blaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 2
2 I INWLENDAR FRÉTTIR t • MÁNUDAGUR 31.0KTÓBER2005 blaöió Aðstandendahópur Geðhjálpar stofnaður: Barist fyrir mann- réttindum geðsjúkra Húsfyllir var á stofnfundi að- standendahóps Geðhjálpar í gær í húsnæði félagsins við Túngötu. Fundurinn var haldinn undir yfirskriftinni „Fram í dagsljósið". Markmið aðstandendahópsins er að berjast fyrir því að þeir sem þjást af geðsjúkdómum og aðstandendur þeirra njóti sömu mannréttinda og virðingar og aðrir í samfélaginu. Talsvert sé um fordóma í garð geðsjúklinga og talsvert vanti upp á að rætt sé um geðsjúkdóma á sama hátt og aðra sjúkdóma. Eitt helsta vandamál sem geðsjúk- ir glíma við snertir búsetu en úrræði fyrir geðsjúka hafa verið af skorn- um skammti. Árni Magnússon, fé- lagsmálaráðherra, sat fundinn og þetta var eitt af því sem rætt var um. Hann sagði frá þeim fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar að verja 1,5 millj- örðum til uppbyggingar búsetu og endurhæfingar geðsjúkra á næstu fimm árum. Hann sagði að í ráðu- neytinu ríkti mikill metnaður til að fylgja málinu eftir og að ráðuneytið sæktist eftir samstarfi við samtök á borð við Geðhjálp. www.volkswagen.is — Volkswagen Passat Lúxusbfll arsinss §wm _ * • • rm ■ mmrn utia »11 6111 MS 111* IUI JUL i — AT A Nýr Volkswagen Passat er kominn og með honum enn meiri lúxus. Passat býðst með nýjum og öflugum FSI® bensín- og TDI® dísilvélum með 6 gíra handskiptingu eða 6 þrepa sjálfskiptingu. Bandalag íslenskra bílablaðamanna valdi Volkswagen Passat bíl ársins í flokki stærri fjölskyldu- og lúxusbíla. -BILL ÁRSINS ‘2006* VerÖ frá 2.150.000 kr. Reynsluaktu Volkswagen og þú gætir unnið ferð fyrir fjóra i ævintýralandið Autostadt, skemmtigarð í Wolfsburg í Þýskalandi, sem dregur að sér 4 milljónir gesta árlega. Dregið verður 20. desember 2005 Osta- og smjörsalan: Vísar ásökunum Mjólku- manna á bug Forstjöri Osta-, og smjörsölunnar, Magnús Ólafsson, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hann vís- ar á bug þeim fullyrðingum Ólafs Magnússonar, framkvæmdastjóra Mjólku, að fyrirtækið hafi neitað Mjólku um kaup á undanrennudufti tTostaframleiðslu. Þetta sé einfald- lfj'a rangt og einnig sé það rangt að Magnús segir að allir framleiðendur kaupi duftið á sama verði sem bund- ið sé í lög. Hann vekur einnig athygli á því að verðið sem framleiðendur í mjólkuriðnaði þurfa að greiða fyrir duftið sé um 25% hærra en matvæla- geirinn þarf að greiða. Magnús vill því árétta að Osta- og smjörsalan stjórnar ekki verðinu á duftinu held- ur sé það Verðlagsnefnd búvara.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.