blaðið - 18.10.2005, Page 15

blaðið - 18.10.2005, Page 15
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 VÍSINDI I 15 Þekkingu manna kollvarpað með fornleifafundi Fundur á Hobbita kollvarpar þekkingu manna Höfuðkúpa Homo florensiensis Vísindamenn hafa fundið beina- grind af tegund manns sem er fullvaxinn en þó ekki stærri en þriggja ára gamalt barn, með höf- uðkúpu á stærð við greipaldin að sögn vísindatímaritsins Nature. Að sögn tímaritsins bjuggu þeir á Ind- ónesíu fyrir um 12.000 árum. Það eru vísindamenn frá Ástraliu og Indónesiu sem fundu beinin og teg- undin hefur verið nefnd eftir Homo florensiensis eftir eyjunni sem hún fannst á. Eftirvænting eftir frekari fundum „Flórensfólkið hefur komið þvert á allt sem maður hélt, hafði þekkt og hélt að maður hefði þekkingu um,“ segir mannfræðingurinn Har- aldur Ólafsson sem hefur kennt um þróun mannsins í Háskóla íslands. Hann segir að málið hafi svo sann- arlega vakið áhuga sinn enda segir hann margt í málinu þess eðlis að það krefjist þess að fræðin verði end- urmetin. Hann segir það eðli fræð- anna að þau krefjist sífelldrar endur- skoðunar því alltaf sé að koma fram nýþekking. „Maður bíður eftir frek- ari fundum og þeir vekja menn mjög til umhugsunar. Enda gætu fundirn- ir breytt gífurlega miklu í þekkingu manna á mannkyninu, þróun þess og hvernig það hafi getað þróast á mismunandi hátt.“ Hann segist því fullur af áhuga og forvitni. Bein af Hobbit fundin Beinin sem fundust voru af konu sem er rétt um 1 meter á hæð og um 25 kíló. Hún er af tegundinni Homo florensiensis og hefur verið kölluð Hobbit eftir Hobbitunum í Hringadróttinssögu. Fundirnir á tegundinni Homo florensiensis eru sífellt að færast nær okkur í tíma en áður höfðu fundist leifar frá 18.000 árum en þeir nýjustu eru síðan fyrir 12.000 árum. Samkvæmt upplýsing- um frá fundunum veiddu Hobbit- arnir smáu sér ekki einungis til mat- ar heldur elduðu þeir hann einnig og merki á steinum gefa til kynna að eldur hafi verið notaður til matar- gerðar. Síðan gröfturinn hófst er talið að fundist hafa bein af allt að níu einstaklingum sem óneitanlega gefur vísindamönnum möguleika á að rannsaka lífveruna frekar. Fyrsti fundurinn á hobbitum sýndi að teg- undin væri 18.000 ára gömul en þau bein sem nú hafa fundist sýna að líf- veran var uppi fyrir 12.000 árum. Þróaðist Homo florensiens- is frá Homo erectus? I fyrstu var talið að um beinagrind af barni væri um að ræða en frekari rannsóknir hafa sýnt að um full- orðna manneskju var að ræða og fót- leggur sem fannst sýnir að lífveran hafi gengið á báðum fótum. Sú álykt- un hefur verið dregin að tegundin hafi þróast frá Homo erectus en leifar af þeirri tegund hafa fundist á eyjunni Java. Þá hefur verið álykt- að að Homo erectus hafi ferðast yfir frá Flores á bát og þróast á eyjunni. Áður hefur slíkt verið talið óhugsan- legt þar sem að á þessum tíma hef- ur verið talið að lífverur hafi ekki verið taldar búa yfir svo flókinni Homo florensiensis, eins og hún er talin hafa litið út þekkingu. Það vekur mikla undrun hversu þróaðir Hobbitarnir virðast hafa verið og það er jafnvel talið að þeir hafi verið farnir að þróa hljóð sem er vísir að tungumáli. Gæti leitt til að endurskrifa þurfi kennslubækur Málshátturinn sem notaður er í ýmsum tungumálum að „heimskir séu jafnan höfuðstórir" virðist eiga vel við í þessu samhengi enda voru Hobbitarnir mjög svo höfuðlitlir og bjuggu yfir mikilli hæfni. Uppgötv- anir þessar eru hugsanlega sagðar leiða til þess að endurskrifa þurfi bækur sem fjalla um þróun manns- ins. Það er margt í fundinum sem vekur áhuga vísindamanna. Þar má nefna stærð heila Hobbitanna en höfuðkúpan gefur til kynna að fundurinn blási á fyrri þekkingu þar sem stærð heila er tengd við þróun mannsins. Ennfremur þykja verkfærin sem liggja við hlið Hob- bitanna einkar áhugaverð því verk- færanotkun gefur til kynna mikla þróun mannsins og hefur hingað til einungis fundist við hlið þróaðra manna, ekki við hlið manns með svo lítinn heila sem Hobbitinn hef- ur. Vegna þess hversu leifarnar eru nýlegar gefur það von um að hægt sé að nýta DNA við rannsóknirnar sem gæti gefið okkur þekkingu sem menn hafa áður ekki vonast eftir að finna. Frekari niðurstöðum úr rann- sóknunum á Indónesíu er beðið með eftirvæntingu enda telja marg- ir að hægt verði að finna Hobbita sem séu nær okkur á tímatalinu. sara@vbl.is Getum við kennt foreldrum okkar um svefnleysi? Ef þú ert ein af þessum manneskj- um sem átt erfitt með svefn þá er hugsanlegt að þú hafir erft það frá foreldrum þínum. Þetta hefur með- al annars komið fram í rannsóknum sem framkvæmdar voru í Háskólan- um í Ziirich. f rannsókninni voru svefnvenjur tveggja hópa bornar saman við genamengi þeirra. Mismunandi áhrif koffeins á fólk Annar hópurinn samanstóð af ein- staklingum sem fann að koffein trufl- aði svefn þeirra en seinni hópurinn sofnaði auðveldlega þótt einstakling- arnir hafi verið látnir drekka sterkt kaffi seint um kvöldið. Munurinn fólst einkum í hversu viðkvæmir einstaklingarnir voru við koffeini. Með því að rannsaka DNA hjá ein- staklingunum kom í ljós að þeir sem þoldu koffein vel hafa meira þol í genunum og eiga almennt auðveld- ara með að festa svefn. Rannsóknir hafa sýnt að 10% af einstaklingum hafa erft erfiðleika með svefn frá öðrum eða báðum foreldrum sín- um. Niðurstöðurnar eru taldar geta aðstoðað fólk við að finna lækningu við svefnvandamálum og til að ná betri og dýpri svefni í framtíðinni. Vatnispraut- að i skýin Stephen Salter er verkfræðingur sem deyr ekki ráðalaus. í mörg ár hefur hann reynt að finna leiðir sem sporna gegn gróðurhúsaáhrifunum og núna hefur hann fundið enn eina slíka. Hann ætlar að fara með flota af skút- um út á sjó og láta þær sprauta smá- dropum upp í skýin í þeim tilgangi að draga úr hnattrænni hitun. Droparn- ir munu örva hvítleika lágskýjanna þannig að endurkast sólar aukist. Salter hefur lýst því yfir að 500 sprautunarskútur munu fresta því að gróðuhúsaáhrifm aukist á þeim hraða sem þau gera núna. Hann hefur lýst þvl yfir að hann bindi gríðarlega miklar vonir við þessa nýju aðferð og vonast til að fá stuðning yfirvalda. Margir vísinda- menn hafa lýst yfir stuðningi sínum við Salter á meðan aðrir eru tortryggn- ir. ■ -ÖSSSS' Tómstundahúsið Nethyl 2, sími 5870600, www.tomstundahusid.is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.