blaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 4
4 I IWWLEKDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 blaAÍA Landspítali: Bílastæðum fjölgað Um 270 bílastæðum verður bætt við hjá Landspítala Hring- braut í lok ársins. I tilkynningu á heimasíðu spítalans segir að við færslu Hringbrautar hafi skapast tækifæri til þessa. Enn- fremur kemur fram að bíla- stæði séu nú allt of fá og að tals- vert hafi verið kvartað yfir því i gegnum tíðina. Þeir sem leggja leið sína á spítalann hljóta að fagna þessum fréttum. Böggull fylgir þó skammrifi því alls verða 180 af hinum nýju bíla- stæðum, og þau sem næst eru aðalinngöngum, gjaldstæði. Þetta verða því skammtíma- stæði með stöðummælum eða einhverri annari gerð af gjaldtöku. „Gjaldtöku verður stillt í hóf og miðað verður við 80 kr. á klst frá 8:00 til 16:00 virka daga,“ segir í tilkynningunni. Flugöryggi: Oryggismál í miklum ólestri Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli hafa ályktað um flugöryggi á vellinum. Þeir segja það í miklum ólestri. Atvinnuflugmenn taka undir áhyggjur þeirra. Vernharð Guðnason er framkvæmda- stjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. „Það hefur verið mikið um niðurskurð á vellinum sem hefur ótvírætt bitnað á örygginusegir hann. „Mikið hef- ur til dæmis verið skorið niður hjá snjóruðningsdeildinnni þannig að i dag er staðan þannig að innan 15-20 mínútna er ekki hægt að opna nema 25 metra breiða braut í stað 50-60 metra áður. Þetta skiptir miklu máli og ég tala nú ekki um ef það er hliðar- vindur. Minni þjónusta í hálkuvörn og snjóruðningi á vellinum hlýtur að hafa áhrif til minna öryggis.“ Vern- harð mótmælir þeirri óvissu sem virðist ríkja um framtíð vallarins og segir að íslensk stjórnvöld verði að fara að fá svör um hvernig þessum málum verður háttað í framtíðinni. „Við teljum að íslensk stjórnvöld eigi ítilefni 10 ára afmælis Dekurhornsins fimmtudaginn 3. nóvember verðum við í afmælisskapi og bjóðum upp á léttar veitingar, kynningar, happ- drætti og frábær tilboð allan daginn. O •R-N-I- Ð SNYRTISTOFA DEKURHORNIÐ SNYRTISTOFA FAXAFEN114, 2. HÆÐ SÍMI: 567 7227 að taka við rekstri vallarins og þær deildir sem honum tilheyra. Svo teljum við að eigi að sameina liðið á vellinum við slökkvilið höfuðborgar- svæðisins og slökkvilið Suðurnesja þannig að úr verði ein öflug eining. Það er lausnin á þessu. Það gengur ekki að Bandaríkjamenn skeri bara niður og við sitjum eftir með óviss- una.“ Flugmenn áhyggjufullir Hörður Vignir Magnússon, varafor- maður Félags íslenskra atvinnuflug- manna, tekur undir með Vernharði. „Við lítum þessa fækkun mjög alvar- legum augum. Við erum hjartanlega sammála þeim í slökkviliðinu. Þetta hefur með flugöryggi að gera og þau mál tökum við mjög alvarlega. Sér- staklega í ljósi þess að austur-vestur brautinni í Keflavík var lokað fyrir mörgum árum og nú stendur til að loka a-v brautinni í Reykjavík einnig og jafnvel öllum vellinum. Ef að þeir geta ekki haldið brautum opnum og haldið uppi bremsuskilyrðum þýðir það einfaldlega að við getum ekki lent. Þetta er alveg nýtt fyrir okkur hér því slökkviliðið á vellinum hef- ur verið í fararbroddi í mörg ár í heiminum og hefur staðið sig alveg einstaklega vel í að halda uppi góð- um skilyrðum fyrir okkur.“ Hörður segir það hamla flugmönnum mjög ef þeir hafa ekki alla breidd brautar- innar til umráða, sérstaklega í hlið- arvindi. „Þetta kemur því einfald- lega beint niður á flugöryggi.“ ■ Þjóðarpúls Gallup: Blendin ánægja með störf ráðherra Mikil ánægja er með störf Geirs H. Haarde, utanríkisráðherra, en fáir eru aftur á móti ánægðir með störf Björns Bjarnasonar, dómsmálaráð- herra. Þetta kemur fram í viðhorfs- könnun sem Gallup birti í gær þar sem mæld er ánægja með störf ráð- herra. Kemur verst út f könnuninni voru 1.227 einstakling- ar spurðir að því hvort þeir væru ánægðir eða óánægðir með störf ráð- herra. Mest er ánægjan með störf Geirs H. Haarde, eða um 60,9%, en aðeins um 22,1% aðspurða töldu sig vera ánægða með störf Björns Bjarnasonar. Næst bestu útkomuna fékk Þorgerður K. Gunnarsdóttir en rúmlega 52% eru ánægðir með henn- ar störf. Af ráðherrum Framsóknar- flokksins var mest ánægja með störf Guðna Ágústssonar eða um 49,4%. Þar næst kemur Jón Kristjánsson með 46,1%. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, kemur verst út af ráðherrum Framsóknarflokksins en rétt rúmlega þriðjungur sagðist vera ánægður með hans störf. Framsóknarmenn ánægðlrmeð Halldór Sé hins vegar horft til flokka kemur í ljós að 72,9% þeirra sem kjósa Fram- sóknarflokkinn eru ánægðir með störfHalldórsÁsgrímssonaren70,8% með störf Guðna Ágústssonar, vara- formanns flokksins. Bestþykirfram- sóknarmönnum þó Jón Kristjáns- son standa sig eða um 79,5%. Þá fær hinn nýkjörni formaður Sjálfstæðis- flokksins góðan meðbyr frá flokks- bræðrum sínum en um 80,2% sjálf- stæðismanna eru ánægðir með störf Geirs. Varaformaðurinn, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, fær svo næst bestu niðurstöðuna eða 70,3%. ■ Krislján Guðinundsson. trésiniður og varaborgnrfuiltrúi er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins - Hann er í skipulagsráði, og frainkvæmdaráði Reykjavtkurborgar Geir H. Haarde: Vinsæll Sýnum styrk sjálfstæðismanna og tökum j)á í prófkjörinu - taktu afstöðu oc vertu með [m Ljósin í bænum ■ SliniiDvrD! Stigahlfð 45 • 105Reykjavík

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.