blaðið - 18.10.2005, Page 16
16 I BÖRN OG UPPELDI
ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 blaAÍÖ
Helmingur
mála felld-
ur niður
Á þeim sjö árum sem Barna-
hús hefur verið starfrækt hafa
komið 1.047 börn í viðtöl.
Stærsti aldursflokkurinn er
6-9 ára. Ef skoðaðar eru upp-
lýsingar frá Ríkissaksóknara
má sjá að frá árinu 1998 til
ársins 2003 bárust þeim 302
mál um kynferðisbrot gegn
17 ára börnum og yngri. Af
þeim enduðu 99 mál með
sakfellingu, 22 með sýknu en
159 brot voru felld niður. Mikil
aukning hefur orðið í brotum
sem berast Ríkissaksóknara
en árið 1998 bárust 13 mál til
hans en árið 2003 voru þau 75.
Ekki dæmt
efbrotaþoli
er einn
Jóhanna K. Jónsdóttir og Þor-
björg Sveinsdóttir gerðu rann-
sókn þar sem þær rannsökuðu
framburð 60 barna sem komu
í Barnahús vegna lögreglurann-
sóluiar á árinu 1999. í ljós kom
að framburður sakborninga er í
fæstum tilvikum í samræmi við
framburð barna en tilhneiging
er hjá sakborningum að játa á
sig veigaminna brot en barn
hefur tilgreint. Einn er fram-
burður barns í flestum tilvikum
ekM nægilegur til saJcfellingar
og má sín lítils gegn staðfastri
neitun sakbornings. Dómur
féll 1 öllum málum þar sem
brotaþolar voru fleiri en einn.
Öll þjónusta í Barnahúsi
Dómarar meta hvar
best er að rœða við börn
í vel grónu og vinalegu hverfi í
Reykjavík stendur Barnahús, líkt
og skjól gegn vindum, sem það
vissulega er í meiri skilningi en
einum. Barnahús hóf starfsemi
sína í nóvember 1998 og er ætlað
að sinna málefnum barna sem
grunur leikur á að hafi sætt
kynferðislegri áreitni eða ofbeldi.
Markmið Barnahúss er að veita
börnum sem þolað hafa kynferði-
sofbeldi alla þá þjónustu sem þörf
er á á einum stað.
Vigdis Erlendsdóttir, forstöðumaður
Barnahúss, segir að Barnahús gegni
mildlvægu hlutverki. „Það er svo
brýnt að skapa umhverfi sem auð-
veldar börnunum að segja frá vegna
þess að vandinn er sá að ef börnin
eru eldd tilbúin til að segja ffá þá er
mjög erfitt að vinna í þessum málum.
Það er náttúrulega íþyngjandi fýrir
börn að margsegja þessa sögu. Fyrir
utan það þá er lítil skilvirkni fólgin
í því að vera að fá sömu upplýsingar
hvað eftir annað á ólíkum stöðum.
Svo er það líka þannig að það myndi
skaða trúverðugleika framburðar
barnsins fyrir dómi ef það væri marg-
búið að spyrjaþað áður en það mætti
fyrir dóm að gefa skýrslu.“ Vigdís
bætir við að þetta sé flókinn mála-
flokkur og það sé því mikilvægt að
safna þekkingu saman og samræma
og samhæfa vinnubrögð þeirra sem
koma að málum af þessu tagi til þess
að þau séu leyst á faglegan og skilvirk-
an hátt.
Brotaþolar allt niður í kornabörn
Dómurum er í sjálfvald sett hvort
Héraðsdómur
Reykjavíkur
nýtir sér ekki
Barnahús
I Barnahúsi er góð aðstaða
til skýrslutöku barna þar
sem barnið er ávallt eitt með
sérhæfðum viðmælanda í
viðtalsherbergi en viðstaddir
fylgjast með á sjónvarpsskjá
og geta beint spurningum til
spyrilsins. Samkvæmt Vigdísi
Erlendsdóttur eru það helst
dómarar í Héraðsdómi Reykja-
víkur sem kjósa að nota ekki
Barnahúsið þegar viðtöl eru
tekin við börn í kynferðisbrota-
málum. í staðinn kjósa þeir
að nýta sér sérbúna aðstöðu í
Héraðsdómi. Þrátt fyrir ítrekað-
ar tilraunir náðist ekki í neinn
hjá Héraðsdómi Reykjavíkur til
að fá skýringu á ástæðu þess að
dómarar nýttu ekki Barnahús.
Barnahús
að íslenskri
fyrirmynd
Barnahús hefur vakið mikla
athygli erlendis. Svo milda
raunar að sænskyfirvöld
opnuðu fyrsta Barnahúsið í
Svíþjóð í enda september og
húsið er að íslenskri fyrirmynd.
Barnahúsið í Svíþjóð er stað-
sett f Linköping en þar hefur
miðstöð Svía í rannsóknum og
meðferð lrynferðisbrota á börn-
um verið staðsett.Áform eru
uppi um að opna fleiri Barna-
hús í Svíþjóð í náinni framtíð.
brotaþolar séu yfirheyrðir í Barna-
húsi eða ekki en Vigdís segir að flest-
ir nýti Barnahús. „Sumir óttuðust að
dómarar myndu taka þetta algjörlega
upp á sína arma og við myndum þá
missa þessi mál úr höndunum á okk-
ur en það gerðist ekki. Langflest mál
koma til okkar en dómarar meta það
í hverju tilviki og það er í rauninni
Héraðsdómur Reykjavfkur, fyrst og
fremst, sem kýs að gera þetta í sfnum
húsakynnum og án okkar aðstoðar
en aðrir leita hingað.“ Vigdís segir
að málum sé vísað til Barnahúss þar
sem börnin eru allt niður í korna-
börn. „Þótt ekki sé hægt að tala við
börnin þá eru framkvæmdar læknis-
skoðanir hérna aukþess sem forráða-
menn svo ungra barna kunna að hafa
þörf fyrir leiðbeiningar og ráðgjöf.
Við notum sérstaka aðferð til að ræða
við börnin og ræðum ekki við yngri
börn en þriggja og hálfs árs. Þetta er
svanhvit@vbl.is
BlaÖiÖ/Frikki
aðferð sem hentar vel til þess að afla
staðreyndaupplýsinga og er mjög ólík
hefðbundnu meðferðarviðtali."
Lítil börn skilja ekki ofbeldið
Þegar tölur yfir komu barna í Barna-
hús eru skoðaðar má sjá að stór hluti
barnanna er á aldursbilinu 6-9 ára.
Þegar Vigdís er spurð hverju þessu
sæti segir hún að þá séu börnin að
stfga sín fyrstu skref í skólanum og
komast þá kannski í tæri við önnur
börn. „Þá eru þau lfka í umhverfi þar
sem þau geta sagt frá. Börn sem eru
mjög lítil hafa ekki skilning á því að
það er verið að brjóta á þeim. Maður
heyrir frásagnir þar sem börn skilja
ekki að eitthvað sé að. Lítil börn hafa
svo takmarkalaust traust á fullorðn-
um að þau skilja þetta kannski ekki
fyrr en þau eru orðin 6-7 ára.
HYUNDAI - RENAULT • BMW • LAND ROVER
Sama hvernig
þaö lítur út
fáðu kaupaukann beint í veskið
*Frí ábyrgðar- og kaskótrygging í 1 ár. Gildir ekki með öðrum tilboðum.
Bensínkort með 50 þúsund króna inneign
og fti ábyrgðar- og kaskótrygging* fylgir nú
öllum nýjum bílum frá B&L. Ef þú ert í
bílahugleiðingum, fáðu þér nýjan og glæsilegan
Hyundai, Renault, Land Rover eða BMW með
kaupauka sem þú færö beint í veskió, að
verðmæti allt að 140 þúsund krónur.
Komdu við hjá okkur. Vlð erum með bílinn
handa þér.
B£|jvr
LÝSING
HYUnDRI
hefur gæðin
B&L - Grjóthálsi i - íio Reykjavík - 575 1200 - www.bl.is
OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 10 TIL 18 OG LAUGARDAGA FRÁ KL 12 TIL l6.
GO BEYOND™
REIMAULT
Btlasala Akureyrar sími 461 2533 • Btlás Akranesi sfmi 431 2622 • SG Bílar Reykjanesbæ sími 421 4444
Áki Sauöárkróki sími 453 6140 • Bíla- og búvélasalan Hvammstanga sfmi 451 2230 • Álaugarey Höfn sími 478 1577