blaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 18
26 I AFÞREYING
ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 blaöiö
HOLLYWOOD
VILL BITA AF
EPLINU
Nokkrum dögum eftir að Apple
kynnti iPod video til sögunnar
hafa fimm sambönd leikara,
höfunda og leikstjóra óskað eftir
viðræðum til þess að tryggja að
peningar fyrir bíómyndir og sjón-
varpsþætti hlaðið með iTunes
Apple lendi örugglega í réttum
vösum. „Við hlökkum til að
heyra í þeim sem standa að iPod
video til þess að ganga úr skugga
um að meðlimir sambandanna
fái greiðslur fyrir verk sín.“
ABC sjónvarpsstöðin og Apple
hafa gert samning sín á milli
þess efnis að Apple megi selja
t.d. hina geysivinsælu sjónvarps-
þætti Lífsháski (e. Lost) daginn
eftir að þeir eru sýndir í sjón-
varpi vestanhafs. ABC er hins
vegar einungis fyrsta sjónvarps-
stöðin af mörgum til þess að
gera samning sem þennan og er
búist við að fleiri fylgi í kjölfarið.
Apple mun selja þætti ABC fyrir
$1.99 (um 125 krónur) og hafa
samböndin áhuga á að koma
höndum á eitthvað af þessum
krónum. „Ég er spenntur yfir því
að geta horft á þættina mína í
lófanum, en ég vil líka vera viss
um að fá rétt borgað," sagði
Patric Verrone, forseti Sambands
höfunda.
MICROSOFT
TIL NÍGERÍU
Microsoft og stjórnvöld í Nígeríu
hafa tekið höndum saman og
ætla að uppræta Nígeríubréfin
svokölluðu. Þau koma með
tölvupósti og lofa viðtakendum
gulli og grænum skógum ef
þeir bara gefa upp reiknings-
númer sitt eða leggja inn á
reikning í Nígeríu lága upphæð
(miðað við það sem er í boði).
Samfara þessu skoða stjórn-
völd í landinu að gera sendingar
ruslspósts á netinu refsiverð-
ar þannig að allt að þriggja
mánaða fangelsi fáist fyrir.
SU DOKU talnaþraut nr. 73
Leiðbeiningar
Su Doku þrautin snýst um að
raða tölunum frá 1 -9 lárétt
og lóðrétt í reitina, þannig
að hver tala komi ekki nema
einu sinni fyrir í hverri línu,
hvort sem er lárétt eða lóðrétt.
Sömu tölu má aukin heldur
aðeins nota einu sinni innan
hvers níu reita fylkis. Unnt er
að leysa þrautina út frá þeim
tölum, sem upp eru gefnar.
6 2 7 5
5 7 1
9 3
2 1 9 6
7 8 4
6 1
6 7
3 9 4
4 6 1 2
Lausn á 73. þraut
verður aö íinna í
blaðinu á morgun
Lausn á 72. gátu
2 4 3 9 5 8 7 1 6
7 8 5 3 6 1 2 9 4
6 9 1 7 2 4 8 3 5
8 6 9 5 4 3 1 2 7
1 2 4 6 9 7 3 5 8
3 5 7 8 1 2 4 6 9
5 7 8 1 3 9 6 4 2
9 1 2 4 7 6 5 8 3
4 3 6 2 8 5 9 7 1
LEIKIR (SENA : VIKA 41)
1 Fifa 06 Allarvélar
2 Black / White 2 PC
3 BurnoutRevenge PS2/Xbox
4 Sims 2 Nightlife PC
5 NBAIive 06 PS2/Xbox
6 World ofWarcraft PC
7 Singstar Pop PS2
8 Warcraft XXVI PS
9 Counter-Strike 1 Anthology PC
10 Total Overdose PC/PS2/Xbox
11 Sims2 PC
12 FifaManager06 PC
13 Warhammer D.0.W.W.A PC
14 Incredible Hulk - U.D PS2/Xbox
15 Charlie & The Chocolate Factory PC/PS2/Xbox
-»,
Mýjasti leikurinn frá framleiðendun-
um sem færðu okkur Grand Theft
Auto seríuna mun láta spilara leggja
í einelti. Foreldrar eru æfir.
i’að velkist enginn í vafa um að
jSTA serían náði nýjum hæðum í San
Andreas leiknum en framleiðandinn,
Rockstar Games, lætur engan bil-
bug á sér finna og ætlar að feta í
ný fótspor með leiknum Bully
- Back to schoöí. Á sýnishornum ,
á heimasíðu Rockstar má sjá '
hvernig aðalpersóna leiksins
lumbrar á skólafélögum
sínum og óneitanlega
bendir nafn leiksins til
þess að einelti og almennt
ofbeldi verði í hávegum
haft. Miðað við helstu
upplýsingar sem til eru
um Bully - sem þó eru
mjög takmarkaðar - er
ætlunin að gefa fólki kost
á því að gera það sem það
sér eftir frá skólaárunum,
t.d. reyna við sætu stelpuna í bekknum, svara
kennaranum fullum hálsi og svo framvegis.
Nú hafa mótmælaraddir heyrst vegna
leiksins eftir að móðir, sem segir að einelti
hafi leitt dóttur hennar til sjálfsvígs, hóf
undirskriftasöfnun á netinu til þess
að korna í veg fyrir að leikurinn
komi út. Móðirin, Rochelle Sides,
segir að Bully komi til með að búa
til sýndarveruleika Columbine
fyrir krakka. „í kjölfarið áf
þessum leik mun ofbeldi í
skólum verða mun meira en
það er nú þegar. Tæplega
tooo manns höfðu skrifað
undir söfnunina í gær þótt
sérfræðingar telji ólíklegt
að hún muni hafa áhrif
á útgáfu leiksins. Þá telja
sumir að leikurinn muni
aldrei ná miklum hæðum
þar sem hann muní ekki
ná til markhópsins."
Risastórt plakat af leikkonunni og rithöfundinum Pamelu Anderson prýðir vegg á stærstu bókahátíð heims sem opnuð verður í Frankfurt í Þýskalandi í dag. Eins og vitað er hefur strandvörðurinn fyrrverandi söðlað um og lagt
stund á ritsmíðar undanfarið og lagt sundbolinn á hiliuna. Nýjasta bókin hennar, Star struck, hefur fengið góðar viðtökur erlendis og selst eins og heitar lummur víða. Star struck er sjálfstætt framhald fyrri bókar Pamelu, Star, en
sú segirfrá raunum leikkonu sem líkist Pamelu sjálfri skuggalega mikið.