blaðið


blaðið - 18.10.2005, Qupperneq 30

blaðið - 18.10.2005, Qupperneq 30
38IFÓLK MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER blaðið HVAÐ FINNST ÞÉR? Sigmar B. Hauksson, formaður Skotvís Hvað finnst þér um upphaf rjúpnaveiðitímabilsins? „Þetta var góð helgi fyrir rjúpuna. Það var slæmt veður á landinu og rjúpan er ekki alveg orðin hvít þannig að hún féll vel inn í landið. Veiði var því ekki mikil. Það er talsvert af rjúpu í landinu en hún er mjög dreifð, svo margir fengu eitthvað en fáir fengu mikið. Ég sjálfur ætlaði til dæmis að veiða alla helgina en veðrið var svo leiðinlegt á sunnudeginum að við fórum heim. Við förum svo bara aftur þegar betur viðrar en mottóið í ár er að fara oft og veiða lítið í einu. Ég er gríðarlega sáttur með að ráðherrann okkar skuli treysta okkur veiðimönnum til þess að fara vel um auðlindina og ég heyri 1>að á veiðimönnum að þeim sé mjög í mun að halda því trausti. Þetta er íka svo mikið meira en bara að veiða. Þetta er spurning um félagsskap- inn, náttúruupplifun og bara eiga góða stund. Ég heyrði einmitt í nokkrum veiðimönnum á sunnudaginn sem voru á heimleið. Flestir höfðu veitt lítið, aðrir mjög lítið en allir voru þeir ánægðir og höfðu átt góðan dag.“ Robbie finnur ekki ástina Robbie Williams hefur játað að hann hafi aldrei fundið sanna ást. Sam- i kvæmt breska blaðinu The Sun segir Robbie: „Ég hef aldrei verið ástfanginn. I Ég held að það sé bara sjálfum mér að kenna en það hefur heldur aldrei neinn k orðið ástfanginn af mér. Ég hélt að ég þyrfti að láta renna af mér og svo myndi L ég finna innihaldsríkt samband. Nú hef ég verið edrú í fimm ár og ekki í sambandi í sex ár.“ Robbie hefur verið í samböndum með fjöldanum öllum ^ af stjörnum á borð við Rachel Hunter og Nicole Appleton. Angelina hin nýja Bondstelpa? Samningaviðræður standa yfir við Angelinu Jolie um að hún taki að sér hlut- verk næstu Bond-stelpu. Framleiðendur vilja endilega sjá hana sem Vesper Lynd, rússneskan njósnara, sem fer í bólið með Bond. Talið er að Angelina sé einfald- lega hin fullkomna Bond-stúlka. Staðfest var að Daniel Craig væri hinn næsti 007 í síðustu viku. Angelina og Daniel léku saman í bíómyndinni Tomb Raider. Evuklœðunum Sharon Stone mætti á opnun nýrrar Louis Vuitton-búðar í Champs-Elysee i Parisar- borg í forlátri kápu og engu undir. Hin 47 ára leikkona mætti í Louis Vuitton-kápu, en þar fyrir utan var hún allsber, rétt eins og flassari! Stone er fræg fyrir að hafa leikið svipaðan leik i myndinni Basic Instinct frá 1992 en þar er frægt atriði á móti Michael Douglas þar sem hún er nærbuxnalaus. Misnotkunin á stúlkunum í gula húsinu var á vitorði barna í skól- anum á sínum tíma. Það skal því enginn segja mér að þeir fulltrúar sem undanfarið hafa svarið af sér grun eða vissu í málinu hafi ekkert vitað. Þeir hafa hins vegar eflaust átt mjög erfitt um vik að aðhafast nokkuð. Það er líka alltaf þægi- legra að gera það ekki. Þetta leiðir hins vegar hugann að öðru. Margir sem telja sig til þekkja fullyrða að Barnavernd- arnefnd taki aldrei börn af fólki nema öll önnur ráð séu þrotin og í raun séu mörg dæmi um að hún geri það ekki þó að ástæða væri til. Fjölmiðlar, sem hafa verið mjög uppteknir af Telmu-málinu, hafa hins vegar hvað eftir annað slegið upp fréttum um foreldra sem hafa misst börn sín í hendur kerfisins að virðist að ósekju. í slíkri um- fjöllun er einungis dregin fram málshlið foreldranna en barna- verndaryfirvöld geta lögum sam- kvæmt ekki tjáð sig um slík mál. Með sumum slíkum umfjöllunum fylgja hins vegar ljósmyndir af foreldrum sem nægja einar og sér til að fullvissa mann um að við- komandi einstaklingur geti ekki alið upp barn. Þetta eru ekki for- dómar gegn útliti, en sum andlit segja bara einfaldlega of mikla og berorða sögu til að hægt sé að leiða hana hjá sér. http://agustborgthor.blogspot. com/ Eru þið ekki að grínast með ís- lenska bachelorinn. Ég horfði í fyrsta sinn á tæplega heilan þátt af bachelor í gær og Guð minn góður, þvílík klisja og að fólkið skuli láta hafa sig út í þetta. Fannst samt ótrú- lega fyndið þegar ein stelpan sagði nei við rósinni. Hélst nú ekki yfir heilum, var alltaf að skipta yfir á Ríkissjónvarpið því þessi þáttur er bara ekki að gera sig! Á hreinlega ekki til orð yfir honum, ætla sko að reyna að sniðganga þennan þátt á meðan hann er til sýningar. http://www.blog.central.is/inga- hrefna FARÞE6ARAN MIÐA €> Jim Unger/dist. by United Media, 2001 Sharon á ® eftir Jim Unger „Mér heyrist hann segjast vilja fá miða til Egyptalands aðra leið LIKAMS- VESSAR Smáborgarinn er stundum að velta fyrir sér siðum og venjum hjá fólki. Það er til dæmis mjög til siðs hjá fólki á Islandi að þakka fyrir sig þegar það hefur lokið við að snæða góða mál- tíð en það er alls óþekkt í mörgum þeirra landa sem Smáborgarinn hefur heimsótt. Hann hefur reynt að segja .Thank you for me“, .Danke fur mich' og .Merci pour moi' en alltaf hlotið að launum augngotur og vandræðalega þögn. Heilmikill munur er á ýmsum öðrum smáhlutum í daglega lífinu og er Smáborgaranum minnisstætt er hann var staddur í Þýskalandi með kvef og saug hressilega upp í nefið í sporvagninum að morgni til. Viðbrögð- in sem hann fékk við því voru ekkert minni en hefði hann staðið upp, snúið sér í hringi og ælt kröftuglega í leið- inni, þannig að spýjan hefði dreifst skipulega á alla í vagninum. Seinna komst Smáborgarinn að því að það þykir afskaplega dónalegt að sjúga upp í nefið og ganga Þjóðverjar alla jafna með gamaldags vasaklúta á sér og blása úr nös við öll tækifæri. Það fer því lítið fyrir góðu hljóði á almenn- um, opinberum stöðum eins og bóka- söfnum þar í landi, því þokulúðrar kvefaðra Þjóðverja hljóma þar með nokkurra mínútna millibili, sér í lagi á veturna, þegar kalt hefur verið í veðri. (Frakklandi þykir hins vegar hin mesta fásinna að þrífa eyrnamerg úr eyrum sínum og fyrir því er nokkuð góð og mjög áhugaverð ástæða. Þegar Smá- borgarinn var staddur í Frakklandi um sumartíma, að leita sér að kremi til að bera á moskítóflugnabit sín og draga úr kláða, tók hann eftir því að lítið úrval var í kremdeildinni. Hann fann starfs- stúlku í apótekinu og spurði hverju þetta sætti. Útskýringin kom svo sann- arlega á óvart. Hún sagði að Frakkar notuðu ekki slík krem því þeir smyrðu eyrnamerg sínum á bitin til að stöðva kláðann. Þessar upplýsingar reyndust síðan hárréttar og kaus Smáborgarinn að spara sér kaup á kláðakremi OG eyrnapinnum og beita frönsku aðferð- inni. Sinn er siður í landi hverju. HEYRST HEFUR... Pær fregn- ir berast nú úr höfuð- stöðvum 365 að þátturinn Veggfóður, sem Vala Matt hefur stýrt á sjón- varpsstöðinni Sirkus, muni framvegis verða sýndur á Stöð 2. Ástæðan er vafalaust sú að Vala Matt er talin trekkja fleiri áskrifendur að þeirri stöð. Eft- ir situr Sirkus sjónvarpsstöðin í sárum og ekki bætir úr skák að Kvöldþátturinn hefur verið styttur um nær helming og er því orðið fátt um fína drætti á Sirkus sem byrjaði með mikl- um lúðrablæstri fyrir örfáum mánuðum. Eftir eru hjáróma tónar... Ríkisútvarpið hyggur líka á breytingar. Þann- ig höfum við heyrt að leggja eigi nið- ur dægurmálaútvarpið á Rás 2, sem er síðdegisþáttur þeirrar stöðvar. Þetta ku vera hluti af skipulagsbreytingum innan- dyra. I staðinn á að koma nýr þáttur á vegum fréttastofu sem Áslaug Skúladóttir á að stjórna. Nú hafa menn bara áhyggjur af því hvað Sigrún Stefánsdóttir á eiginlega að hafa fyrir stafni Framarar eru enn í sárum eftir Islandsmót- ið í knattspyrnu og nú virðist sem þeir hafi misst af Sigurði Jónssyni þjálfara sem líklega er að fara til Grindavíkur. Innan- búðarmaður hjá Fram segir að Þorvaldur Örlygsson, þjálfari KA, sé eini valkosturinn sem fyrir hendi sé. Það er kannski ekki alveg rétt því heyrst hefur að til greina komi að ráða Stein- ar Guðgeirsson, lögmann, sem lék með Fram á sínum tíma, sem þjálfara. Sú saga g e n g - ur fjöllum hærra í bænum að hljómsveit- in Mínus sé hætt við að koma fram á Airwaves tónlist- arhátíðinni sem hefst á morg- un. Ástæðurnar eiga að vera persónulegar. Þetta hefur ekki fengist staðfest en hljómsveit- in er að semja efni fyrir næstu plötu sem kemur væntanlega út fljótlega eftir áramót. Mín- us hefur haft hægt um sig að undanförnu og ef þeir hætta við að koma fram á Airwaves þá er það ekki í fyrsta sinn sem það gerist - hljómsveitin hætti við að koma fram á Live Aid tónleikunum i Hljómskálagarð- inum. II 1 u g L Gunnarsson, fyrrverandi að- stoðarmaður Davíðs Odds- sonar, ætlar ekki að fylgja Davíð í Seðlabankann, þó hann hafi menntun til sem hagfræðing- ur. Sagan segir að hann hyggist leita fyrir sér í atvinnulífinu, en hann hverfur þó ekki alveg af hinu pólitíska sviði, því senn hefst Sunnudagsþátturinn á Skjá einum og þar mun Illugi láta móðan mása í vetur.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.