blaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 27

blaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 27
blaðÍA MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 KVIKMYNDIR I 35 HADEGISBIO 400 kr. MIÐAVERÐ Á ALLAR MYNDIR kl: 12 UM HELGINAISAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI Robert Downey Jr. Val Kilmer STftRSTA KVIKMYNDAHUSIANDSINS « HA6AT0R6I • S. 5 tiss klSS Prá höfundl Lothal Woapon, Kynlíf. Morð. Dulúd. Velltomin í partýið. FROM THE DIRECTORS OF ‘THERE'S SOMETHING ABOUT MARY' SREW BARRYMORE irfi&s irjzo tjzsr*:. rlii’ii zyt/rzz. /m thorjf ilútvrt ALFABAKKI KEFLAVIK KRINGLAN KL. 8 KL.8 KISS KISS BAN6 BAN6 KISS KISS BANG BAN6 VIP FU6HTPLAN WALLACE & GROMIT Isl. tol WALLACE & GROMIT enskt tql CINÐERELLA MAN THE 40 YEAR OLD VIRGIN GOAL VALIANT fsl. tol SKYHIGH CHARLIE & THE CH0C01ATE FACTORY KL. 6-8.15-10.30 B.l. 16 KL. 3.45-6-8.15-10.30 KL 3.50-6-8.15-10.30 B.l. 12 KL4-6 KL. 6-8.15-10.30 KL 10.30 B.1.14 KL 5.30-8-10.30 B.1.14 KL 8.15 KL3.40 KL 3.50 KL3.50 RJNGIAN £ 588 0800 O CINDERELLA MAN FLIGHTPLAN AKUREYRI CORPSE BRIDE FLIGHTPLAN THE 40 YEAROLDVIRGIN AKUREYRI C 461 4666 KISS KISS BANG BANG PERFECT CATCH FLIGHTPLAN WALLACE & GROMIT tsl. tal KL. 6-8.15-10.30 B.l. 16 KL 6-8.15-10.30 B.1.16 KL 8-10.15 B.1.12 KL 6 KL.8 KL. 8-10 KL. 10 DOOM FLIGHTPLAN CINDERELLA MAN KL 5.45-8 KL 10.10 KL. 5.30-8.30 B.1.16 óra B.1.12 óra B.1.14 óra KEFLAVÍKÍ 421 1170 Nýplata: Símtöl sem hætt er við að hringja ★★★★ Þegar tónlistarmaðurinn Þórir var aðeins tvítugur að aldri sendi hann frá sér sína fyrstu plötu hjá 12 Tón- um, I Belive in This. Frægasta lag þeirrar plötu var útgáfa Þóris af lagi Outkast, Hey Ya!, og var hún töluvert spiluð í útvarpi. Á þessari plötu sýndi Þórir hvers hann var megnugur en þó var greinilegur byrjendabragur á plötunni. Tón- listarformið sem Þórir fæst við er nefnilega mjög erfitt en uppistað- an í lögum hans er brothætt rödd hans og einn kassagítar. Öllu öðru var haldið í lágmarki og þegar slíkt er gert eru lögin sjálf „berstrípaðri“ og því verða lagasmíðarnar sjálfar að vera nógu sterkar til að bera uppi heila plötu. Framfarir Nú, ári síðar, kemur önnur plata Þóris út hjá 12 Tónum og heitir hún Anarchists are hopeless romantics. Þar má greina mjög mikla framför, bæði í flutningi og í lögum Þóris. Þótt fyrri diskurinn hafi verið prýðilegur vantaði eitthvað upp á að hann virkaði sem ein heild sem maður gæti sett af stað og vildi ekki taka af fóninum fyrr en síð- asta lagi væri lokið. Þannig finnst mér að allar plötur eigi að vera. Oft þarf maður þó að sætta sig við eitthvað miklu, miklu minna, og er bara nokkuð glaður ef mað- ur finnur tvö frábær lög á stórri plötu listamanns. Þórir stenst hins vegar allar mínar kröfur og lögin tólf á nýju plötunni eru ein heild sem rennur vel og þarf hvorki að hlaupa yfir eða stöðva diskinn þeg- ar hann er í spilaranum. Platan er þó ekki gallalaus og mætti til dæm- is nefna að lagið Gimmie gimmie gimmie er full frjálslega sungið miðað við hvað er að gerast í undir- spilinu. Tilraunamennska í útsetn- ingum er þarna einum of og finnst mér að Þórir verði að huga betur að lokaútkomunni þegar svona tilraunir eru gerðar. Frjálsræðið er gott sem slíkt, því allt of marg- ir eru hræddir við að bregða út af vananum og gera öðruvísi hluti, en takmarkið verður þó alltaf.að vera lagið sjálft. Annars eru flest lög plötunnar afskaplega skemmtileg og vel útsett og því ekki um stór- vægilega galla að ræða. Lag númer tvö, Nupur Lala, er til dæmis svo flott að ég fékk tár í augun og hef ekki hugmynd um hvers vegna. Það var reyndar allt í lagi, þar sem ég lá alein heima uppi í sófa þegar ég hlustaði fyrst á diskinn og því mátti ég alveg fella tár í friði og ró. Tónlistin Sú tónlist sem Þórir spilar, eða „My summer as a Salvation Soldi- er“ eins og hann kýs að kalla sig í dag, er mjög „mínímalísk“ og lág- stemmd, en alveg án þess að vera í einhverjum stellingum eða að vera algjörlega kraftlaus. Krafturinn sem Þórir býr yfir birtist nefnilega í einlægninni sem hann býr yfir, óvæntum laglínum í lögum hans og myndunum sem hann nær að jj m •-—- ****■*&* 1 1 □ planta í koll hlustandans með text- um sínum. Textarnir eru margir hverjir um göngutúra með vasa- diskói, vökunætur og símtöl sem hætt er við að hringja. Sem sagt um aðstæður þar sem manneskjan er ein og yfirgefin með hugsunum sínum. Það er líka sú stemmning sem undirstrikast við að vera einhvers staðar einn að hlusta á diskinn. Þetta er þó ekki beint ein- manaleiki sem er að speglast en samt er litar einvera sem slík disk- inn angurværum litum. Á heildina litið er diskurinn mjög fínn og lofar mjög góðu um fram- haldið. Það besta við hann er lík- lega að hann hljómar eins og ekk- ert sem ég hef heyrt áður og það er líklega það eftirsóknarverðasta af öllu. Þórir hefur sína eigin rödd og hann er svo sannarlega að læra að nota hana. heida@vbl.is Pierce Brosnan i fýlu yfir að vera ekki nœsti James Bond Leikarinn Pierce Brosnan segist hafa viljað vera valinn í fimmtu James Bond myndina sína því hann hafi verið að ná fullkomnu valdi á hlutverkinu. Það var hins vegar ákveðið að velja yngra andlit í hlutverkið og því var Daniel Craig valinn. Brosnan er bitur yfir valinu og ætlar ekki að koma til baka í Casino Royale. Brosnan hefur þó viðurkennt að það hafi ekki verið mikið sem hann hafi getað gert í stöðunni enda hafi framleiðendur þegar verið búnir að ákveða sig. ■ Vinsœldarlistinn Kiss-FM 26.0kt.-2.n0v. A 1 Kanya West/J.Fox GoldDigger A 2 Coldpiay FixU A 3 Black Eyed Peas MyHumps ♦ 4 Mariah Carey Getyournumber A 5 Sugababes Push the button ▲ 6 James Blunt High ▼ 7 Robin Williams Tripping A 8 Destinys child Cater2 U ▼ 9 Depeche Mode Precious ▼ 10 Madonna Hungup Vinsœldarlistinn X-Dominos 26.okt.-2.nov. A 1. DeathCap ForCutie Soul Meets Body A 2. The Zutons Don't Ever (Think To Much) A 3. JeffWho? (ísl) TheGoldenAge ▼ 4- Foo Fighters D.O.A A 5- Kaiser Chiefs IPredictARiot ▼ 6. Depeche Mode Predous T 7. Oasis The Importance OfBeing Idle T 8. Franz Ferdinand DoYouWantTo? A 9. Korn Twisted Transistor T 10. Sign (ísl) ALittleBit Rambó snýr aftur Unnið er að gerð fjórðu Rambó myndarinnar og það verður að sjálf- sögðu Silvester Stallone sem mun fara með aðalhlutverkið. Sagan fjallar um einsetumanninn John Rambó sem lifir rólegu lífi í Banda- ríkjunum. Ung stúlka hverfur og þá ákveður hann að taka málin í sínar hendur og leysa málið. Enn hefur ekki verið ákveðið hver muni leik- stýra myndinni og leikmyndin er enn í mótun. Stefnt er á að upptökur á myndinni muni hefjast næsta vor í Mexíkó og Bandaríkjunum. Silvest- er Stallone situr þó ekki aðgerðalaus þessa dagana en hann er að fara að leika aðra hetju í nýrri mynd um Rocky Balboa sem tekin verður upp í desember. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.