blaðið - 18.10.2005, Qupperneq 29
blaðiö ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005
DAGSKRÁ I 37
◄
◄
Eastwood sýnir
báðar hliðar
Clint Eastwood mun gera tvær myndir samhliða hvor annarri til að fjalla
um baráttuna í Iwo Jima. Ein verður frá sjónarhóli Bandaríkjanna en hin verður
sögð frá sjónarhóli Japans, samkvæmt Time-magazine. Clint hefur lokið við amer-
ísku hlið málsins, Flags of Our Fathers, og mun bráðlega hefja tökur á japönsku
hliðinni í febrúar sem fær nafnið Lamps Before the Wind. Eastwood segir
um gerð myndanna: „Ég veit ekki, stundum fær maður bara eitthvað á
tilfinninguna. Manni finnst að maður geti gert eitthvað gott og verður
bara að treysta innsæi sínu.“ Myndirnar tvær munu sýna að bardag-
inn í Iwo Jima var ekki bara vopnaskak heldur líka árekstur ólíkra
menningaheima. ■
EITTHVAÐ FYRIR...
Asa Briem stjórnar Hlaupanótunni á Rás 1
Sjónvarpið, Hrjóta ekki allir? - kl.
21.25
Hrjóta ekki allir? er yfirskrift nýrr-
ar fræðslumyndar um kæfisvefn
á Islandi. í þessari nýju íslensku
fræðslumynd útskýra læknar og
hjúkrunarfræðingar hvað kæfisvefn
er og hvernig hægt er að meðhöndla
ástandið. Umsjón með myndinni
hefur Páll Kristinn Pálsson.
Hvernig hefurðu það í dag?
.Ljómandi fint, þetta virðist ætla að verða
nokkuð hefðbundinn dagur. Ég erað
vinna að undirbúningi við þáttinn sem ég
sé um í dag."
Hvenær byrjaðirðu fyrst að vinna í
fjölmiðlum?
,tg byrjaði að vinna hjá RÚV árið 2003 í
afleysingum og með námi. Ég hef verið
með ýmislegt í útvarpi og hef meðal
annars einhvern tíma verið með þátt um
indverska tónlist. Þá hef ég stundum séð
um útsendingar á sinfóníutónleikum. Það
er alltaf bein útsending á fimmtudögum
og við hjá RÚV skiþtumst á að sjá um þá.
Hlauþanótan er aðalþátturinn sem ég sé
um og ég tók við honum árið 2003."
Geturðu lýst dæmigerðum degi hjá
Ásu?
,Dagarnir eru mjög fjölbreytilegir og það
er eitt það skemmtilega við þessa vinnu.
En flesta daga er ég að hlusta á tónlist og
lesa mér til um hana. Oft nýja tónlist sem
ég þekki ekki og hef ekki heyrt áður en
það er mjög gaman. Þá vinn ég mikið ég
vefnum okkar, www.ruv.is/hlaupanotan,
en það fer frekar mikil vinna í hann. Þá er
ég mikið að lesa mig til, leita að tóndæm-
um og svo framvegis og gera skýrslur og
fleira skemmtilegt."
Hvað er uppáhalds sjónvarpsefnið
þitt?
„Alls konar heimildaþættir sem Sjónvarþið
sýnir svo oft og má þar nefna heimilda-
þætti um geiminn."
Sirkus, Laguna Beach (3:11) - kl.
21.00
Einn ríkasti og fallegasti strandbær
Veraldar og
Sirkus er
með ótak-
markaðanað-
gang að átta
moldríkum
ungmenn-
um sem búa
þar. Bærinn
er paradís á
jörðu.
Skjár 1, Design Rules - kl. 20:00
Láttu Laurence Llewellyn-Bowen
leiða þig í gegnum grundvallarregl-
ur innanhússarkitektúrsins. f þátta-
röðinni er fjallað um allt frá litasam-
setningum og nýtingu rýmis upp
í verkstjórn yfir saumakonum og
teppalagningarmönnum.
Hvað er uppáhalds tónlistin þín?
,Ég hlusta á mjög fjölbreytta tónlist og
á mér engann einn uppáhalds tónlistar-
mann. Ég hlusta á mismunandi stefnur
af tónlist, var til dæmis með þátt um
indverska tónlist. Ég er með bakgrunn
í klassískri tónlist, tók meðal annars
einleikarapróf í píanóleik."
Langaði þig að verða
útvarpskona þegar þú
varst lítil?
„Nei, ég held mér hafi aldr-
ei dottið f hug að verða
útvarpskona. Ég held frel-
ar að ég hafi viljað verða
búðarkona eða eitthvað
mjög hefðbundið."
Hvernig finnst þér að
vinna í útvarpi?
„Mérfinnst alveg rosalega
skemmtilegt að vinna
i útvarpi og þetta er
tvímælalaust ein skemmti
legasta vinna sem ég hef
unnið. Enda erég
er umkringd svo
skemmmtilegu
og gáfuðu
fólki í vinn-
unni."
Hver er uppáhalds útvarpsmaður eða
-konan þín?
„Þetta er mjög viðkvæm spurning, ég á
mjög erfitt með að gera upp á milli sam-
starfsfólks míns og ég vill síður gera það."
Ervinnan ífjölmiðlum öðru-
vísi en þú bjóst við?
„Nei, ég myndi ekki segja
það nema kannski að
því leyti að þetta er
mjög fjölbreytt starf."
Tyrkneska sjónvarpið
fjallar um Ástarfleyið
Tökur hafa nú staðið yfir á Ástarfl-
eyinu í nokkra daga við strendur
Tyrklands við Miðjarðarhafið.
Snekkjan sem þátttakendur eru á
er engin smásmíði, glæný og búin
öllum þægindum dýrustu lúxus-
snekkja. Eins og ætla má hefur geng-
ið á ýmsu þessa fyrstu tökudaga
hinum megin við hafið. Nú þegar
hafa til dæmis tvær stúlkur orðið
hrifnar af sama stráknum sem hef-
ur skapað mikinn hita um borð 1
Ástarfleyinu.
Tyrkneska sjónvarpið fjallar
um íslendingana í þættinum
Á miðvikudaginn síðasta gerðist
það svo að tyrkneska sjónvarpið
fjallaði um Islendingana og þáttinn.
Þetta er í fyrsta sinn sem Loveboat,
eins og þátturinn heitir á frummál-
inu, er tekinn upp í Tyrklandi. Nú
þegar hafa verið tekin viðtöl við
marga keppendur og alla umsjónar-
menn þáttarins á staðnum. Merki-
legast fannst tyrkneska sjónvarp-
inu hve opnir þátttakendur voru
fyrir því að finna sér lífsförunaut
á snekkjunni. Ekki sögðust þó all-
ir taka þátt í þeim tilgangi og sáu
þetta því meira sem ævintýri eða
langt partí. Tyrkneska sjónvarps-
fólkið spurði einnig framleiðendur
þáttarins spjörunum úr. Þátturinn
fékk mikla umfjöllun í tyrkneska
sjónvarpinu og í dagblöðum.
Islenskur veruleikaþáttur
500 íslensk ungmenni sóttu um að
komast um borð í bátinn, 40 kom-
ust áfram í viðtöl en aðems 14 fengu
að fara út. Sjö strákar og sjö stelpur.
Fólk frá mörgum mismunandi lönd-
um sótti um en átti það samt allt
sameiginlegt að tala íslensku sem
aðaltungumál. Ástarfleyið er nýr
íslenskur raunveruleikaþáttur sem
sjónvarpsstöðin Sirkus mun hefja
sýningar á næsta fimmtudag, 20.
október. Verkefnið er stærsta verk-
efni Sirkuss til þessa en þátturinn
hefur strax vakið mikla athygli. ■
Morgunverður/Brunch
Mán-fös frá 08:00 til 11:30
Lau-sun frá 09:00 til 15:00
o
O L I V <? R
www.cafeoliver.is
Hvernig lýst þér á nýja Kastljósið?
Fida Abölebdeh
„Bara mjög vel þetta er
rosalega flott, meira slúður
og skemmtilegra."
Gunnar Gunnarsson
„Ég hefekki séð það
þannig að ég get ekkert
sagt um það."
Guðmundur
Óskarsson
„Bara nokkuð vel það
sem maður hefur séð
afþví."
VMtm
Claudia
„Á hvaða rás er það?"
Marín Rut
Kristjánsdóttir
„Ég hefekkertfylgst
með því."
Wala Abölebdeh
„Mér líst vel á það, það
er miklu skemmtilegra
núna."
Holmes hœttir við mynd
Hin ófríska unnusta Tom Cruise,
Katie Holmes, hefur hætt við að
leika í bíómyndinni Shame on you
því hún er hrædd um að stressið
við tökurnar hafi vond áhrif á ófætt
barn hennar. Hin 26 ára leikkona
úr myndinni Batman Begins hafði
skrifað undir samning um að leika
konu Spade Cooleys 1 nýrri Dennis
Quaid-mynd. Þessar fréttir tefja tök-
ur myndarinnar í New Orleans enn
meira, en tafir voru orðnar umtals-
verðar vegna fellibylsins Katarinu.
Hollywood-parið, sem á eftir að
tilkynna dagsetningu á brúðkaupi
sínu, sagði frá því að þau ættu von á
barni fyrir tveimur vikum. ■
íslensk
trúarbragSasaga
efrir Þórhall Heimisson
-T
sr-
Hin mörgu andht
trúarbragðanna
> ijt
a w4|
TrOarttreytinger,
,c nýi»< ttuMtiugmy<m*_
Kristni • íslam • gyÖingdómur • búddismi • hindúismi •
nýtrúarhreyfíngar • trúfélög á Islandi • spíritismi •
leynihreyfingar og margt margt fleira.
Aðgengileg og ómissandi bók
um fjölbreytileika mannlífsins.
Salka Ármúla 20 • sími 552 1122 • wwvv.salkaforlag.is