blaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 4
4 I XNNLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 blaöiö Nýja fréttastöðin ekki ókeypis Þeir sem ekki eru þegar áskrifendur að Ijósvakamiðlum 365 eru krafðir um 500 króna gjald ef þeir hafa áhuga á að horfa á nýju fréttastöðina. Kallað „ myndlyklagjald“. Einungis þeir sem eru með Digital ísland myndlykil geta horft á Nýju fréttastöðina sem hefur starfsemi í lok vikunnar. Þegar kerfið var tek- ið í notkun var ákveðið að koma þessum myndlyklum inn á sem flest heimili án kvaða um áskrift og var hugmyndin sú að hafa þröskuldinn sem lægstan ef menn vildu síðan gerast áskrifendur. Nú hefur orðið breyting á, því þjónustufulltrúar 365 miðla eru þessa dagana að hringja í þá sem eru með Digital myndlykla, en eru ekki áskrifendur, og hvetja þá til að kaupa áskrift að miðlum 365. Ef því boði er hafnað er tilkynnt að menn þurfi framvegis að greiða 500 króna gjald á mánuði fyrir mynd- j lykilinn. Þetta þýðir í raun að verið er að innheimta áskrift að miðlum eins og Nýju ^ fréttastöðinni, en ein- ungis verður hægt að ná henni í gegnum Digital myndlykil. Stöð 2 hefur einu sinni áður gert tilraun til að loka fréttum sínum, fyrir rúmum áratug. Þeirri tilraun lauk nokkrum mánuð- 365 um síðar þegar í ljós kom að áhorf hrundi og áskriftum fjölgaði ekki eins og menn höfðu gert sér vonir um. Gera má ráð fyrir að möguleg- um áhorfendum að Nýju fréttastöðinni fækki til muna vegna þessa, ann- ars vegar vegna þess að Digital íyklar eru ekki á öllum heimilum og hins veg- ar vegna þess að ekki nema hluti þeirra sem eru með slíkan lykil, og eru ekki áskrifendur, munu sætta sig við slíka gjaldtöku. ■ NFS ekki dreift um önnur kerfi en Digital ísland í bráð Eins og fram kemur hér til hliðar verður dagskrá Nýju fréttastöðvar- innar (NFS) bundin við þá, sem eru með myndlykil frá Digital ísland. Að sögn Róberts Marshalls, eins for- vígismanna NFS, hafa aðrar dreif- ingarleiðir ekki verið fyrirhugaðar, en hann sagði að undanfarnar vikur hefði öll orka manna beinst að því að koma NFS í loftið og skipuleggja dagskrána. Að því loknu kynnu menn að huga að öðrum þáttum rekstursins eins og dreifingu. NFS verður þó einnig dreift um Netið fyrir þá sem hafa aðgang að því. Sá hængur er þó á að aðeins þeir, sem eru tengdir Netinu um Og Vodafone geta horft á útsending- una í fullum gæðum. Áður en menn geta horft á útsendinguna um netið af vísi.is er gerð tengitilraun og velta gæðin og gagnaflæðið á því hvort tengingin er um Og Vodafone, syst- urfélag 365 ljósvakamiðla, eða ekki. I lögum og reglum um dreifikerfi ljósvakamiðla er kveðið á um að sumum rásum þurfi allir að dreifa, en öðrum megi allir dreifa. í úr- skurði samkeppniseftirlits hefur þó ekki verið kveðið á um neitt slíkt vegna gjaldfrjálsra stöðva, en á hinn bóginn geta áskriftarstöðvar orðið fyrir slíku líkt og henti Enska bolt- ann í vor. Á sama hátt og Islenska sjónvarps- félaginu var gert að afhenda öðrum dreifikerfum en Símans merkið að Enska boltanum, liggur fyrir úr- skurður frá í sumar um að 365 ljós- vakamiðlum beri að aflienda merk- ið að Stöð 2 og Sýn til annarra. Af því hefur enn ekki orðið, þar sem nokkuð mun skorta á að 365 hafi aflað sér tilskilins dreifingarréttar á aðkeyptu efni. ■ 09W NR.1 í AMERÍKU Framsókn í Kópavogi Ómar Stefánsson sigurvegari í prófkjöri Góð þátttaka var íprófkjöri framsóknarmanna í Kópavogi um helgina. Ómar Stefánsson, bcejarfulltrúi, náði fyrsta sœtinu og Samúel Örn Erlingsson, íþróttafréttamaður, lenti í öðru. Una María Óskarsdóttir, sem sóttist eftirfyrsta sœti, lenti íþvíþriðja. SAW PALMETTO EXTRACT FYRIR BLÓÐRUHÁLSKIRTIL GÓÐ HEILSA-GULLI BETRI Þátttaka í prófkjöri framsóknar- manna í Kópavogi var mjög góð en 2.556 atkvæði voru greidd í þvi. Ómar Stefánsson bar sigur úr býtum, en hann fékk 666 atkvæði í fyrsta sætið. Samúel Örn Erlingsson, íþróttafrétta- maðurinn góðkunni, náði öðru sæt- inu og má segja að það séu ein óvænt- ustu úrslit prófkjörsins. Ekki munaði miklu á Samúel og Ómari, aðeins um 70 atkvæðum. Enn minni munur var á Samúel og Unu Maríu Óskarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti, en Una var fyrirfram talin nokkuð sigurstrang- leg, en aðeins átta atkvæði skildu þau að. í fjórða sætinu hafnaði svo Linda Björg Bentsdóttir, með 1.413 atkvæði í 1-4 sætið. Ævintýralega góð þátttaka „Þetta leggst mjög vel í mig og ég er ofboðslega sáttur við hvernig rað- aðist á listann. Þetta er frábærlega frambærilegur listi og ég get ekki verið annað en ánægður með hann,“ segir Ómar Stefánsson, sigurvegari prófkjörsins. Sögur spunnust um að töluverðar ýfingar hafi orðið á milli manna í aðdraganda prófkjörsins, en Ómar hefur engar áhyggjur af því að ekki takist að þjappa mönnum sam- an fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. „Miðað við prófkjör þá varð ég nú bara ekki var við neina flokka- drætti. Þátttakan er auðvitað frábær. Ég átti von á 2.200 manns og 2.600 er bara ævintýralega gott. Sérstaklega ef horft er til þess að fólk varð að bíða í röðum og erfitt var að fá bílastæði." Aðspurður um hvort eitthvað hafi komið honum á óvart segir Ómar: „Ég átti satt að segja ekki von á að Samúel næði svona góðum árangri. Það kom mér virkilega skemmtilega á óvart. Hann er þarna að fá mjög góðan stuðning.“ Ómar segist útilok- að að spá eitthvað um hvort fyrsta sætið sé ávísun á bæjarstjórastólinn. „Ég þekki það nú bara af fyrri reynslu að síðast þegar þessi mál komu upp, þá vildu allir verða bæjarstjóri nema ég, svo ég ætla ekkert að segja neitt um það.“ Mikið land til að vinna „Þessi úrslit hljóta að leggjast vel í mann,“ segir Samúel Örn Erlingsson. „Þó hefði þetta getað verið betra, ég ætlaði að vinna fyrsta sætið. Ég náði því ekki og er ekkert yfirmáta ánægð- ur með það. En ef við lítum á útkomu okkar fjögurra sem náðu efstu sætun- um þá get ég ekki annað en verið glað- ur, því það er ekki hægt að segja að ég hafi tapað heldur. Ómar er með flest atkvæðin í fyrsta sætið, ég vinn annað sætið og má vel við una, því Una Mar- ía er rétt á eftir mér. Linda er svo rétt á eftir henni. 1 heild sinni er þetta próf- kjör mikill sigur fyrir Framsóknar- flokkinn. Þetta er stærsta prófkjör sem haldið hefur verið í bænum og spennan var feikileg og eftir stend- ur alveg ógnarsterkur listi af hæfu Ómar Stefánsson fólki. Ég fæ ekki annað séð en að við eigum að sækja fram á veginn og stefna á fjórða bæjarfulltrúann í vor, þrátt fyrir að við höfum unnið þann þriðja í sögulegu hámarki síðast. Við framsóknarmenn höfum margt gott á ferilskránni hér i bænum sem við getum verið stoltir af og ég held að við eigum afskaplega mikið land til að vinna.“ ■ Viðskiptahallinn: Stefnir í heimsmet? Hert gler frá íspan stuttur afgreiðslufrestur GLER OG SPEGLAR Smiðjuvegi 7 - s. 54 54 300 www.ispan.is Það hefur ekki farið framhjá nein- um að viðskiptahallinn við útlönd fer vaxandi með hverju misserinu. I síðasta tölublaði Peningamála spáði Seðlabankinn því að viðskiptahall- inn færi í 14%. Hafa menn verið að ræða um það að ef hallinn eykst enn meira væri hægt að fara að tala um heimsmet í því sambandi. Arnór Sig- hvatsson, aðalhagfræðingur Seðla- bankans, vildi þó ekki ganga svo langt að spá þvi í samtali við Blaðið. „Ég held að við eigum nokkuð langt í heimsmet,“ segir Arnór. „í síðustu spá bankans gerðum við ráð fyrir því að hallinn verði 14% af vergri landsframleiðslu. Ef það gengur eft- ir væri það að minnsta kosti lslands- met. Síðustu tölur benda jafnvel til þess að hallinn verði ennþá meiri. Það er að minnsta kosti hugsanlegt.“ Arnór segir fá dæmi á meðal vest- rænna þjóða um viðlíka halla. „Ef við lítum á OECD löndin hygg ég að það sé ekki nema eitt tilfelli síðustu þrjátíu árin í það minnsta, þar sem hallinn hefur verið 14% eða meiri. Það gerðist í Noregi seint á áttunda áratugnumþegarþeir voru að byggja upp olíuiðnaðinn. Þannig að á með- al OECD ríkjanna er þetta með því mesta sem mælst hefur. Það verður að horfa á þessi mál í samhengi við það sem er að gerast. Miklar fjárfest- ingar skýra að miklu leyti þennan halla hér á landi nú um stundir. En almennt séð þá fylgir svona miklum halla venjulega einhvers konar lægð í efnahagslífinu á eftir en það er auð- vitað háð mörgum breytum sem erf- itt er að sjá fyrir.“ Arnór segist ekki vera með á takteinum hvert eigin- lega heimsmetið sé í þessum efnum. „Það eru auðvitað mörg ríki eins og þróunarríki sem fá mikla þróunar- aðstoð sem er gríðarlega stór hluti af þeirra fjárþörf. Þau ríki hafa oft verið með mjög stóran halla. En það ástand, að hallinn verði svona mik- ill, er nú frekar sjaldgæft og stendur nú venjulega ekki lengi.“ Að sögn Arnórs koma Peningamál næst út í desember og þá muni koma í ljós hver næsta spá bankans verði. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.