
koma einnig frá meg-
inlandi Evrópu, svo
sem Þýskalandi.
Allir sem vilja
o:
Kynna
Fjölbreytt dagskrá
kynna sér dagskrá hátíðarinnar
geta litið inn á glæsilegan vef,
www.icelandairwaves.
com. Þar er hægt að
nálgast fréttir, skoða
hvaða listamenn
munu koma
fram, hlusta á
tónlist sumra
þeirra og
skoða hvar
og hvenær
þeir koma
fram. Að-
gengilegur
og flottur
vefur. ■
Fjöldinn allur af frábærum lista-
mönnum kemur fram á hátíðinni
og það verður enginn hægðar-
leikur fyrir fólk að velja það úr
sem það ætlar að sjá - því það er
víst ábyggilegt að það er erfitt að
velja og hafna þegar slíkt úrval
er í boði.
Blaðið tók saman dagskrá sem hægt
er að fara eftir og nýta þvi sem best
alla dagana, fá sem mest út úr há-
tíðinni. Svo er um að gera að fara á
icelandairwaves.com og búa til sína
eigin dagskrá.
Miðvikudagur:
VaGínas - Grand Rokk - 20:00
Helgi Mullet crew - Pravda - 21:00
DIMMA - Gaukur á stöng - 21:45
I Adapt - Gaukur á Stöng - 23:15
Annie - Nasa - 00:00
Fimmtudagur:
Michael Pollock - Grand Rokk
-20:00
Bob Volume - Nasa - 21:00
Daníel Ágúst - Nasa - 21:45
Epo 555 - Nasa - 22:30
Dj Platurn - Gaukur á Stöng - 00:15
Föstudagur:
Hölt hóra - Hafnarhúsið - 20:00
Sign - Hafnarhúsið - 20:40
Dáðadrengir - Gaukur á Stöng
-21:20
Au revoir Simone - Nasa - 22:15
Juliette and the Licks - Hafnarhúsið
-23:40
Forgotten lores - Gaukur á Stöng
-01:30
Laugardagur
Lights on the Highway - Hafnarhúsið
-20:00
Nevolution - Grand Rokk - 21:20
Jeff Who - Hafnarhúsið - 22:00
Jan Mayen - Gaukur á stöng - 23:30
The (International) Noise Conspiracy
- Gaukur á Stöng - 01:00
GusGus - Nasa - 02:00