blaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 29

blaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 29
blaöið MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 DAGSKRÁ I 37 Barnakrydd klœðir sig í Emma Bunton, sem einnig er þekkt sem „Baby Spice“ eða barnakrydd, segist vera of gömul til að klæðast mínípilsum. Fyrrum Kryddpian seg- ist ekki vilja sjá myndir af appelsínuhúð sinni í slúðurblöðunum. Hún segir: „Ég ætla aldrei aftur að fara í mínípils. Ég þoli ekki að fletta tíma- ritum og sjá mynd af einhverjum að fara út úr bíl og búið er að draga hringi í kringum appelsínuhúðina á lærunum. Ég myndi fá taugaáfall ef svoleiðis myndir birtust af mér. Þess vegna ætla ég að halda mig við gallabuxur í framtíðinni. Barnakrydd er liðin tíð. Ég er orðin of gömul til að fara í öll þessi klæðalitlu föt. Þau eru of stutt og sýna of mikið og mér líður ekki vel í þeim lengur." Stöð 2 - You Are What You Eat - kl. 21:15 Óhollt mataræði er eitt helsta heilsu- vandamál fólks á Vesturlöndum. Alltof margir spá ekkert í hvað þeir láta ofan í sig og geta afleiðingarnar verið skelfilegar. Offita er orðið mik- ið vandamál en stundum þarf ekki mikið til að koma hlutunum i lag. Skjár 1- The O.C. - kl. 20:00 Það er Valent- ínusardagur og Ryan reynir að sættast við Caleb svo hann geti eytt degin- um með Linds- ey. Julie reynir allt til þess að ná sáttum við Marissu en það geng- ur ekki vel hjá henni. Það færist hiti í leikinn á milli Sandy og Rebbeccu. ...hönnuði Sirkus - The Cut - kl. 22.00 Það er eng- inn annar en Tommy Hiifi- ger sem er hönnuðurinn að þessum raunveru- leikaþætti en Hilfiger er eitt þekktasta vörumerkið í tískuheiminum í dag. 16 manns berjast um að ná hylli Hilfiger í hin- um ýmsu verkefnum sem eru lögð fyrir hópinn, allt frá fatahönnun til markaðsmála". Berglind er önnur umsjónarkvenna Hlaupanótunnar sem er á dagskrá Rásar 1 mán.-fim. kl. 16:13-17:00 Hvernig hefurðu það í dag? Ég hef það Ijómandi gott, þakka þér fyrir. Hvenær hófstu fyrst störf í útvarpi? Það var fyrir tæpum tveimur árum. Þá byrj- aði ég fyrst að vera með pistla í Hlaupanót- unni. (vetur var ég hins vegar fastráðin. Er vinnan í fjöimiðlum öðruvísi en þú hafðir ímyndað þér? Ég hafði nú kannski ekki velt henni mikið fyrir mér né hugsað um hvernig hún væri nákvæmlega. (meginatriðum er hún samt ekki öðruvísi, það er ekkert sem kemur mér stórkostlega á óvart. Hvað er það skemmtiiegasta við starfið? Það er hvað þetta er skapandi og skemmtilegt starf. Þessi þáttur sem ég vinn við er svo ótrúlega skemmtilegur. Við erum með svo frjálsar hendur til að fjalla um þá tónlist sem okkur þykir forvitnileg og skemmtileg. Við þurfum ekki að fara eftireinhverjum fyrirfram ákveðnum„play- lista" heldur spilum við það sem okkur finnst vert að fái að hljóma. Er þetta eitthvað sem þú ætlaðir þér að starfa við þegar þú varst lítil? Nei. Ég man ekkert hvað ég ætlaði að verða. Einhvern tímann í menntaskóla ætlaði ég að fara í sálfræði, sem ég gerði sem sagt ekki. Ég fór að starfa á Rás 1 í framhaldi af starfi mínu sem tónlistarmaður. Ég erflautuleikari og búin að mennta mig í tónlist. Þetta er svolítið sérhæfð deild á Rás 1, tónlistar- deildin, og það liggur mjög beint við að tónlistarmenntaðfólkvinni hérna. Gætirðu lýst dæmigerðum degi í lífi Berglindar Maríu Tómasdóttur? Þeir eru afskaplega misjafnir. Ég er í mörgum öðrum verkefnum en í útvarp- inu. Hér í útvarpinu er ég að undirbúa þátt, fer á safnið og vel tónlist og hlusta og les mértil. Svo kemur mjög oft fyrir að ég fer og tek viðtöl. Dagurinn er mjög misjafnlega langur. Ég er í eðli mfnu mikil skorpumanneskja þannig að það hentar mér mjög vel að vinna í skorpum, en hefð- bundinn skilgreindur vinnutími erfrá 9-5. Hver er þinn uppáhaldstími dagsins? Mér finnst 9-12 á morgnana vera góður tími því það er svo flott birta á morgnana, sérstaklega á veturna. Samt er sumarið mín uppáhaldsárstíð því þá er birtan flott allan sólarhringinn! Hefur eitthvað neyðarlegt komið fyrir þig í útvarpinu? Ekkert brjálæðislega neyðarlegt sem er í frásögur færandi. Það á ábyggilega bara eitthvað eftir að gerast. Það neyð- arlegasta er þegar geisladiskur hoppar en það þykir víst ekki mjög neyðarlegt og gerist í öðrum hvorum þætti. En það þarf víst líka að bregðast við því og segja:„Nú er tæknin víst eitthvað að stríða okkur." Hver myndir þú vilja að væri lokaspurningin í þessu stutta spjalli? Ég myndi vilja að hún væri:„Af hverju ætti maður að hlusta á Hlaupa- nótuna?" og svarið væri: „Til þess að uppgötva nýja forvitnilega tónlist og heyra eitthvað sem maður heyrir hvergi annars staðar." Vegabréf Pete Pete Doherty er á nippinu hann heldur að einhver hafi stol- ið vegabréfinu sínu. Söngvari Baby-shambles þarf lega að finna það svo hann geti flogið til New York til að hitta elskuna sína, Kate Moss. Söngvarinn, sem býr nú á hóteli í austur- því hluta Lundúna, er brjálaður út af missinum, en það er haft eftir heim- ildarmanni The Sun. „Hann held- ur að einhver hafi rænt því af hon- um svo hann geti ekki hitt Kate. Hann er að gera sjálfan sig og alla í kringum sig geðveika. Hann hef- ur hringt í alla vini sína og ásakað þá um að hafa tekið vegabréfið. Hann er ofsóknarbrjálaður og sannfærður um að allir séu að halda honum frá Kate.‘ Kate er í Bandaríkjunum að jafna sig á eiturlyfja- vanda sínum sem hún hef- ur barist við. w Utgáfu Guerolito frestað Hljóðblöndu-útgáfu plöt- unnar Guero, með tónlist- armanninum Beck, hefur verið frestað til næsta árs. Platan á að heita Guerolito en upphaflega átti hún að koma út 5. desember 2005, en nú hefur henni verið frestað til 23. janúar 2006. Á nýju plötunni munu frægir lista- menn rugla aðeins í lögunum og hljóðblanda upp á nýtt. Þar verða meðal annars Ad Rock úr Beastie Boys, John King úr Dust Brothers, Octet, Mario C, Boards of Canada og Homelife. Einnig hefur verið átt við plötualbúm Guero en Marcel Dzama, sem gerði fyrra umslagið, sér um að breyta því aðeins. Hér eru lögin og hljóðblandararnir sem verða á Guerolito: Ghost Range (E-Pro) meö Homelife Guero meö Islands Girl meö Octet Heaven Hammer (Missing) meö Air Shake Shake Tambourine (BlackTambo- urine) með Ad Rock Terremento Tempo (Earthquake Weat- her) með Mario C Ghettochip Malfunction (Hell Yes) með 8 Bit Broken Drum með Boards of Canada Scarecrow meö El-P Wish Coin (Go It Alone) með Superthriller Farewell Ride með Subtle Rental Car með John King Emergency Exit meðTh'Corn Gangg Cameron Diaz vann ropkeppni Stjarnan Cameron Diaz segir að bestu verð- laun sem hún hafi unnið til hafi verið í ropkeppni. Diaz, sem meðal annars lék í myndinni In Her Shoes, tók þátt í sjónvarpskeppni þar sem að leitað var að meistara í ropi. „Ég vann verðlaun í Nickelodeon ropkeppni og drakk Diet Coke áður. Þannig ropaði ég hátt og snilldarlega þegar ég kom á sviðið - Bwaaapp. Ég held þetta séu skemmtilegustu verðlaun sem ég hef unn- ið.“ OREIND Víltu sjá fullt af fríum sjónvarpsrásum beint um gervihnött? Þá höfum VÍÖ búnaðinn. Verð frá 16.900,- stgr. Smart Rapido FTA móttakari, 65 cm stáldiskur 0,3dB stafrænn nemi. mm HORROH mtntmotsrs QEBQ © am ana ONE nna TWO Auðbrekka 3 - Kópavogur sími: 564 1660 QBHWORID ÖEJHnCWS h Leiöandi í loftnetskerfum mögnurum tenglum loftnetum gervihnattadiskum móttökurum örbylgjunemum loftnetsköplum www.oreind.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.