blaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 33

blaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 33
Mynd/NASA, ESA og G. Bacon (STScl) blaðid MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER AFÞREYING I 33 Nýir tylgi- hnettir Plútó I fyrradag tilkynntu nokkrir stjörnufræðingar um fund á tveimur agn- arsmáum tunglum á sveimi í kringum Plútó. Þessi tungl eru hin fyrstu sem finnast við Plútó frá því að Karon fannst árið 1978. Þau hafa ekki hlotið nein varanleg nöfn enn sem komið er en eru til bráðabirgða köll- uð S/2005 Pi og S/2005 P2. Fyrirhugað er að mynda Plútó aftur með Hubblessjónaukanum í febrúar á næsta ári, skömmu eftir að New Hor- izons-geimfarinu hefur verið skotið á loft. Vonast er til að uppgötvunin verði formlega staðfest þá og að þekking okkar á tunglunum aukist í kjölfarið. Frekari upplýsingar er að finna á stjörnufræðivefnum, www.stjorn- uskodun.is. Með bankann í vasanum Nígeríubúar fagna því að nú er hægt að nota farsíma til þess að stunda bankaviðskipti en sú tækni opnar nú milljónum manna möguleikann á viðskiptum sem áður var einskorð- aður við ríkari hverfi landsins. Far- símar hafa gjörbreytt öllum háttum í fátækari byggðum Afríku á undan- förnum árum. Google endurræsir skannann Google hefúr ákveðið að hefja aftur verkefni sitt sem miðar að því að koma milljónum bóka- safnsbóka á stafrænt form svo hægt sé að leita í þeim á Netinu. Leitarrisinn hefúr ákveðið að halda áfram með þetta verkefni þrátt fyrir aukinn þrýsting frá lögmönnum útgefenda og höfunda. Forráðamenn Google neita hins vegar allri sök um höfundarréttarbrot. Þrátt fyrir það virðist ætlunin vera að lægja öldurnar þar sem nú mun skanninn einbeita sér að bókum sem hætt er að prenta og höfundarréttur er útrunninn. Gates berst gegn mýra- köldu „Það er veruleg synd að heim- urinn skuli ekki gera meira til þess að stöðva sjúkdóm sem verður 2.000 afrískum börnum að bana á degi hverjum,“ sagði Bill Gates, stjórnarformaður Microsoft þegar hann tilkynnti að sjóður í nafni hans og konu hans myndi verja andvirði tæplega 16 milljörðum króna til rannsókna á mýraköldu. „Ef þessi börn byggju í ríkari löndum kæmist þetta í blöðin. Við myndum gera eitthvað í málunum, við myndum ekki hvílast fyrr en hvert barn væri öruggt." Mýraköldurannsóknir fá einungis einn þriðja af einu prósenti af öllum íjárveiting- um til læknarannsókna þrátt fyrir að hún sé orsök 3% allra dauðsfalla. Milljarðarnir frá Gates munu flýta þróun nýrra lyfja, bóluefna og auka varnir gegn moskítóflugum. Þráðlaust samband um alla jörð Stórfyrirtæki á fjarskiptamark- aði, Inmarsat, mun innan nokkurra vikna senda annan tveggja gervihnatta sinna út fyrir lofthjúp jarðar en þeim er ætlað að verða öflugasta fjarskiptatæki á sínu sviði. Saman munu þeir mynda stærsta háhraða netsvæði í heiminum, eða ná til 88% landa á jörðinni. Tengingin verður heldur ekkert grín heldur verður gagnaflutningshraði allt að 492 Kbps. Til þess að taka við sendingum hnattanna þarf ákveðna græju frá Inmarsat en hún verður á stærð við fartölvu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.