blaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 blaöÍA Starfsmannaleigan 2B Mikilvægt að aðgerðir bitni ekki á starfsmönnum Forráðamenn starfsmannaleigunnar segjast ekki þurfa atvinnuleyfi fyrir starfsmenn stna. Efþeir hafa rangtfyrir sérgœtu starfsmenn þurft að yfirgefa ísland. Til greina kemur að fyrirtæki sem leigt hafa starfsmenn af starfs- mannaleigunni 2B ráði þá til sín beint. Þetta segir Vilhjálmur Birgis- son, formaður Verkalýðsfélags Akra- ness. Hann segir að verkalýðshreyf- ingin muni gera það sem hún getur til að tryggja að starfsmenn starfs- mannaleigunnar muni halda áfram að starfa hér á landi, og þá á launum og kjörum í samræmi við íslensk lög og kjarasamninga. Atvinnuleyfi ekki til staðar Vilhjálmur segir að þegar hafi verið rætt við forráðamenn fyrirtækisins ístaks vegna 10 starfsmanna starfs- mannaleigunnar. Að sögn Vilhjálms útiloka ístaks-menn ekki að ráða starfsmennina til sín beint, en vilja hins vegar ekki gera neitt í málinu að svo stöddu, enda liggur ekki fyrir endanlega niðurstaða í því. Þegar hefur komið fram að verka- lýðshreyfingin telur að forsenda fyr- Hluti af starsfmönnum starfsmannaleigunnar 2B vinna við gerð Kárahnjúkavirkjunar. Erlendir starfsmenn á myndinni hér að ofan tengjast fréttinni ekki. ir því að umræddir starfsmenn hafi leyfi til að vinna hér á landi þá að til staðar séu atvinnuleyfi. Vinnu- málastofnun hefur gefið það út að slík leyfi eru ekki til staðar. Fulltrú- ar 2B hafa hins vegar borið því við að engin atvinnuleyfi þurfi fyrir starfsmennina og bera við reglum Evrópusambandsins um frjálsa för þjónustuviðskipta. Væntanlega þarf að fara með málið fyrir dómsstóla til að fá í því niðurstöðu. Ef yfir- völd komast að sömu niðurstöðu og verkalýðshreyfingin er ekki einung- is starfsmannaleigan í vandræðum, heldur gæti það þýtt að hinir erlendu starfsmenn þurfi að yfirgefa landið. Unnið að hagsmunum hinna erlendu starfsmanna Vilhjálmur segir hins vegar að við þá niðurstöðu verði ekki unað. Allt verði gert til að tryggja áframhald- andi veru starfsmannanna hér á landi. Verið sé að tryggja hagsmuni þeirra og sú niðurstaða að þeir verði reknir úr landi sé klárlega ekki sá endir sem menn vilji sjá. Að lokum er rétt að taka fram að ef yfirvöld taka undir túlkun starfsmannaleigunnar horfir málið allt öðruvísi við. Verkalýðsforingj- ar myndu þá væntanlega ganga úr skugga um að B2 sé að greiða laun í samræmi við launataxta íslenskra kjarasamninga en staða hinna er- lendu starfsmanna myndi ekki breyt- ast frá því sem hún er í dag. ■ íslenskunámfyrir útlendinga: Aðsókn eykst Þessa dagana eru 111 útlend- ingar á íslenskunámskeiðum hjá Fræðsluneti Austurlands en þetta eru nánast helmingi fleiri en sóttu slík námskeið á vorönn. Námskeiðin eru haldin á sjö stöðum á svæðinu frá Seyðisfirði til Hornafjarðar. Islenskunemendurnir eru að stærstum hluta byrjendur og dvelja þeir ýmist á Austurlandi vegna vinnu sinnar eða eru hluti af íslenskri íjölskyldu. Andstæðing- ar ESB fagna Hreyfingar Evrópusambands- andstæðinga á Norðurlöndum hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu í tilefni af þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík. Þær fagna því að stjórnarskrá Evrópusambandsins skuh hafa verið hafnað. Kreppa sé í Evrópusambandinu sem gefi Norðurlöndum færi á að verða fyrirmynd í alþjóðasamstarfinu. Dragtadagar frá föstudegi-miðvikudags Opnunartími mán-fös. 10-18 laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12 20ö Kópavogi Sínn j544433 Blaðið/SteinarHugi Prestvígsla í Dómkirkjunni f gær vígði biskup (slands, herra Karl Sigurbjörnsson, Hólmgrím Elís Bragason, sem ráðinn hefur verið héraðsprestur í Austfjarðapró- fastsdæmi. Vígslan fór fram í Dómkirkjunni og það var séra Karl V. Matthíasson sem þjónaði fyrir altari. Dómkórinn söng en organisti var Marteinn H. Friðriksson. Vilja Flateyj- arbækurn- ar heim Sveitarstjórn Reykhólahrepps vill fá hinar svokölluðu Flat- eyjarbækur aftur heim en bækur þessar eru um 3.000 talsins og voru í geymslu Flateyjarbókasafnsins lengi vel áður en þær voru flutt- ar í Þjóðarbókhlöðuna. Forsaga málsins er sú að þeg- ar byggð lagðist nær af í Flatey var bókasafn eyjunnar, sem var í ófullnægjandi húsnæði, fjar- lægt. Hluti safnsins var þá flutt- ur til Reykhóla, enda tilheyrði eyjan þá orðið Reykhólahreppi, en mestu dýgripir safnsins, um 3.000 bindi af Flateyjarbókum, voru fluttir í Þjóðarbókhlöðuna. Forstöðumaður Þjóðarbókhlöð- unnar hefur þegar lýst áhuga sínum fyrir því að umræddar bækur flytjist heim að nýju. iNaveh m 1 pharma m CleanEars í úðaformi Fjarlægir eyrnamerg fljótt og vel j NatMi .OeanEat Jttspray J tar u at *einstök tvöföld vikni hreinsar og leysir upp *einfalt í notkun. *öruggt og áhrifaríkt fyrir alla fjölskylduna. *staðfest með rannsóknum. Fæst í lytjaverslunum um land allt Frekari uppiýsingar Ýmus efh Samfylkingin: Fyrningarleiðin enn uppi á borðinu Það vakti athygli um helgina þeg- snúist í málinu. Hún sagði fyrning- ar sjávarútvegsráðherra túlkaði arleiðina einungis vera aðferðafræði orð Ingibjargar Sólrúnar um að sem hægt sé að nota eins og hverja ná þyrfti sátt um sjávarútveginn á aðra sem sátt náist um. Lykilatriðið þá leið að flokkurinn væri hættur í málinu sagði Ingibjörg vera það við fyrningarleiðina. I samtali við að óveiddur fiskur í sjónum væri Bylgjuna í gær sagðist hún hafna sameign þjóðarinnar og fyrir hann fullyrðingum ráðherra alfarið og að þyrfti að greiða sanngjarnt verð. ■ það sé ekki rétt að flokkurinn hafi Eldur i iðnaðarhús- næði i Keflavik Töluverðar skemmdir urðu þegar var enginn í húsinu og stuttan tíma eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði í tók að slökkva eldinn en mestur Grófinni í Keflavík rétt fyrir klukk- hluti þess sem var inni í þessum an fimm í gærdag. Slökkvilið og lög- hluta hússins er ónýtur. Ekki var tal- regla komu á staðinn og gekk greið- in hætta á að eldurinn dreifðist yfir lega að slökkva eldinn. Jógasalur til annarra hluta hússins. Eldsupp- hafði verið í þeim hluta hússins en tök eru ókunn en vitað er að maður leigjendur húsnæðisins ætluðu að var í húsnæðinu skömmu áður en opna þar spilasal. eldurinn kom upp. p Þegar slökkvilið kom á vettvang

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.