blaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 blaöió Viðbrögð við fuglaflensu kynnt Bflavarablntir Bílavarahlutir Stilling betri en bestir George Bush, Bandaríkjaforseti, kynnti í gær viöbragðsáætlun vegna hugsanlegs fuglaflensufaraldurs. Sýrlendingar bregðast við ályktun öryggisráðsins: Lofa fullri samvinnu Ungir Sýrlendingar sýndu stjórnvöldum stuön- ing sinn á fjöldafundi í Damascus í gær. Yfirvöld í Sýrlandi hafa heitið sam- vinnu við rannsókn á morðinu á Rafiq Hariri, fyrrverandi forsætis- ráðherra Líbanons, eftir að örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti ályktun þess efnis að annað hvort skyldu þau vera samvinnuþýð ellegar taka afleiðingunum. Þrátt fyrir að háttsettir leyniþjón- ustumenn séu bendlaðir við morðið í nýrri skýrslu sérskipaðrar rann- sóknarnefndar halda yfirvöld í Sýr- landi enn fram sakleysi sínu i mál- inu. I gær komu þúsundir manna saman í Damascus, höfuðborg landsins, til að sýna stuðning sinn við yfirvöld. I ályktuninni sem var samþykkt samhljóða í öryggisráðinu er farið fram á að Sýrlendingar hneppi í varðhald grunaða menn auk þess sem hvatt er til að hald verði lagt á eignir þeirra og þeir settir í far- bann. George Bush, Bandaríkjaforseti, kynnti í gær áætlun um hvernig bregðast skuli við hugsanlegum fuglaflensufaraldri. Áhersla verð- ur lögð á að koma upp birgðum af flensulyfjum og hraða þróun nýs bóluefnis. Ennfremur verður lögð áhersla á það að hægt verði að greina og halda sjúkdómnum í skefjum á skjótan hátt. Ríkisstjórn Bush hefur sætt gagnrýni demókrata fyrir að vera eftirbátar ríkisstjórna annarra landa þegar kemur að viðbúnaði við hugsanlegum faraldri. Vísinda- menn telja að fuglaflensan geti orð- ið ein mesta ógn við líf og heilsu manna ef hún þróast þannig að hún geti borist manna á milli. Michael Leavitt, heilbrigðisráð- herra Bandaríkjanna, og fleiri hátt- settir embættismenn munu skýra áætlanir forsetans nánar fyrir nefnd á vegum öldungadeildar Bandaríkja- þings síðar í vikunni. Öldungadeild- in hefur nú þegar veitt um 8 millj- arða Bandaríkjadala til sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofnana til að þær séu betur í stakk búnar til að takast á við faraldur. Talið er að áætl- un forsetans muni kosta að minnsta kosti 6,5 milljarða dala. Sérfræðingar í heilbrigðismálum frá ýmsum löndum hittast einnig i vikunni í borginni Brisbane í Ástral- íu til að ræða leiðir til að koma í veg fyrir hugsanlegt hættuástand. Þar verður meðal annars athugað hvern- ig best sé að bregðast við ef veiran stökkbreytist á þann hátt að hún ber- ist auðveldlega manna á milli. TljuFiTHlWg L Slærð Onegkl Negkl 175/70R15 4.800,- 5.800,- I 75/65R14 4.990,- 5.990,- 185/05104 5.500,- 6.290. 195/6510 5 6.900,- 7.590 205/6510 5 6.900,- 7.900 PAÐALMÚMER • SlMI 520 8000 SKÉIFUNN111 RVlK. • SlMI 520 8001 DRAUPNISGATA 1 AK • SlMI 520 8002 DALSHRAUN113 HFN. • SlMI 520 8003 SMIÐJUVEGI 68 KÓP. - SlMI 520 8004 BlLDSHÖFÐA 16 RVlK. • SlMI 520 8005 EYRARVEGI 29 SELF. • SlMI 520 8006 www.stilling.is Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna Dick Cheney, varaforseti Banda- ríkjanna, skipaði á mánudag ráðgjafa sinn, David Adding- ton, sem starfsmannastjóra í stað Lewis Libby sem sagði af sér í kjölfar ákæru vegna aðild- ar að CIA-lekamálinu svokall- aða. Einnig skipaði hann John Hannah sem aðstoðarmann sinn í þjóðaröryggismálum en Libby hafði gegnt báðum stöðum. Addington hefur unn- ið sem lögfræðilegur ráðgjafi varaforsetans síðan í ársbyrjun 2001. Bílsprengja í Basra 20 manns fórust og að minnsta kosti 45 særðust í bílspreng- ingu í borginni Basra í írak seint á mánudag. Fyrr um daginn höfðu sjö bandarískir hermenn farist í sprengingu í Bagdad. Alls fórust 93 banda- rískir hermenn í landinu í októbermánuði og hafa ekki jafnmargir farist á einum mán- uði síðan í janúar þegar 107 týndu lífi. Sprengingin í Basra átti sér stað í vinsælu hverfi í borginni þar sem margt var um manninn. Svo virðist vera sem að maður hafi ekið bíl sín- um á hóp íraskra hermanna og sprengt hann í loft upp. íraskur maöur ber líkkistu fórnarlambs sprengingarinnar í Basra í fyrradag. Ragnar S í borgarstjó Prófkjör sjálfstæóismanna 4. og 5. nóv. 2005 5. sæti

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.