blaðið - 18.10.2005, Page 12

blaðið - 18.10.2005, Page 12
12 I NEYTENDUR ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 blaöió Metvöxtur Veraldarvefsins Fréttavefurbreska ríkisútvarps- ins BBC greindi nýverið frá því að könnun á umfangi Veraldarvefsins hafi sýnt fram á að það hafi aukist meira á þessu ári en nokkru sinni áður. 74,4 miiljónir heimasíður Frá áramótum fram í októbermán- uð hafa um 17 milljónir vefsíðna bæst við Veraldarvefinn samkvæmt vefvöktunarfyrirtækinu Netcraft. Það eru um það bil milljón fleiri en á fyrra metárinu 2000 þegar netbólan var í sem mestum blóma. Netcraft fann alls 74,4 milljónir heimasíður og er vöxturinn frá síðustu mæling- um í september meiri en 2,68 millj- ónir. Árið í ár er það tíunda í röðinni sem Netcraft framkvæmir þessar mælingar og er athyglisvert að rýna í þann vöxt sem hefur átt sér stað. I fyrstu mælingunum árið 1995 fund- ust einungis 18.957 vefsíður en fimm árum síðar voru þær orðnar 19,8 milljónir. Vöxturinn hefur síðan þá verið mun örari eins og fyrr greinir. Þó ber að taka niðurstöðunum með þeim fyrirvara að hingað til hefur verið talið að um það bil 60% allra þeirra síðna sem Netcraft telur með séu ekki virkar. Auðveldara að koma sér á vefinn Þrátt fyrir þetta telur Rich Miller, talsmaður Netcraft, að vöxturinn sé verulegur. Helstu ástæður aukning- arinnar eru samkvæmt honum þær að minni fyrirtæki séu í meira mæli að netvæðast auk þess sem fyrirtæki almennt af öllum stærðum og gerð- um eru að nýta sér til hins ítrasta auglýsingamöguleika netsins. Vöxt- urinn útskýrist einnig af notenda- vænni hugbúnaði og þjónustu til að hleypa af stokkunum vefsíðum sem gerir það auðveldara og ódýrara að hefja netverslun með varning. Mikil aukning bloggsíðna er önn- ur breyta sem útskýrir þennan öra vöxt. Það færist sífellt í aukana að fólk alls staðar að úr heiminum haldi úti reglulega uppfærðum vef- dagbókum þar sem það skrifar um allt milli himins og jarðar. Þá virð- ist það einnig lenska að fyrirtæki kaupi lén sem eru ekki lengur virk eða uppfærð en draga samt sem áð- ur að sér umtalsverða vefumferð. Slík lén er hægt að nýta til að koma fyrirtækjunum á framfæri með því að notfæra sér auglýsingakerfin sem starfrækt eru af leitarvélarisunum Google og Yahoo. ■ Sífellt fleiri nýta sér möguleika vefsins Norrœna ráðherranefndin Heilbrigði og sóknaríœri heíð bundins matar í síðustu viku bauð Norræna ráðherranefndin, sem hefur að- setur í Kaupmannahöfn, tæplega 700 börnum á „uppskerudag" nefndarinnar þar sem þeim var kynntur hollur matur frá öllum Norðurlöndunum. Nefndin þjón- ar því hlutverki að fjalla um hags- munamál Norðurlanda og tekur ákvarðanir um framkvæmd sam- norrænna verkefna í samráði við Norðurlandaráð. Leiðarkort að heilsu- samlegra líferni Hollustuhópur fyrir Norðurlanda- búa hefur verið starfræktur af Norrænu ráherranefndinni um nokkurt skeið og setti hann upp sýningarbása við húsnæði nefnd- arinnar þar sem leiðarkort henn- ar að heilsusamlegra líferni var kynnt fyrir gestum. Hún mælir með því að fólk borði sex máltíðir á dag og leggi áherslu á fjölbrey tta fæðu. Þá voru viðstaddir hvattir til að borða meira af grófu brauði en minna af sykri og fitu og sér- stök áhersla lögð á að fólk borði meira af ávöxtum og grænmeti. Börnin sem tóku þátt í viðburð- inum fengu meðal annars ýmsa fræðslu um meðferð og nýtingu dýra til manneldis og hvers kon- ar fiðurfénaðar væri æskilegt að neyta. Vili skapa markað fyrir hefð- bundinn norrænan mat Nefndin ýtti einnig nýlega úr vör verkefni undir fyrirsögninni „Ný norræn matvæli" til að efla þekk- ingu á hráefnum til matvælafram- leiðslu og vekja athygli á norrænni matarmenningu. Verkefnið mið- ar að því að Norðurlöndin nýti sér- stöðu sína í matarhefðum og mat- armenningu í kynningarskyni. Þekking á norrænum matvælum er ekki eins víðfeðm og ráðherrar Norðurlandanna telja æskilegt og því þótti nauðsynlegt að ráðast í svona verkefni. Einfaldur og góður matur. Hugmyndin er sú að kynna Norð- urlöndin sem heimshluta sem framleiðir einfaldan, öruggan og góðan mat. Með þessu er leitast við að styrkja stöðu Norðurlanda á alþjóðlegum matar- og ferða- þjónustumarkaði. Vonast er til að verkefni auki skilning utanaðkom- andi þjóða á hefðbundnum mat Norðurlandanna og skapi nýjan markað fyrir hann. Tilgangurinn er að styrkja norrænan matvælamarkað og matvælaframleiðslu í norrænu ríkjunum og markaðssetja Norð- urlönd á alþjóðamarkaði á þeim forsendum. ■ Bensinverð lœkkarenn Bensínverð lækkaði þrjá daga í röð í síðustu viku og er lægsta verðið í dag hjá Orkunni, 108,6 kr., en sama verð er á lítranum á öllum bensínstöðvum þess söluaðila. Orkan býður viðskipta- vinum sínum einnig upp á að notast við fyrirframgreidd bensín- frelsiskort sem veita korthöfum aukalega 3 króna afslátt. Þeir sem eru með slík kort fá því lítrann af 95 oktana bensíni á 105,6 kr. Hæst var sjálfsafgreiðsluverðið 110,2 krónur á ýmsum sölustöð- um stóru olíufélaganna þriggja, Oiís, Essó og Skeljungi. Lægsta lítraverð hefur því lækkað um 2,9 krónur frá síðustu könnun okkar þann 10. október síðastliðinn þeg- ar það var 111,5 krónur. feh 1 eru ódýrastir? Samanburður á verði 95 oktana bensíns AO — Sprenglsandur 108,80 kr. Köpavogsbraut 108,80 kr. Óseyrarbraut 108,80 kr. Vatnagaröar Fellsmúli Salavegur eeo 108,80 kr. 108,80 kr. 108,80 kr. (0) fltt. 110920 kr. 110,20 kr. Alfheimar Ananaust Gullinbrú BolisB I10,20kr. 110,20 kr. 109,70 kr. Elöistorg Ananaustum Skemmuvegi ORKANj 108,60 kr. 108,60 kr. 108,60 kr. Arnarsmári Starengi Snorrabraut 03 Mfrtbmrti 108,80 kr. 108,80 kr. 108,80 kr. /rn\ Gylfaflöt Bæjarbraut Bústaðarvegi 109,70 kr. 110,20 kr. 110,20 kr. 1mdii Opið laugard. 10-14 Allar nánari uppl. www.orninn.is Visa- og Euroraðgr. SCHWINN PRO-rOXM NordicTrack™ <r>a/BEX NAUTILUS sem SKÍta þérámvigrL Landsins mesta úrval af hlaupabrautum við allra hæfi. Fyrir heimili, vinnustaði, íþróttahús, líkamsræktarstöðvar, skip og fl. Margir verðflokkar. Tækin eru uppsett í verslun! TaJdu dfní með íækjum... ÖRNINNV* Skeifunni 11 d, Sími 588 9890 Nýr iPod á markað Apple tölvurisinn hefur svipt hulunni af nýjustu útgáfu sinni af iPod spilaranum, iPod sem spilar myndbönd, og verður hann þvi líklega áberandi í jólapakkaflóðinu íár. Getur hýst 150 klukku- tíma af myndböndum Nýi iPodinn getur hýst allt að 15.000 lög, 25.000 mynd- ir og um 150 klukkutíma af myndböndum sem hægt er að horfa á á 2.5 tommu litaskjá. Minni gerðin verður með 30 GB minni og sú stærri með helmingi meira, eða 60 GB. Rafhlaða hins nýja iPods hefur líka verið betrumbætt og endist nú í allt að 20 klukkustundir, sem er aukning um heilar 5 klukkustundir frá því sem áður var. Þá er minni gerðin sem nú er að koma á markað miklu þynnri en fyrirrennar- arnir og tekur um 45% minna pláss en upprunalegi iPodinn. Hægt að horfa á uppá- halds sjónvarpsþáttinn Apple tilkynnti um leið að fyr- irtækið hefði náð samningum við afþreyingarrisann Disney sem mun gera þeim er fjárfesta í nýja iPodnum kleift að hala niður og horfa á vinsælar sjón- varpsþáttaraðir eins og Lost og Desperate Housewifes. Sú þjónusta er þó enn sem komið er einungis á boðstólunum fyrir viðskiptavini Apple í Bandaríkjunum en samkvæmt fréttatilkynningu er von á henni til Evrópu fljótlega. Sam- hhða þvf að nýi spilarinn var kynntur var tilkynnt að Apple er búið að opna fyrir aðgengi að meira en 2000 tónlistar- myndböndum í iTunes verslun þeirra á netinu. Myndböndin kosta um 200 krónur stykkið. Þá geta notendur sótt sex teikni- myndastuttmyndir frá Óskars- verðlaunahöfunum hjá Pixar. ■

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.