blaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 30
30 I ÍPRÓTTIR
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 blaöiö
Keane jós yfir
samherja sína
Umsóknir sendist á atvinna@vbl.is
U21 árs liðinu
Lúkas Kostic var í gær ráðinn þjálf-
ari undir 21 árs landsliðs karla í
knattspyrnu. Lúkas Kostic hefur
þjálfað undir 17 ára landsliðið und-
anfarin tvö ár en áður hefur hann
þjálfað meistaraflokka Þórs frá
Akureyri, Grindavíkur, KR og Vík-
ings. Lúkas Kostic og KSl skrifuðu í
gær undir þriggja ára samning sem
þýðir að hann mun stjórna liðinu í
næstu tveimur mótum sem það tek-
ur þátt í.
Breyting hefur verið gerð á
Evrópukeppni U21 þannig að úrslita-
keppnin færist á oddatölu og fylgir
því ekki A-landsliðinu á sléttum
tölum eins og verið hefur. Næsta
verkefni U21 árs landsliðsins er því
undankeppni Evrópumótsins en úr-
slitakeppnin fer fram vorið 2007. Öll
undankeppnin fer fram á næsta ári
og nýtt Evrópumót hefst síðan 2007
og lýkur með úrslitakeppni sumarið
2009.
Það verður því í nógu að snúast
hjá Lúkas Kostic á næstu árum og
efniviðurinn er nægur og vonandi
að hann og piltarnir hans nái að
hala inn stig fyrir Island. Lúkas
Kostic tekur við af Eyjólfi Sverris-
Vegna aukinna umsvifa óskar
Blaðið eftir sölumönnum i
fulla vinnu.
P Um er að ræöa skemmtilegt
starf hjá fyrirtæki í örum
vexti með skemmtilegu
fólki. Góðir tekjumögu-
leikar fyrir gott fólk.
í Blaðið
Bæjarlind 14-16
201 Kópavogur
syni sem nú er tekinn við A-lands-
liðinu. Hver veit nema Kostic taki
síðar meir við A-landsliðinu? Eggert
Magnússon formaður KSÍ sagði jú,
eftir ráðningu Eyjólfs, að hann teldi
æskilegt að sá sem tæki við A-lands-
liðinu hafi verið í eins konar þjálfun
með U21 árs landsliðið. ■
Roy Keane, fyrirliði enska úrvals-
deildarliðsins Manchester United,
hellti sér yfir samherja sína að sögn
enskra fjölmiðla á sjónvarpsstöð
félagsins, MUTV. Viðtalið var þó
ekki birt en umsjónarmenn MUTV
ákváðu eftir viðtalið að hafa sam-
band við Sir Alex Ferguson og David
Gill um hvort það væri í lagi að birta
þetta viðtal við hinn 34 ára Roy Ke-
ane. Sir Alex og Gill bönnuðu að
viðtalið yrði birt og þar við sat. Sam-
kvæmt enska blaðinu The Guardian
á Keane að hafa ausið yfir nokkra
leikmenn United og var allt annað
ensáttur við framlagþeirra. Viðtalið
var tekið eftir niðurlægingu United
gegn Middlesbro-
ugh um síðustu
helgi í ensku úr-
valdeildinni sem
var stærsta tap
United í 19 mán-
uði.
Roy Keane á
samkvæmt frétt-
inni að hafa nafngreint Rio Ferdin-
and, Darren Fletcher, Alan Smith,
John O'Shea og Kieran Richardson
og sagt þá hafa verið félaginu til
skammar og að hafa ekki reynt
sitt besta. Það sé engin virðing hjá
þessum leikmönnum sem og fleir-
um en Keane talaði einnig niður til
Liam Miller í umræddu viðtali. Þá
á Keane að hafa notað setninguna:
,His attitude stinks,“ (í lauslegri þýð-
ingu: Viðhorf hans er ömurlegt) um
leikmann félagsins. Viðtalið sem
átti að fara í loftið á mánudagskvöld
var um 30 mínútur að lengd og það
er talið að Roy Ke-
ane sé mjög fúll
yfir því að það
var ekki birt. Ke-
ane hefur verið
hjá United í 12 ár
og þekkir manna
best til félagsins
enda fyrirliði liðs-
ins. Samningur
hans rennur út næsta sumar og það
er allt á huldu hvort hann verður
áfram hjá Manchester United.
Manchester United mætir Lille
í kvöld í meistaradeildinni í knatt-
spyrnu og fer leikurinn fram í Frakk-
landi. Sigur og ekkert annað er
það sem er til umræðu hjá Sir Alex
Ferguson eftir að liðið gerði jafntefli
í fyrri leik liðanna á Old Trafford.
Sigur í leiknum í kvöld myndi án efa
hjálpa sálartetrinu hjá United-mönn-
um fyrir stórleikinn gegn Chelsea á
sunnudaginn í ensku úrvalsdeild-
inni. United stöðvaði sigurgöngu Ar-
senal á síðustu leiktíð þegar Arsenal
hafði leikið 49 leiki í röð án taps.
Þá mættu þeir Manchester United
og reyndist það of mikið fyrir The
Gunners. Spurningin er hvort rauðu
djöflarnir stöðva bláliða Chelsea
á sunnudaginn. Eitt er víst að það
er spenna í herbúðum Manchester
United, þ.e.a.s. í leikmannahópi
liðsins. Roy Keane verður ekki með
í þessum leikjum því hann er enn
meiddur, er að jafna sig eftir að hafa
brotið bein í fæti. Búist er við hon-
um í slaginn á næstu vikum. ■
Wenger og Mourinho
rífast í fjölmiðlum
Framkvæmdastjóri Arsenal, Ar-
sene Wenger, hefur svarað Jose Mo-
urinho, framkvæmdastjóra Chels-
ea, en Mourinho lét hafa eftir sér
í breskum fjölmiðlum að Wenger
væri „voyeur". Mourinho sagði að
Wenger væri einn af þeim sem væri
gluggagægir. Hann hefði gaman af
að fylgjast með öðru fólki. Mour-
inho sagði einnig: „Það eru sumir
sem eiga stóran sjónauka heima
hjá sér til að skoða hvað gerist hjá
öðrum fjölskyldum í nágrenninu.
Hann talar og talar og talar um
Chelsea. Þetta fer í taugarnar á
mér vegna þess að við tölum aldrei
SOLUMENN
ÓSKAST
um þá,“ sagði Jose Mourinho.
Þessi ummæli kveiktu svo um
munaði í Arsene Wenger og hann
er að íhuga þessa dagana hvort
hann eigi að fara í meiðyrðamál
við Jose Mourinho.
„Mér finnst ummælin ótrúleg,
óheiðarleg og ekki í neinu sam-
hengi við raunveruleikann,” sagði
Wenger í gær. „Ég ætla að sjá til
hvort ég grípi til einhverra að-
gerða. Ég veit það ekki en ætla að
skilja dyrnar eftir opnar hvað það
varðar. Ég veit ekki hvað ég á að
hafa sagt sem illska var á bak við,“
sagði Arsene Wenger.
„Ég var spurður um Chelsea og ég
gaf heiðarlegt svar, alveg eins og ég
ætlast til af öðrum framkvæmda-
stjórum þegar þeir eru spurðir um
Arsenal. Þetta er svona einfalt og
ég get ekki séð hvað er rangt við
það og ef svo er, þá verðum við að
hætta við þessa fréttamannafundi.
Ég er alls ekkert heltekinn af Chels-
ea, síður en svo.“
Arsene Wenger varaði við því að
menn gætu orðið of persónulegir í
fjölmiðlum og sagði að slíkt gæti
einfaldlega skaðað boltann.
„Þegar ég kom til Englands tók
ég á móti enskri menningu af gleði
og virðingu þar sem eigendur félag-
anna voru enskir og þeir opnuðu
dyrnar fyrir útlendingum. Núna, í
sumum félögum, virðist sem þetta
hafi snúist við og það er mikilvægt
að Englendingar tapi ekki þessu
gildi sínu,“ sagði Arsene Wenger.
Það er alveg ljóst eftir þessi um-
mæli að þeir Wenger og Mourinho
eru ekki vinir. Það sama á við um
þá Wenger og Sir Alex Ferguson
því þeir voru lengi vel að munn-
höggvast í fjölmiðlum þegar Manc-
hester United og Arsenal voru að
berjast um enska meistaratitilinn
ár eftir ár. Nú er nýtt lið, Chelsea,
komið í efsta sæti og virðist ætla
að dvelja þar mikið lengur. Hvort
sem það er ástæða þess að Wenger
er lentur upp á kant við Mourin-
ho skal hér ósagt látið en þessari
glímu þeirra er hvergi nærri lokið,
það eitt er víst. g
Kostic tekur við