blaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 37

blaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 37
blaöiö MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 DAGSKRÁ I 37 (var Örn er leikari í Kallakaffi Hvað finnst þér um Silvíu Nótt? Hvernig hefurðu það í dag? Ég hef það gott. Ég er á leiðinni til Japan eftir tuttugu daga og er að undirbúa mánaðarferð. Hvenær byrjaðirðu fyrst að vinna f skemmtanabransanum? Ég byrjaði mjög snemma. Það má segja að ég hafi byrjað þegar ég var níu ára en ég vann í öllum helstu leikhúsunum þeg- ar ég var lítill. Þá fór ég með lítið hlutverk í Njálssögu og var í sjónvarpsþætti hjá Hilmari Oddsyni ísunnudagsleikhúsinu en Kallakaffi erfyrsta stóra hlutverkið mitt. Mér finnst mjög gaman að vinna í sjónvarpsþáttum, það þarf að vinna hratt og það er mikil pressa. Það er í rauninni mikið í húfi og ég kann vel við það. Langaði þig að verða leikari þegar þú varst lítill? Ég byrjaði svo snemma að ég var ekki einu sinni búinn að velta því fyrir mér áður en ég ákvað það. Þetta hefur alltaf verið eðlilegur hlutur finnst mér að koma fram og leika. Það má segja að fjölskyldan mín hafi öll verið í skemmtanabransanum en mamma kom mikið fram sem dansari. Pabbi er söngvari og byrjaði mjög ungur að troða upp á sveitaböllum þar sem pabbi hans spilaði á harmonikku. Þannig má segja að ég hafi verið alinn upp í það að verða leikari, alla vega voru foreldrar EITTHVAÐ FYRIR... Stöð i - What not to Wear - kl. 20:30 Hér eru snjallar tískulöggur kall- aðar til verka og árangurinn er ótrúlegur. Þeir sem áður voru til skammar í klæðaburði fá nú ný föt til að klæðast og ef þurfa þykir er hárið og förðunin líka tekin í gegn. Skjár 1 - Sirrý - kl. 21:00 Spjallþáttadrottningin Sigríður Arnardóttir snýr aftur með þáttinn sinn Fólk með Sirrý. Hún heldur áfram að taka á öllum mannlegum hliðum samfélagsins, fá áhugaverða einstaklinga til sín í sjónvarpssal og ræða um málefni sem snúa að okkur öllum með einum eða öðrum hætti. Stöð 2 bíó - Plan B - kl. 20:00 Gamanmynd um ekkjuna Fran Mal- one sem gerist leigumorðingi hjá mági sínum. Með því vonast hún til að laga afleita fjárhagsstöðu sína en málið er samt ekki svo einfalt. Fran er nefnilega ófær um að myrða aðra manneskju og verður því að grípa til annarra ráða ef hún ætlar að halda starfinu. Aðalhlutverk: Diane Keaton, Paul Sorvino, Burt Young. Leikstjóri: Greg Yaitanes. 2001. Bönnuð börnum. Auglýsingadeild 510-3744 Eyrún Arnarsdóttir Mér finnst hún æði. Mér finnst hún töff. Kristín Elva Rögnvaldsdóttir Mér finnst hún æðisleg. Hjálmar Karlsson Mér finnst hún æðisleg, gott framtak. WPmT www. turbochef. com ^ *S: 567-8888 Eitthvað fyrir alla. OPIÐ’- Verð í algjöru lágmarki og bónus við magnkaup. v'r^ra^a; 10-17 Gríptu bókina, jólin nálgast. |Skjaldborg^^^) Skjaldborg - Mörkinni 1 - sími: 588 2400 Netfang: skjaldborg@skjaldborg.is OFN engum öðrum líkur ! Er snöggur Ekki þörf á loftræstingu Eldar góðan mat Tekur lítið pláss Alltaf tilbúinn til eldunar Einfaldur í notkun Ódýr í rekstri Borgar sig fljótt upp Sharon Osbourne komst í klandur fyrir að daðra við poppstjörnuna Shayne Ward. Hún sagði við hann: „Ég hef svolítið að gefa þér. Það er heitt og sætt og lyktar vel.“ Þegar hann spurði hvað það væri þá sagði hún að það væri þeirra á milli og að hún myndi ná í það seinna. Umsjónarmenn þáttar- ins voru ekki ánægðir með þetta og sögðu að Sharon virtist hafa gleymt að um fjölskylduþátt væri að ræða. Jóna Sjöfn Huntington Williams Mér finnst hún skemmtileg, það er einn af uppáhalds þáttunum mínum. Viktor Steinar Þorvaldsson Mér finnst hún mjög fyndin, en samt mjög misskilin. Hilmar Ólafsson Hún er ömurleg. Mér finnst þetta líklega ein mest .böggandi" manneskja í íslensku sjónvarpi í dag. Sharon beðin um að hœtta að daðra við Shayne Flutt í Mörkina 1 Arleg bókaútsala SKJALDBORGAR hefst 28. október 2005 mínir afskaplega ánægðir þegar ég ákvað að fara í Leiklistarskólann. Hvað er uppáhalds sjónvarpsefnið þitt? Mérfinnst Southpark mjög skemmtilegt og hef dottið inn í nokkra raunveruleika- þætti. Ég hef til dæmis horft á alla Con- tender seríuna og ég horfi á America's NextTop Model með kærustunni minni. Þá horfi ég auðvitað á Kallakaffi en ég missi ekki af einum einasta þætti. Er vinnan í sjónvarpi öðruvísi en þú hafðir búist við? A vissan hátt. Ég hafði litla reynsiu af svona vinnu og þetta er miklu skemmti- legra en ég bjóst við. Hvernig er að horfa á sjáifan þig í sjónvarpi? Eg hef mjög gaman af því. Það er mjög lærdómsríkt að sjá hvernig maður kemur út og að sumu leyti er hægt að líta á það sem kennsluefni. Hver er uppáhalds útvarpsstöðin þín? Ég held að flesta útvarpsmenn mína sé að finna á Rás 1 og Rás 2. Ég hef gaman af metnaðarfullum þáttum þarsem mis- munandi tónlistarstefnur eru teknar fyrir.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.