blaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 blaöiö
Mosfellsbcer:
Skóflustunga
tekin að ör-
yggisíbúðum
f gær var tekin fyrsta skóflu-
stungan að 39 öryggisíbúðum
fyrir aldraða sem munu rísa
við Hlaðhamra í Mosfellsbæ.
Við framkvæmdina mun
framboð af þess háttar íbúðum
þrefaldast í bænum. Það er Eir
öldrunarþjónusta sem annast
framkvæmdina skv. samningi
við bæinn. Húsið verður á þrem-
ur til fjórum hæðum og er það
byggt sem þrjár húseiningar
sem tengjast munu saman með
glerjuðum einingum. Stefnt er
að því að reisa hjúkrunarheim-
ili fyrir aldraða á sömu lóð.
Skjárinn veldur skálfta:
Hvetja félagsmenn til að rífa
auglýsingu úr Myndum mánaðarins
Samtök nokkurra myndabandaleiga hvetja félagsmenn til að rífa auglýsingu frá Skjánum
úr blaðinu Myndir mánaðarins.
f tölvupósti sem Blaðið hefur und-
ir höndum eru félagsmenn Filmco,
regnhlífarsamtaka um 30 mynda-
bandaleiga, hvattir til að rífa aug-
lýsingu frá Skjánum úr nýjasta
tölublaði Myndir mánaðarins. f
tölvupóstinum segir:
„Álit stjórnar félagsins er að þetta
fyrirtæki sé ekkert annað en mynd-
bandaleiga með heimsendingarþjón-
ustu, ogsé með öliu óviðeigandi
að birt sé augiýsing í blaði sem á
að vera helsta tæki okkar í markaðs-
setningu.
Félagsmenn er hvattir til að fjar-
lægja þessa síðu úr blaðinu áður en
þeir afhenda það viðskiptavinum“.
Helsta tæki til markaðssetningar
Skjárinn er ný þjónusta Símans, þar
sem viðskiptavinir geta leigt sér
kvikmyndir i gegnum nettengingu.
Ásgeir Þormóðsson, stjórnarfor-
maður Filmco staðfesti í samtali
við Blaðið að áskorunin hefði verið
send út. Hann segir að ávalt hafi ver-
ið þær reglur í gildi að engar mynd-
bandaleigur megi auglýsa í Mynd-
um mánaðarins.
„Stærsta myndbandaleiga landsins
á ekert erindi í okkar blað” segir Ás-
geir. Hann segir ennfremur að blað-
ið sé helsta tæki myndbandaleiga til
markaðssetningar, og því ólíðandi
að stór samkeppnisaðili myndbanda-
leiga auglýsi í biaðinu.
Á gráu svæði
Útefandi Mynda Mánaðarins er
Myndmark. Smári Vilhjálmsson er
formaður þess segist í sjálfu sér ekki
undrandi á þessum viðbrögðum. En
voru þá gerð mistök við útgáfuna?
„Já, það hefði þurft að ræða þetta
áður en blaðið kom út”. Hann bend-
ir þó á að Skjárinn sé ekki í beinni
samkeppni við myndbandaleigur,
því vegna reglna um útgáfu á mynd-
böndum séu myndir búnar að vera í
útieigu í fjóra mánuði í myndbanda-
leigum, áður en Skjárinn megi leigja
þær út.
WARTNER
Vörtubaninn
Vegabréf:
Ljósmyndarar ósáttir við nýjar reglur
yeifáíí
Frystu vörtuna burt.
Tekur aðeins 20 sek.
ísienskar leiðbeiningar.
Fæst í apótekum.
www.medico.is
Passamyndir verða innan skamms teknar hjá sýslumanni. Ljósmyndarar hafa lýst sig
ósátta við fyrirkomulagið en dómsmálaráðuneytið segir að um hagrœðifyrir almenning
sé að rœða
„Þetta mál er bara út í hött,“ segir
Gunnar Leifur Jónasson, formaður
Ljósmyndarafélags ísiands. „Ég tei
að þetta sé bara ófært. Þeir hljóta
að þurfa að ráða ljósmyndara inn
á sýslumannsskrifstofur til að taka
þessar myndir þar sem þetta er lög-
verndað starf. Okkar aðkoma að
þessu máli er líka skrítin því við
heyrum eiginlega af þessu frá út-
löndum. Við erum að fara á fund hjá
fulltrúa ráðuney tisins þar sem farið
verður yfir þessi mál. Það er búið að
bjóða þetta út og við höfum ekkert
heyrt. Það minnsta sem hefði verið
hægt að gera hefði verið að láta okk-
ur vita að þeir hefðu ekki áhuga á
www.diza.is
Velkomin í eins árs afmælið okkar!
15% afmælisafsláttur 2. - 5. nóvember
Bútasaumsefni, prjónagarn, náttfatnaður ofl.ofl.
Diza efif
Ingóifsstrætí 6 sími 561-4000
______opið 11-18 virka daga, 12-16 laugardaga
i
Sjónarhóll
í Hafnarfiröi
ö ðruvísi gleraugnaverslun
www.sjonarhoii.is
Þ a r s e m
gæöagleraugu
'minna
S. 565^5970
Reykjavíkurveguí 22
okkar þjónustu.“ Gunnar segist vilja
fá skýringar á því hvers vegna verið
sé að halda úti námi í ljósmyndun,
og ef þetta eigi að vera svona, hvort
eigi þá að leggja níður lögverndun á
starfi ljósmyndarans.
Gæta hagsmuna almennings
„Þetta eru auðvitað hagsmunasam-
tök sem þarna eru að verja sitt,“ seg-
ir Þorsteinn Helgi Steinarsson hjá
dómsmálaráðuneytinu. „I grunn-
inn eru þetta kröfur frá alþjóðlegu
flugmálastjórninni sem skilgreina
hvernig vegabréf eigi að líta út. Þeir
hafa sett fram kröfur fyrir framtíð-
ina um lífkenni í vegabréf. Skyldu-
lífkenni er ljósmynd og siðan eru
möguleikar á fingraförum og augn-
mynd. Schengen samstarfið kveð-
ur einnig á um að fingraför verði
höfð með. Það að bæta lífkennum
í vegabréf er hugsað til að tæknin
geti flýtt fyrir afgreiðslu á flugvöll-
um. Þar að auki er aukið öryggi
samfara þessu. Myndin verður því
geymd í örgjörva í vegabréfinu og
síðan mun tölva greina myndina
og gera samanburð við þann sem á
vegabréfinu heldur. Þessi rafræna
auðkenning er mun öruggari en þeg-
ar fólk er að bera þetta saman.“ Þor-
steinn segir að hingað til hafi menn
komið sjálfir með myndir í vegabréf
sín. „Þetta má ekki lengur og okkar
nálgun er að gera þetta þannig að
þetta sé eins hagkvæmt og hægt er
fyrir okkur og sem þægilegast fyrir
Þverúlfur grimmi
bestur fyrir börnin
(gaer voru afhent verðlaun í samkeppni um besta handritið að myndskreyttri sögu
handa ungum lesendum. Það var Bókaútgáfa Æskunnar sem stóð að samkeppninni en
tilefnið er 75 ára afmæli útgáfufyrirtækisins. Fyrstu verðlaun hlaut Þorgerður Jörunds-
dóttir, myndlistarmaður, fyrir verk sitt Þverúlfs saga grimma og námu verðlaunin 400
þúsund krónum. Það voru Suzuki-bílar á fslandi og Sigurjón Sighvatsson sem lögðu til
verðlaunafé.
þegnanna.“ Ljósmyndarar hafa bent
á að til að gæta öryggis yrði sett upp
kerfi þar sem þeir sendi myndina
til sýslumanns. „Þetta er kerfi sem
vissulega er mögulegt,“ segir Þor-
steinn. „Þetta er hins vegar líklega
mun dýrari lausn og einstaklingur-
inn þarf hvort sem er alltaf að koma
á umsóknarstaðinn." Einfaldara
er að mati Þorsteins að kaupa bara
myndavélar og setja upp á hverjum
umsóknarstað. „Stóri punkturinn
er hins vegar sá að til þess að tryggja
það að gögnin séu rétt verðum við
að sannreyna það með því að bera
þau saman við viðkomandi einstak-
ling. Hugmyndin er sú að vél sjái um
það en ekki einstaklingur því það er
mun öruggara. Þá verðum við að
taka af honum mynd hvort sem er
til að bera saman við myndina sem
hann kæmi með svo menn geta séð
að þetta nær ekki nokkuri átt.“ Frá
okkar bæjardyrum séð er því eini
tilgangurinn með því að láta ljós-
myndara úti í bæ sjá um þetta sá,
að tryggja ljósmyndurum einhverja
vinnu. Það yrði hins vegar á kostn-
að okkar og almennings og það er
ekki okkar hlutverk að vera að gæta
einhverra sérhagsmuna. Við gætum
fyrst og fremst hagsmuna almenn-
ings,“ segir Þorsteinn.
Landhelgisgœslan:
Þyrla sótti
veikan
sjómann
TF Líf, þyrla Landhelgisgæsl-
unnar, sótti veikan sjómann
um borð í togarann Guðmund
í Nesi í gærmorgun. Togarinn
var staðsettur um 85 sjómílur
út af Patreksfirði þegar áhöfn
hans óskaði eftir aðstoð Land-
helgisgæslunnar. Þyrlan fór í
loftið laust fyrir kl. 10 og var
komin að skipinu um ellefuleyt-
ið. Sjómaðurinn var fluttur á
Landspítalann háskólasjúkra-
hús þar sem hann nýtur nú að-
hlynningar.