blaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 blaöiö Breskir framkvœmda- stjórar vinna ofmikið: Sprengjutilræðin í Nýju Dehli: Heilsutengd- um vanda- málum fjölgar Nokkrir eigendur breskra fyrirtækja og framkvæmda- stjórar vinna allt upp í íoo klukkustundir á viku hverri. Þetta eykur hættu á ýmsum heilsutengdum vandamálum. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri skýrslu vinnumála- stofnunarinnar í Bretlandi. Hún skoðaði vinnutíma stjórn- enda hjá um 6oo litlum og meðalstórum fyrirtækjum og niðurstöður rannsóknarinnar benda til að stjórnendur um 200 fýrirtækja vinna um 58 klukkustundir í viku hverri. Peter Mooney, talsmaður stofnunarinnar, segir að langur vinnutími stjórnenda geti kostað samfélagið milljónir punda vegna hættunnar á heilsutengdum vandamálum. Langur vinnutfmi hafi neikvæð- ar afleiðingar. Framkvæmda- stjórar og starfsfólk eru undir miklu álagi sem leiðir til þess að einstaldingar þurfa að taka sér lengri veikindarfrí. Þá sagði Mooney að álag, þreyta og streita samfara löngum vinnudegi geti átt þátt í fjölda vinnuslysa og framkvæmdastjórar geta fengið á sig kærur vegna langra vinnustunda. Að minnsta kosti 61 lét lífið Að minnsta kosti 61 lét lífið í tilræðunum í Nýju Delhi á laugardaginn og um 200 særð- ust. Óþekktur hópur aðskilnað- arsinna, sem kallar sig Inquilab, segist bera ábyrgð á sprengingun- um og fullyrt er að tilgangurinn með ódæðinu hafi verið að spilla fyrir þeirri sátt sem stefndi í, í Kasmír-deilunni. Fleiri árásum hefur verið hótað. Þrjár sprengjur sprungu með stuttu millibili á laugardaginn, hin fyrsta á fjölmennum markaði í Pa- harganj-hverfinu, nærri aðal járn- brautarstöð Nýju-Delhi og önnur á Sarajini Nagar-markaðinum í suð- urhluta borgarinnar. Hin þriðja var í Govipundri, útverfi í suðurhlutan- um. Maður, sem hringdi í indverska blaðamenn í borginni Srinagar í indverska hluta Kasmír á laugardag, sagði hóp sem kallast Inquilab bera ábyrgð á ódæðinu. Talið er að hóp- urinn sé angi af herskáum hópi að- skilnaðarsinna sem kallast Lashkar- e-Taiba en fyrst var talið að sá hópur bæri ábyrgð á sprengingunum. Lashkar-e-Taiba er einn tólf hópa að- skilnaðarsinna sem hafa barist fyrir sjálfstæði Kasmír frá Indlandi síðan árið 1989. Maðurinn sagði auk þess að árás- unum yrði haldið áfram þar til Ind- verjar kölluðu allan sinn her aftur heim frá Kasmír og hættu mannrétt- indabrotum í ríkinu. Stjórnmálaskýrendur telja að með árásinni séu aðskilnaðarsinn- ar í Kasmír að reyna að hafa áhrif á samskipti Indverja og Pakistana sem hafa farið batnandi í kjölfar jarðskjálftanna í Pakistan. Hafi það verið markmið hryðjuverkamann- anna er ljóst að því var ekki náð. Ráðamenn í Pakistan fordæmdu sprengjutilræðin og skömmu siðar var tilkynnt að landamæri Indlands og Pakistans í Kasmír yrðu opnuð á sex stöðum 7. nóvember. Fjölskyldu- "" 1' i M h|H ; i (■ SISP^^I | Hil i ;jl 10 j J jltfHi Æ ÍE ‘W pf ii Eitt affórnariömbum sprengjutilræðisinsfært ílíkhús. fólki yrði hleypt fótgangandi milli þurftir yrðu fluttar til fólks á jarð- landanna, að fengnu leyfi, nauð- skjálftasvæðunum. ■ Bresk yfirvöld vilja hœta hegðun borgaranna: Bann við drykkju í samgöngutækjum Höfundur Da Vinci lykils- ins sakaður um ritstuld Nánir ráðgjafar Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, þrýsta á að hann ÞREKTÆKI í úrvali \Cá? ET-2800 Mótor:1.5HPContinuous Hlaupaflötur:45x130cm Hraði: 0,8-16 Km/Klst Skjár: Tími-Vegalengd- Hraði-Kaloriur-Púls 7 Æfingakerfi Halli: Stillingar 0-12% Samanbrjótanleg:já Kr 97.900.-") FJALLAHJÓLABÚÐIN FAXAFENI 7 S. 5200 200 MÁN - FÖS. KL. 9-18 lau kl. 10-14 WW'VV gQp IS MAN - FOS. KL. 9-18 lau kl. 10-14 banni drykkju áfengis í almennings- samgöngukerfi landsins. Vonast menn til að bannið muni bæta hegð- un almennra borgara í Bretlandi. Breska dagblaðið The Sunday Telegraph segist hafa séð leynileg- ar tillögur yfirvalda um að banna drykkju alfarið í samgöngukerfum landsins og að lögregluyfirvöldum verði gefin aukin heimild til að beita valdi til að bæta hegðun borgara. Tillögurnar gera ráð fyrir því að yf- irvöld geti tekið heimili fólks eignar- námi sem hefur sýnt af sér alvarlega andfélagslega hegðun. Talsmaður innanríkisráðherra Bretlands játaði að yfirvöld hefðu gert margar til- lögur til að bæta félagslega hegðun Breta. Hann neitaði hins vegar að tjá sig ítarlega um tillögurnar. Gagnrýnendur tillaganna segja að lög gegn drykkju, sem eigi að koma í veg fyrir andfélagslega hegðun fólks, m.a. gengja, segja að lögin geti kom- ið í veg fyrir að ferðamenn geti neytt áfengis. ■ Dan Brown, höfundur metsölu- bókarinnar Da Vinci lykillinn, stendur nú frammi fýrir ákæru um ritstuld. Er það í annað sinn sem hann er borinn slík- um sökum. Hann var sýknaður af ákæru um ritstuld í Banda- ríkjunum síðastliðið sumar en nú eru það tveir breskir rithöfundar sem saka hann um að hafa stolið meginfléttu og hugmyndum úr tveimur bóka þeirra. Hér er um að ræða meint hjónaband og barn Jesú Krists og Maríu Magdalenu. Ekki hafði þessi fyrri ákæra mikil áhrif á sölu bókarinnar því hún hefur selst f tuttugu og fimm milljónum eintaka um allan heim og ekkert lát virðist vera á sölunni. Dresden: Frúar- kirkjan vígð Frúarkirkjan í þýsku borginni Dresden var vígð í gær við hátíðlega athöfn. Kirkjan, sem upphaflega var reist á árunum 1726-1743, var jöfnuð við jörðu í loffárásum bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni. Árið 1993 var hafist handa við að endurbyggja kirkjuna sem talin er ein af perlum barrokk- tímabilsins. Kirkjan var ekki endurbyggð á sínum tíma heldur voru rústir hennar tákn um loftárásirnar á borgina. VIÐ ERUM AÐ FLYTJA! OPNUM NÝJA OG GLÆSILEGA VERSLUN AÐ ASKALIND 2A - NÚNA í OKTÓBER HÚSGAGNAVERSLUN

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.