blaðið - 18.10.2005, Page 8

blaðið - 18.10.2005, Page 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 blaöiö Vekur reiði nágrannaþjóða Kínverjar og Suður-Kóreumenn mótmœla heimsókn Koizumi í Yasukuni-helgidóminn sem reistur var í minningu þeirra semfallið hafa í stríði. Hætta er á að samskipti þjóð- anna verði stirð í kjölfarið ogað heimsóknin hafi áhrifá verð japanskra hlutabréfa. Mugabe sparar ekki stóru orðin Robert Mugabe, forseti Simbabve, fordæmdi í gær George Bush, Banda- ríkjaforseta, og Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, og líkti þeim við fasistaleiðtoga sem vildu ríkja yfir heiminum. Mugabe lét stóru orðin falla á hátíð sem haldin var í Róm til að fagna 6o ára afmæli Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Mugabe sakaði ennfrem- ur Bandaríkin og Bretland um að hafa ráðist ólöglega inn í írak og að þau hefðu í hyggju að bylta ríkis- stjórnum í fleiri löndum. Mugabe hefur kennt refsiaðgerð- um Breta gagnvart Simbabve um bágt efnahagsástand í landinu sem hann segir til komnar vegna eign- arnáms á jörðum hvítra manna í landinu. Embættismenn í Banda- ríkjunum sögðu í síðasta mánuði að stjórnvöld þar í landi hefðu í hyggju að setja ferðabann á Mugabe, ráð- herra í ríkisstjórn hans og fjölskyld- ur þeirra. Evrópusambandið hefur þegar sett ferðabann á forsetann eftir ásakanir um kosningasvindl í þingkosningum í Iandinu árið 2000 og í forsetakosningum tveim- ur árum síðar. Þrátt fyrir það getur hann ferðast til landa sambandsins í tengslum við fundi á vegum Sam- einuðu þjóðanna. ■ Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, vakti reiði Kínverja og Suður- Kóreumanna með því að biðjast fyr- ir í Yasukuni helgidómnum í Tókýó sem reistur var í minningu þeirra sem fallið hafa í stríði. Samskipti þjóðanna voru stirð fyrir vegna fyrri heimsókna Koizumis í helgidóminn sem litið er á sem tákn fyrir herskáa stefnu Japana í fortíðinni. Koizumi sagði fréttamönnum eftir athöfnina að hann kæmi í helgidóminn í þeim tilgangi að biðja fyrir friði og að rík- isstjórnir erlendra ríkja ættu ekki að skipta sér að því hvernig Japanir syrgi hina föllnu. Þetta var fimmta heimsókn Koizumis í helgidóminn síðan hann varð forsætisráðherra árið 2001. Ýfirupp gömulsár íbúar Suður- og Norður-Kóreu eiga enn sárar minningar frá nýlendu- tímabili Japana sem stóð frá 1910- 1945 og Kínverjar hafa ekki gleymt hernámi Japans í síðari heimsstyrj- öldinni. Wang Yi, sendiherra Kín- verja í Japan, sagði að heimsókn Koiuzumis væri „alvarleg ögrun við kínversku þjóðina" og að kínversk yfirvöld væru staðfastlega mótfallin öllum heimsóknum forsætisráðherr- ans í helgidóminn. Sendiráð Japans í Peking ráðlagði löndum sínum að halda sig fjarri stöðum þar sem mótmæli gegn landinu kynnu að fara fram, en mik- ið var um þau fyrr á árinu í kjölfar annarrar heimsóknar Koizumis í demetra Skólavörðustíg 21 a Sími 551 1520 LOKADAGAR ÚTSÖLUNNAR Glæsilegur kristall og aðrar gjafavörur Grímsbæ við Bústaðarveg • Ármúla 15 • Hafnarstræti 106 600 Akureyri • Simi 588 8050. 588 8488, 462 4010 emait smartgina@simnet.is Cjfœsiíegur íinstaffog fiandunmð ísfensft gfer Tráðœn verð, mifið úrvaf Suður-Kóreumenn mótmæla við sendiráð Japans í Seoui, höfuðborg Suður-Kóreu. helgidóminn. Ban Ki-moon, utanrík- isráðherra Suður-Kóreu, mótmælti heimsókninni og aðstoðarmaður Roo Moo-hyun, forseta landsins, sagði að fyrirhuguðum fundi hans og Koizumis yrði að öllum líkindum aflýst. Fyrirhuguðum fundi utanrík- ísraelsmenn hafa ákveðið að hætta tímabundið samskiptum við örygg- issveitir palestínsku heimastjórnar- innar eftir að þrír ísraelsmenn voru skotnir til bana af palestínskum vígamönnum á Vesturbakkanum á sunnudag. ísraelskir embættismenn krefjast þess að Palestínumenn bæli niður aðgerðir vígamanna í kjölfar árás- anna. Ennfremur sögðu þeir að herinn myndi takmarka á ný ferðir Palestínumanna á Vesturbakkan- um eftir að losað hafði verið um hömlur á ferðafrelsi á undanförn- um mánuðum. Heimildarmaður innan ísraelska varnarmálaráðu- neytisins sagði að hersveitir myndu umkringja stærstu borgir á Vestur- bakkanum og farið yrði fram á að Paiestínumenn notuðu almennings- samgönguv cn ckki eigin blla til að ferðast á milii þeirra. Hersveitir písl- arvotta AI-Aqsa, vopnaður hópur innan Fatah-hreyfingar Mamhoud isráðherra Japans og Kína sem fara átti fram síðar í vikunni hefur einn- ig verið aflýst út af málinu. Slæm áhrif á viðskiptatengsl Heimsókn Koizumis var mótmælt í Kína og í Suður-Kóreu í gær og Gyöingur biöst fyrir á vettvangi skotárás- arinnar f Gush Etsion landnemabyggöínni á Vesturbakkanum í gær. Abbas forseta, lýsti ábyrgð á skot- árásinni á hendur sér en hún var sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í fjóra mánuði. Þrír ísraeiskir landnemar féllu í árásinni í Gush Etsion landnemabyggðinni og fjórir særðust. ■ meðal annars við sendiráð Japans í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu. Jap- önsk fyrirtæki hafa áhyggjur af því að þessi spenna í samskiptum þjóð- anna hafi slæm áhrif á ört vaxandi viðskiptatengsl milli Japans og Kína. Otflutningur Japana til Kína nemur um 13% af heildarútflutningi þjóðar- innar og flytja þeir aðeins meira út til Bandaríkjanna. Hlutabréf á mark- aði í Tókýó féllu í verði í kjölfar mót- mæla gegn Japan vegna heimsóknar Koizumis í helgidóminn fyrr á árinu og voru fjárfestar því við öllu búnir í gær. ■ Árásirnar á rússnesku borgina Nalchik: Basajev lýsir yfir ábyrgð á ódæðunum Shamil Basajev, leiðtogi uppreisnarmanna íTéténfu. Shamil Basajev, helsti leiðtogi téténskra uppreisnarmanna, hefur lýst yfir ábyrgð á árás- unum á borgina Nalchik í Suður-Rússlandi í síðustu viku. Yfir 100 manns féllu í árásunum en tölur yfir fallna eru reyndar mjög á reiki. Rúss- nesk yfirvöld segjast hafa fellt 92 vígamenn en í yfirlýsingu Basajevs segir að aðeins hafi 41 úr þeirra röðum fallið í átök- unum. Aftur á móti segjast uppreisnarmenn hafa skotið um 140 rússneska öryggisverði til bana en rússnesk yfirvöld segja þá tölu mun lægri eða 33. í yfirlýsingu Basajevs segir að 217 uppreisnarmenn hafi tekið þátt í árásunum sem beint hafi verið gegn 15 hernaðarlegum skotmörkum. Hann sagði enn- fremur að mannfall í röðum vígamanna sinna hafi komið til vegna meiriháttar upplýs- ingaleka sem hafi gert „heið- ingjunum" kleyft að senda úr- valssveitir til borgai innar og auka viðbúnað. ■ ^fjj^ Gulllína Gulllryggð þjóntisla! Krókhalsi 4 • 110 Fíeykjavik • Sírw hf>/ 1010 www.ijarket.is ísraelsmenn bregðast við skotárás á Vesturbakkanum: Dregió úr sam- skiptum tímabundiö

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.