blaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 18
26 I SNYRTIVÖRUR
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 blaðið
Góð umhirða hárs skiptir miklu máli
Búðarsjampó eru ekki nógu góð
Flestir íslendingar eru duglegir
við að lita og klippa á sér hárið
enda mjög meðvitaðir um tísku.
Færri velta góðri umhirðu hárs
fyrir sér enda er hárið svo sjálf-
sagður hlutur af líkamanum. Það
er þó svo að hár þarfnast góðrar
umönnunar, líkt og húðin. Þar
skipta hárvörur miklu máli og
samkvæmt Nönnu Björnsdóttur,
hárgreiðslukonu hjá Rauðhettu
og úlfinum, er nauðsynlegt að
kaupa hárvörur á hárgreiðslu-
stofu þar sem sjampó sem fást í
hefðbundnum matvöruverslun-
um séu ekki nógu góð.
,Sjampó sem eru seld í hefðbundnum
búðum eru ekki nógu sterk, það þarf
að nota miklu meira af þeim og þau
virka ekki nærri því jafn vel. Ef þú
kaupir sjampó á hárgreiðslustofu þá
þarftu miklu minna magn auk þess
sem þau eru virkari. Mörg þessara
sjampóa í búðunum safna himnu
utan um hárið og það eyðileggur fyr-
ir hárgreiðslufólki og gerir til dæmis
litun erfiðari." Nanna segir að ótrú-
lega margir noti rangt sjampó, fólk
með þurrt hár notar kannski sjampó
fyrir venjulegt hár en þarf í raun
miklu meiri raka í sitt hár. „Ég get
ekki ítrekað það nægilega oft að fólk
verður að vera með rétt sjampó, að
vera ekki að nota vörur sem eru ekki
að gera neitt fyrir hárið.“ Nanna seg-
ist sjálf finna mikinn mun á hárinu
á sér ef hún notar sjampó úr búð-
um. „Hárið á mér verður miklu fyrr
skítugt og himna myndast. Ég finn
þvílíkan mun á þessu tvennu. Þegar
maður er vanur því að nota góð efni
þá finnur maður mun.“
Þarf alltaf að vera með
vörn í hárinu
Þegar Nanna er beðin um góð ráð
fyrir umhirðu hársins segir hún
að hárvörur skipti miklu máli. „Ef
maður ætlar að hugsa vel um hárið
á sér þá þarf að leita aðstoðar hjá fag-
fólki.
Það er mjög mikilvægt að velja
rétt sjampó en það fer eftir hárteg-
undinni, hvort það er gróft, fínt,
mikið litað eða kannski mikið
skemmt. Það skiptir því miklu máli
að nota réttar vörur og að nota vör-
urnar rétt.“ Aðspurð um hvort það
sé nauðsynlegt að passa hárið betur
á veturna en sumrin segir Nanna að
það sé nauðsynlegt að fara vel með
hárið allan ársins hring. „Sól, rok og
kuldi þurrka upp hárið þannig að
með réttu þarf alltaf að vera vörn í
hárinu, til dæmis rakanæring (leave
in) eða hitavörn. Eins þarf alltaf að
setja hitavörn í hárið þegar það er
blásið eða slétt.“
Þarf að verja endana vel
Nanna segir að það sé kannski ekki
alltaf nauðsynlegt að setja hárnær-
ingu i hárið en þá þurfi að setja til
dæmis rakanæringu. „Þetta fer vit-
anlega allt eftir því hvernig hárið er.
Endarnir eru vitanlega gamalt hár og
því þarf mikið til að verja þá, þetta á
sérstaklega við þá sem eru með litað
hár. Svo þarf vitanlega alltaf að djúp-
næra hárið,“ segir Nanna. „Djúp-
næring nærir innsta lag hársins. Ef
einstaklingur litar oft á sér hárið þá
fer hann nær kjarnanum og hann
skemmist. Of mikil litun getur eyði-
lagt hárið og þess vegna er svo mikil-
vægt að nota góðar vörur til þess
að fyrirbyggja að hárið skemmist.
Það eiga allir að eiga djúpnæringu,
góð sjampó og blástursefni," segir
Nanna Björnsdóttir, hárgreiðslukona á
Rauðhettu og úlfinum
Nanna og bætir því við að í dag sé
fólk miklu meðvitaðra um að kaupa
góðar hárvörur. Að endingu féllst
Nanna á að mæla með nokkrum góð-
um vörum fyrir hár en hún tekur
fram að þessar vörur séu einungis
fyrir litað og fíngert hár. En það er
alltaf hægt að finna vörur sem henta
öllum hártegundum.
svanhvit@vbl.is
<fis5&r
Stálpottasett á góðu verði
Brúðhjónalistar og gjafakort
búsáhöld
KRINGLUNNI
Slmi: 568 6440 I busahold@busahold.is
Redken BodyFul
Þetta sjampó gerir
meira úrhárinu. Ég
er meðfíngert hárog
ég vil gera mikið úr
mínu hári.
SPDav *
Redken Extreme
Ég nota alltaf þessa djúp-
næringu enda f innst mér
hún best.
Bumble and Bumble,
Thickening spray
Þetta efni set ég alltaf f mig
áður en ég blæs á mér hárið
enda er i því hitavörn.
Redken Leave In All Soft
Ég set pínulítið af þessari rakanæringu
áður en ég blæs á mér hárið. Ég þarf raka f
endana á hárinu þar sem það er elsta hárið.
—MBMOB—IMM—W—■—MMMMWPIfWriWHff —■’l
Oll snyrting á einum stað
Erum bvrjaðar að bóka fyrir jólin.
> SNYRTISTOFAN yyársnyrtxstofajj t T / 7 7*7
X\NADtT 'jiarblik
S: 577 - 21 21 S: 557 - 8i 8o
Verið velkomiim til okliar í
Eddufell 2
Falleg
naglalökk við
öll tækifæri
Það er alltaf gaman að skarta
nýjum og fallegum nagla-
lökkum enda er það hluti af
heildarímyndinni. Naglalökk
gera konu kvenlega og um leið
glæsilega. Það er ekki nauðsyn-
legt að vera með langar og glæsi-
legar neglur til að skarta falleg-
um naglalökkum en þó mega
þær sem eru með styttri neglur
vara sig á að nota ekki of dökk
naglalökk. Þær sem eru með
lengri neglur hafa hins vegar
frjálst val því allt kemur vel út á
löngum og glæsilegum nöglum.
Hér eru þrjú falleg naglalökk
sem henta við ýmis tækifæri.
Sérstaklega glæsi-
legt naglalakkfrá
OPIsemhentaröll-
um glæsikvend-
um og ber nafnið
l'm not really a
waitress. Lakkið
erfallega rautt
og hentar þvf
eflaust betur
að kveldi til.
Naglalakkið
hefur fengið
verðlaun og
sagan segir að
Gwen Stefani
noti það reglu-
lega.
-ítSíSí'
Hversdagslegt
og snyrtilegt
naglalakkfrá
Bourjois sem
ber nafnið Beige
Paris. Naglalakk-
ið er drapplitað
og hentar vel á
daginn jafnt
og á kvöldin.
Snyrtiiegt
naglalakk
sem hæfir
öllum vel.
very
VERNIS
BOURjÓlS
Smekklegt nagla-
lakk frá OPI sem er
bleikt og þvf uppá-
hald allra kvenna.
Lakkið heitir
Windi City pretty
og erfallega
bleiktog hentar
þvf öllum alltaf.
Hvervillekki
vera bleikurog
lokkandi?
Kvenleg og
góð lykt
Emporio Armani hefur sent
frá sér nýjan ilm fyrir konur.
Ilmurinn ber nafnið City Glam
eða borgarglæsileiki.
Glasið er einkar
kvenlegt og
fallegt enda
bleikt sem hæfir
borgarstúlkum
sérstaklega
vel. Ilmurinn
einkennist af
orku, ákefð og
kynþokka enda
samanstendur
hann af sól-
berjum, rósum,
moskus ogkrist-
almosa. Þetta
er því kvenleg
og góð lykt.