blaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 14
blaðið____ Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. SÁTT UM SJÁVARÚTVEG Aðalfundur Landssambands íslenskra útvegsmanna var haldinn nú um helgina. Stöðugar fréttir bárust af fundinum meðan á honum stóð enda eru samtökin öflug og á þau er hlustað í málum sem tengjast sjávarút- vegi. Segja má að fátt hafi komið sérstaklega á óvart á fundinum. Rætt var um sterka stöðu krónunnar og áhrif hás gengis á sjávarútveginn. Rætt var um hvalveiðar og nauðsyn þess að hefja þær veiðar á ný - ekk- ert nýtt þar. Á fundinum tjáði Guðrún Gauksdóttir sig um hverjir ættu aflaheimild- ir hér á landi. Niðurstaða hennar var að það væru útgerðarmenn. Hug- prúður fréttamaður spurði Guðrúnu réttilega hvort þetta væru pantaðar niðurstöður hjá LÍÚ en hún svaraði á móti að ekki væri hægt að panta niðurstöður hjá fræðimönnum. Það er líklega rétt hjá Guðrúnu en hins vegar er auðvelt að velja sér fræðimenn. Það eru nefnilega fræðimenn hér á landi sem segja að þjóðin eigi fiskinn í sjónum og því aflaheimild- irnar. Þeir fræðimenn fengu hins vegar ekki að tjá sig á aðalfundi LÍÚ. Áfram kemur efni og niðurstaða aðalfundarins ekki á óvart. Það sem vakti hins vegar sérstaka athygli við fundinn var aðkoma og boðskapur formanns Samfylkingarinnar. Þar boðaði hún að sátt yrði að nást um sjávarútvegsmálin. Slíkt yrði vart gert nema með því að menn ræddu saman og gefið væri eftir af ýtrustu kröfum og skoðunum eins og það var orðað á fundinum. í ræðu sinni sagði Ingibjörg: „Ég tel mikilvægan lið í sáttinni að útgerðarmenn hætti að tala um eigna- réttindi á kvótanum og viðurkenni að um nýtingarrétt sé að ræða sem, eins og fyrr segir, nýtur verndar sem óbein eignaréttindi. Ég tel líka mikilvægan lið í sáttinni að menn hætti að deila um það sem gerðist árið 1984 og hvernig kvótanum var þá úthlutað“. í fréttum um helgina tjáðu útvegsmenn sig um málið og létu hafa eftir sér að þeir fögnuðu þessum orðum Ingibjargar. Sá fögnuður stóð hins vegar stutt því nánast í næstu frétt voru útgerðarmenn farnir að hóta því að fara fyrir dómstóla til að kanna stöðu sína gagnvart eignarrétti á aflaheimildum. Þeir sögðu það óþolandi að aflaheimildir væru færðar milli kerfa og aflaheimildir sem oft hefðu verið keyptar dýrum dómum þannig rýrðar. Það lítur því út fyrir að útgerðarmenn séu tilbúnir til að búa til sátt um sjávarútvegsmálin. Hins vegar lítur líka út fyrir að sú sátt eigi að vera al- gerlega á þeirra forsendum. Spurningin sem vaknar hlýtur því að vera: Er einhver möguleiki á sátt um málið á næstunni? Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur .^IÓSPREWitf* Frá 27. október til 5. nóvember! I'l l l-ll IvAISI II ecco' »r,j um ZINDA LÁGMARK 40% - AFSLÁTTUR! DÖMUSKÓR - HERRASKÓR - BARNASKÓR - SANDALAR Herraskór 4.995 kr.-veróáóur 2.997 kr.-veiðnú .........Herraskór 6.995 kr.-veróáður 4.197 kr.-verönú FULLBUÐAFNYJUM VÖRUM Ioppskórinn Suðurlandsbraut 54, sími 533 3109 OPID: MÁN. - FÖS. 11 - 18. LAU. 10-16 14 I ÁLXT MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 bla6Í6 S<?GuL£(j. sÁTT TOVCrSTU SAMfrik'<N6At?)NH/\P o& ÚTVEGSMAWA> Olnbogabarnið Reykjavíkurflugvöllur Ég var á dögunum að ræða við vin minn um framtíð Reykjavíkurflug- vallar. Sá tjáði mér eftir nokkur orðaskipti að ekki væri hægt að taka mark á skoðun minni þar sem ég væri landsbyggðarmaður og benti á þann hræðilega glæp minn að ég nota innanlandsflugið talsvert. Vegna þessa má ég að einhverra mati greinilega ekki hafa skoðun á flugvallarmálinu. Auðvitað er sú röksemdarfærsla bara bull - slíkt er eins og að segja við þá sem keyra Reykjanesbrautina reglulega að þeir megi ekki hafa skoðun á því hvort það eigi að tvöfalda hana eður ei. Of umdeilt fyrir stjórnmálamenn 1 flugvallarmálinu, og raunar flug- vallarmálum almennt, endurspegl- ast í raun getuleysi stjórnvalda til að takast á við flókin og umdeild verk- efni. Vegna þess að svo margir hafa svo sterka skoðun á málinu þora stjórnmálamenn ekki að taka beina afstöðu - til þess eru einfaldlega of mörg atkvæði í húfi. Vandinn er ekki einskorðaður við ísland. Stjórnmála- menn heimsins vita sem er að ef þeir til að mynda samþykkja að setja flug- völl nálægt ákveðnum borgarhluta geta þeir kysst öll atkvæði kjósenda þar bless og það eru þeir einfaldlega ekki tilbúnir að gera. Flugvallarmál- ið hér á landi er af sama meiði. Fyrir stjórnmálamenn í Reykjavik eru of mörg atkvæði í húfi og því sjaldnast gefin upp afgerandi afstaða. Lands- byggðarþingmenn segja að flugvöll- urinn eigi að vera, enda er það rétta skoðunin til að tapa ekki atkvæðum vegna málsins. Kvennahagfræði Afleiðingin er sú að umræðan um flugvöllin er nánast grátbrosleg. Landsbyggðarmenn verða brjálað- ir ef minnst er á að völlurinn fari - Reykjavíkurbúar verða brjálaðir ef sagt er að hann eigi að vera. Bú- ið er að stofna hagsmunasamtök sem hafa það beint að markmiði að koma flugvellinum burt. Ég ræddi Aðalbjörn Sigurösson nokkra stund við tvo fulltrúa þeirra samtaka á dögunum og varð það á að kalla útreikninga þeirra um að þjóðfélagið tapaði milljörðum á hverju ári sem flugvöllurinn væri í Vatnsmýrinni, kvennahagfræði. Ég fékk langan og lærðan fyrirlestur um allt það óhagræði sem því fylgdi að hafa borgina eins dreifða og hún er í dag - og hversu fjárhagslega hagkvæmt það væri að þétta byggð í borginni. Forsendan fyrir þvi væri að byggja í Vatnsmýrinni. Ég er ákaf- lega ósammála þeim rökum, því ef þau eru notuð í stærra samhengi má til að mynda segja að þjóðfélag- ið tapi milljörðum á að hafa byggð á landsbyggðinni og því ætti að leggja hana niður. Ég efast um að margir taki undir þá skoðun. Einn flugvöliur nóg Niðurstaða mín kemur kannski á óvart miðað við ofansagt. Völlurinn þarf að fara - um það þarf að taka ákvörðun fljótlega. Það þarf síðan að flytja innanlandsflug til Keflavík- ur. Áður þurfa íslendingar að gefa upp tilraunir til að fá Bandaríkja- menn til að borga sem mest í rekstri Keflavíkurflugvallar. Við sem þjóð höfum auðveldlega efni á að reka einn millilandaflugvöll, en höfum að sama skapi litla þörf fyrir að reka tvo. Það er voðalega þægilegt að skut- last niður í bæ og vera kominn á loft 30 mínútum eftir að lagt var af stað úr Breiðholtinu. Ég held samt að ég væri tilbúinn til að keyra örlítið lengur, og jafnvel taka rútu til Kefla- víkurflugvallar, ef það yrði til þess að skorið yrði á naflastrenginn við Bandaríkjamenn. í rútunni myndi ég ylja mér við hugsunina um að við værum þjóð sem gæti staðið á eigin fótum. Ég væri alveg til í að bæta nokkrum mínútum við ferðatíma minn austur á land svo þetta gæti orðið að raunveruleika. Höfundur erfréttastjóri Blaðsins Klippt & skoríð klipptogskorid@vbl.is Pað er gömul saga og ný að menn reyna oft að hefna þess í héraði, sem hallaðist á þingi. Nýjasta dæmið um þetta er af Kolbrúnu Halldórsdóttur, þing- manni Vinstri-grænna, en þess er skemmst að minnast að hún átaldi Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, mjög harðlega á þingi fyrir að Landsvirkjun væri heimilt að gangast fyrir samkeppni í grunn- skólum. Kárahnjúkar munu eitthvað koma við sögu. Þingmennskan er þó ekki eina kjörna trúnaðarstarfið, sem Kolbrún gegnir, því hún er bekkjarfulltrúi í Melaskóla þar sem hún á barn. (fyrrakvöld var haldinn fundur þar, sem átti að vera almennur kynningarfundur fyrir bekkjarráðsmenn, en þá bar svo við að Kolbrún tók öll völd á fundinum og gerði sam- keppni þessa að eina umræðuefni hans. Eftir að fundurinn hafði staðið í tvo og hálfan tíma komst aðstoðarskólastjórinn loks að og benti á að skólanum hefði vissulega borist erindi um samkeppni þessa, en ákveðið hefði verið að Melaskóli tæki ekki þátt f henni. IngibjörgSólrúnGfsla- dóttir, formaður Sam- fylkingarinnar, sagði á aðalfundi LtÚ á dögunum að það væri sameiginlegt hlut- verk stjórnmálamanna og útgerðarmanna að ná sátt um sjávarútveginn. Sagði hún Samfylkinguna vilja stuðla að því með sátt við LÍÚ að útvegs- menn hættu að tala um kvótann sem sína eign, en á móti myndi Samfylkingin hætta að tala um hvernig sægreifarnir hefðu auðgast á gjafakvóta. Þetta er athyglisverð nálgun, ekki síst þegar haft er í huga að þarna talar stjórn- málamaður sem að undanförnu hefur talið sig ötulasta talsmann „samræðustjórnmála". Fyr- ir ótíndan almúgann er erfitt að skilja hvernig samræðustjórnmál eigi að felast í gagnkvæmu þagnarbindindi. En sfðan má auðvitað minna á að upphaflega talaði Ingibjörg Sólrún raunar alltaf um „samráðsstjórnmál". Eftirað samráð olíufélaganna komst í hámæli var hins vegar fallið frá þeirri orðnotkun. Aðeins meira um Ingibjörgu Sólrúnu og Samfylkinguna. Mörgum sam- flokksmanna hennar hefur gramist hversu lítið hún hefur haft sig f frammi frá því hún var kjörinn formaður. Samfylkingin er til húsa í Húsi iðnaðarins við Hallveigarstíg, en gagnrýnendur formannsins tala nú um Hús iðjuleysisins.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.