blaðið


blaðið - 18.10.2005, Qupperneq 10

blaðið - 18.10.2005, Qupperneq 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 bla6iö Tímamót í norskum stjórnmálum: Ný ríkisstjóm í Noregi Jens Stoltenberg, leiðtogi Verkamannaflokksins og nýr forsætisráðherra Noregs, heilsar fólki fyrir utan Norska stórþingið í gær. Mannfall í loftárásum Um 70 meintir vígamenn féllu í röð loftárása bandarískra hersveita í frak á sunnudag samkvæmt upplýsingum frá bandaríska hernum. 20 manns féllu þegar herinn varpaði sprengju á hóp vígamanna sem var að reyna að koma sprengju fyrir í vegakanti austur af borginni Ramadi í vesturhluta landsins. Um 50 til viðbótar voru felldir í öðrum árásum í grennd við borgina. f yfirlýs- ingu bandarískra hernaðaryf- irvaida segir að ekki hafi verið tilkynnt um mannfall í röðum bandarískra hersveita eða á meðal óbreyttra borgara en læknir í Ramadi sagði aftur á móti að á þriðja tug óbreyttra borgara hefði fallið í árásunum. Árásirnar áttu sér stað degi eftir að frakar gengu til þjóðar- atkvæðagreiðslu um nýja stjórn- arskrá. Bráðabirgðaniðurstöður benda til að stjórnarskrárdrög- in hafi verið samþykkt. Ekki er búist við að endanlegar niðurstöður hggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi á morgun. ■ Norska landhelgisgœslan eltir rússneskan togara: Stakk af með gæslumenn um borð Áhöfn norska landhelgisgæslu- skipsins KV Tromso íhugaði í gær að skjóta viðvörunarskot- um að rússneska togaranum Elektron sem það hafði fylgt inn 1 rússneska lögsögu í Barentshafi. Til stóð að vísa togaranum til hafnar í Tromso á laugardag vegna meintra fiskveiðibrota í Smugunni. Degi síðar skildu hins vegar leiðir með skipunum og togarinn stefndi í átt til Rússiands með tvo norska eftiriitsmenn um borð. f gær nálgaðist togarinn mörk 12 mílna lögsögu Rúss- lands en innan hennar geta norsk yfirvöld ekkert aðhafst. ■ Ríkisstjórn Verkamannaflokksins, Miðflokksins og Sósíalíska vinstri- flokksins tók við völdum í Noregi í gær. Jens Stoltenberg, leiðtogi Verkamannaflokksins, er forsætis- ráðherra í hinni nýju stórn sem er ennfremur fyrsta meirihlutastjórn í landinu í 20 ár. Ríkisstjórnarflokk- arnir unnu sigur í kosningum til norska stórþingsins þann 12. sept- ember og þá fóru í hönd viðræður um málefnagrundvöll stjórnarinn- ar sem stóðu í um mánuð. f síðustu viku kynntu leiðtogar flokkanna helstu stefnumál hinnar nýju ríkis- stjórnar. Helstu stefnumál hennar verða að hækka skatta, auka fram- lög til velferðarmála og uppræta félagslegt ójafnrétti. Ennfremur stefnir ríkisstjórnin að því að kalla norskar hersveitir heim frá frak og Afganistan. Konur tæpur helmingur ráðherra Jens Stoltenberg fór á fund Haraldar Noregskonungs í gær og kynnti rík- isstjórn sína. Nítján ráðherrar sitja í stjórninni og þar af níu konur. Með- alaldur ráðherra er 44 ár og flestir Yfirvöld í Argentínu reyndu í gær að bera kennsl á lík þeirra sem brunnu í eldsvoða í fangelsi í borginni Mag- dalena á sunnudag. Að minnsta kosti 32 fangar fórust og sex slösuðust í eldsvoðanum sem varð í kjölfar uppþota í fangelsinu. f gær var ekki búið að bera kennsl á níu lík. Eldur og reykur barst hratt um fangelsið eftir að fangar lögðu eld að dýnum og teppum. Dóms- málaráðherra landsins sagði að flestir hinna fátnu hefðu kafnað en einnig hefðu fundist sár eftir hnífs- stungur á sumum líkanna. Líkin voru færð í kapellu fangels- isins þar sem bera átti kennsl á þau. Hundruð aðstandenda komu saman fyrir utan fangefsið og biðu örvænt- ingafullir fregna af ættingjum sín- um. Nokkuð var um árekstra á milli lögregfu og aðstandenda. Rannsókn á því sem gerðist er haf- in. Áður en eldurinn braust út höfðu koma þeir af landsbyggðinni. Að- eins fjórir ráðherrar koma frá Ósló. Verkamannaflokkurinn er stærsti stjórnarflokkurinn með 61 þingsæti af 169, Sósíalíski vinstrifiokkurinn með 15 sæti og Miðflokkurinn með fangar mótmælt stuttum heim- sóknartíma og farið fram á bættar aðstæður. Yfirvöld neita þó að eld- urinn hafi verið kveiktur í kjölfar mótmælanna. Óeirðir og eldsvoðar eru algeng í fangelsum í Argentínu og víðar í Suður-Ameríku. Fangelsi 11. Kristin Halvorsen, leiðtogi sósíal- ista, er fjármálaráðherra i stjórninni en Aaslaug Haga, er héraðaráðherra. Þetta er í fyrsta sinn sem Sósíalíski vinstriflokkurinn situr í ríkisstjórn í Noregi. ■ í landinu hafa yfirfyllst á undanförn- um áratug og alvarleg glæpaalda riðið yfir landið í kjölfar efnahags- hruns fyrir fjórum árum. Fyrr á ár- inu fórust átta manns eftir uppþot fanga í fangelsi í Cordoba. Rannsókn hafin á eldsvoða Ættingjar fanga bíða eftir því að komast inn í fangeisið í Magdalena þar sem á fjórða tug fanga fórust f eldsvoða um helgina. Björgunar- starf held- ur áfram Björgunarþyrlur gátu hald- ið áfram að flytja vistir til hamfarasvæða í Pakistan í gær eftir að þar stytti upp en milól úrkoma hefur hamlað mjög björgunarstarfi. Nýlegar aurskriður komu aftur á móti í veg fyrir að hægt væri að flytja vistir landveginn. Pakistansk- ir embættismenn telja nú að tala látinna sé hugsanlega komin yfir 54.000 manns. Indverjar hafa boðist til að senda þyrlur til aðstoðar við hjálparstarf í PaMstan. Yfirvöld í Pakistan hafa lýst því yfir að þau muni þekkjast boðið svo framarlega sem indversk- ir flugmenn verði ekki við stjórnvölinn. Samskipti eru stirð á milli þjóðanna sem hafa þrívegis háð styrjöld sín á milli. Nú þegar hafa Indverjar sent margs konar hjálpargögn til nágranna sinna. Flugfreyja nennti ekki í vinnuna: Hringdi inn sprengju- hótun Flugfreyja hjá SriLankan Airlines flugfélaginu hringdi inn sprengjuhótun á dögun- um þar sem hún nennti ekki í vinnuna daginn þann og vildi fá frí. Lögregla rakti símtalið og komst að því að það kom úr farsíma í eigu kærasta flug- freyjunnar. Flugfreyjunni var sagt upp störfum í kjölfarið. Á undanförnum mánuðum hafa flugvélar tvisvar sinnum þurff að snúa til baka vegna sprengju- hótunar á flugvellinum í Colombo á Sri Lanka. í síðara tilfellinu tróðst einn farþegi til bana og um 20 slösuðust þegar verið var að rýma vélina. Verð 1.850.000 eða 19.320 á mánuði* Suzuki Liana 4x4 Fjölskyldubíli með drifi á öllum, fæst sjálfskiptur $SUZUKI ...er lífsstill! SUZUKI BILAR HF. Skeifunni 17. Sími 568 5100. www. suzukibilar. is Árið 2005 eitt það hlýjasta sem mælst hefur Það stefnir í að árið 2005 verði ann- að eða þriðja hlýjasta ár sem mælst hefur í heiminum samkvæmt upp- lýsingum frá veðurstofu Bretlands. „1998 var hlýjasta ár sem mælst hefur og allt stefnir í að árið 2005 verði í öðru sæti,“ sagði Wayne Elliott, tals- maður veðurstofunnar. Veðurstofan mælir hitastig jafnt á landi sem í sjó. Síðustu fjögur ár skipa sér í sæti 2-5 yfir hlýjustu árin en mælingar stof- unnar ná aftur til ársins 1861. Þessi þróun eykur áhyggjur margra vísindamanna um að hita- stig á jörðinni sé að hækka og að maðurinn eigi þar stærstu sökina vegna brennslu jarðefnaeldsneytis og framleiðslu gróðurhúsaloftteg- unda. Talið er að þessar veðurfars- breytingar hafi ýmis konar áhrif. Meðal annars hafa einhverjir mestu þurrkar sögunnar gengið yfir Spán og Portúgal og mannskæðir felli- byljir og hitabeltislægðir gengið yfir suðurríki Bandaríkjanna og lönd í Mið-Ameríku.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.