blaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 30
38IFÓLK MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 blaðiö HVAÐ FINNST ÞÉR? HEYRST HEFUR. ABYRGÐAR- LAUSAR FOR- VARNIR Smáborgarinn lætur þær forvarnarher- ferðir sem nú standa yfirfara alveg svaka- lega í taugarnar á sér. Sérstaklega fer sú sem flaggar börnum i biðham í hans allra fínustu. Þar tilkynna lítil börn að þau ætli að bíða með að nota tóbak, áfengi og fikniefni fram yf ir tvítugt. Smáborgar- anum finnst slík herferð vera á æpandi miklum villigötum. Ekki það að hann sé einhvers konar andstæðingur forvarna. Þvertámóti. Smáborgarinn styður nefnilega fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðir til að börn fái að vera börn eins lengi og mögulegt er. En honum finnst líka að með því að láta ung börn setja sér jafn „drastísk" markmið sé verið að koma ábyrgðinni á neyslunni frá þeim sem móta og stjórna þjóðfélaginu, hinum fullorðnu, yfir á börnin. Þau eru látin lofa einhverju sem þau hafa raunverulega hvorki þroska né aldur til að skilja. Á meðan er þögult sam- þykki í samfélaginu um það að viðhalda hinum löglegu fíkniefnum, áfengi og tób- aki, okkur sjálfum til ánægju, yndisauka og almennrar dægrastyttingar. Með því að láta börnin lofa upp í ermina á sér er- um við að koma ábyrgðinni, á því að þau nálgist ekki eiturefnin, yfir á þau. Við sjáum um og sköpum framboðið en kenn- um börnunum síðan um ef að eftirspurn skapast sem hentar okkur ekki. Ábyrgðin er þeirra. Það finnst Smáborgaranum ekki vera sérlega ábyrg hegðun. Önnur slík herferð sem fer mikið fyrir brjóstið á Smáborgaranum erand-nauðg- unarherferðin „Nei þýðir nei". I huga Smá- borgarans er nauðgun stóralvarlegur glæpur og það er ekki tilgangurinn sem fer fyrir brjóstið á honum. Það er mun frekar aðferðarfræðin. Smáborgaranum virðist sem að verið sé að setja ákveðn- ar leikreglur um það hvað sé nauðgun. Ef þolandinn segir ekki nei þá sé ekki um nauðgun að ræða. Þögn sé sama og samþykki. Að það sé ekki upplifun fórnar- lambsins, árás á kynferðislegt sjálfræði þess, sem skilgreini verknað sem nauðg- un heldur það orðaval sem það beitir. Smáborgarinn segir nei við þessu. Hann. segir nei við skorti á virðingu. Hann segir nei við ábyrgðarleysi. Hann segir nei við þessum forvarnaraðferðum. Flosi Eirtksson, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi Hvað finnst þér um prófkjör framsóknarmanna í Kópavogi? „Það var mikil þátttaka hjá þeim, þeir mega vera ánægðir með það. Það er ástæða til að óska Ómari Stefánssyni til hamingju með að hafa tryggt sér efsta sætið. Mér sýnist þó í fljótu bragði að það hafi ekki verið nema um 26-7% þeirra sem tóku þátt í prófkjörinu sem völdu hann svo hann hefur nú kannski ekki breiðan stuðning.“ Flosi segir greinilegt að mikil átök hafi verið innan flokksins í aðdraganda prófkjörs. „Atkvæðin virðast vera að dreifast rosalega í efstu sætin en það er árangur Samúels sem kemur mest á óvart. Þetta er auðvitað frábær árangur fyrir mann sem gekk í flokkinn um leið og hann bauð sig fram! Það virðist meira að segja muna litlu að hann nái fyrsta sætinu.“ Sean Connery vinnur AFI-verð- launin fyrir œviframlag sitt Sean Connery hefur hlotið verðlaun ameríska kvikmyndaiðnaðarins (AFI) fyrir ævi- framlag sitt til kvikmynda. Hann verður sá 34. til að hljóta þau, en þetta er talinn æðsti heiður sem hægt er að fá fyrir kvikmyndastörf. Verðlaunin verða afhent Connery við hátíðlega gala-verðlaunaafhendingu í Los Angeles í júní á næsta ári. Howard Stringer, yfirmaður AFI-dómnefndarinnar, sagði: „Herra Sean Connery er alþjóðleg ofurstjarna í kvikmyndum. Þótt hans sé best minnst sem manninum sem tókst að skapa mestu hetju allra tíma, liggja hæfileikar hans mun víðar í kvikmyndaiðnaðinum. Hann hefur sjálfur hlotið stórkostlegri starfsframa en sjálfur James Bond. Sean Connery er listamaður af hæstu gráðu og AFI er heiður af því að veita honum þessi verðlaun". Huston i nýrri stríðs-dramamynd Anjelica Huston leikur á móti Pierce Brosnan og Liam Neeson í nýrri dramatískri mynd um borgarastríðið. Hún gerist í lok borgarastríðsins og segir frá ofursta sem neitar að leggja niður vopnin, en fer þess í stað að leita að manni sem hann á óupp- gerð mál við úr stríðinu. Huston fer til Nýju-Mexíkó i næstu viku þar sem hennar þáttur í myndinni er kvikmyndaður. Von Ancken skrifaði handritið með Abbey Everett Jaques fyrir fyrirtæki Mel Gibson og Bruce Davey. Össur Skarphéðinsson „Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri og alþingismaður hefur með sínum djúpa rómi gert fræga setninguna: ,Það er gott að búa í Kópavogi!“ Ég dreg þá fullyrðingu ekki í efa. Hann tók við góðu búi. Kópavogur var á sínum tíma byggður upp af vinstri mönnum. Finnbogi Rútur, bróðir Hannibals föður Jóns Bald- vins, og kona hans Hulda, héldu styrkum höndum utan um þróun bæjarins fyrstu áratugina. Ég er líka viss um að Gunnar skilar góðu búi í hendur Flosa vinar míns Eiríks- sonar. í kvöld rakst ég hins vegar á upplýsingar sem sýna hvað það er hagkvæmt og gott að búa í Reykja- vík! Þær sýna, að meðalfjölskylda á höfuðborgarsvæðinu greiðir á ári hverju í leikskóla, sund, tón- listarskóla, frístundaheimili, og fasteignagjöld 670 þúsund á ári. í Reykjavík kostar þetta hins vegar töluvert mikið minna, eða 535 þús- und krónur á ári. www.ossur.hexia.net Mörður Árnason ,DV segir frá því að fyrirtæki sem Ásta Möller þingmaður á að fimmt- ungi bjóði þjónustu á heilbrigðis- stofnunum sem reknar eru fyrir opinbert fé. Þetta virðist bæði vera vinna sem ekki er í boði á þessum stofnunum, svo sem líknarþjónusta sem aðstandendur annast allajafna, og þjónusta sem ætti að veita á þess- um sjúkrahúsum og -heimilum en er ekki veitt vegna fjárskorts, svo sem eftir útskrift sjúklings. Mér virðist þó að meginstarfsemi fyrirtækisins sé á öðrum sviðum, og örugglega er unnið þarna ágætt og þarft starf. www.mordur.is Einar K Guðfinnson Ákvörðun Landsbanka íslands í fyrradag um hækkun vaxta sýnir ábyrgð og framsýni og er í rökréttu samhengi við hækkanir á stýri- vöxtum Seðlabankans. Ástæða er til að fagna þessari ákvörðun. Hún get- ur leitt til þess að minni tilefni verði fyrir frekari stýrivaxtahækkanir Seðlabankans og að ofurgengið fari að ganga eitthvað til baka. Astæða er til að ætla að aðrar lánastofnanir fylgi Landsbankanum eftir. Þar með talið íbúðalánasjóður. Það er mjög mikilvægt." www.ekg.is Green Day staðfesta kvikmyndagerð Hljómsveitin Green Day hefur staðfest að hún muni ekki leika í kvikmyndaútgáfunni af nýjustu plötu sinni American Idiot. Billy Joe Armstrong, andlit sveitarinnar, segir að jafnvel þótt hljóm- sveitin skrifi handritið og framleiði myndina, muni þeir þó ekki koma fram í henni. Hann segir: „Ég mun koma að skriftum og framleiðslu á myndinni, sem verður í sama stíl og bíómyndirnar Tommy og Quadrophenia sem hljómsveitin The Who sendi frá sér. En hljómsveitin ætlar ekki að taka að sér aðalhlutverkin, því við erum ekki leikarar. Við hleypum fagmönnunum að til þess.“ eftir Jim Unger argir í Framsókn undrandi þegar Magnússon, ráðherra og urðu Páll bróðir Árna aðstoðarmaður Valgerðar Sverr- isdóttur, lagði ekki í prófkjör í Kópavogi. Hann hefur verið iðinn við að byggja upp stöðu sína þar bæði með því að stela kvenfé- lögum og stofna ný með dyggri aðstoð konu sinnar, Aðalheiðar Sigursveinsdóttur. Menn Sivjar Bjargar Juhlin Friðleifsdóttur segja að þetta geti einungis þýtt það, að Páll ætli að leggja til atlögu við hana í prófkjöri um þingsæti. Áflogum þeirra bræðra, Páls og Árna, við Siv ætlar því seint að linna... Hannes Smárason, forstjóri FL-group, er sagður orð- inn þreyttur á að ferðast með áætlunarvélum Icelandair, nema tryggt sé að hann sé í góðravinahópi og ekki trufl- aður af sam- ferðamönnum sínum, sem greitt hafa fyrir far sitt fullu verði. Ekki fylgir sögunni hvers vegna þessi flugþreyta sækir svo á Hannes forstjóra nú um stundir. Æðsti draumur hans mun vera sá að FL-Group kaupi undir hann einkaþotu, sem félagið ætti að geta nú eftir íið vel lukkaða hlutafjárútboð, )ví ekki á að nota nema lítinn íluta þess til að kaupa Sterling. Verði einhver með múður get- ur Hannes alltaf sagt: „Á ÞAÐ - MÁ ÞAÐ!“ Gárungarnir segja það tímanna tákn um stöðu Reykjavíkurborgar að sjálfur miðborgarpresturinn, séra Jóna Hrönn Bolladóttir, sé flú- inn í svefnhverfin, en hún hef- ur verið valin til þess að verða nýr sóknarpestur í Garðabæ. Þar bíður hennar sjálfsagt krefj- andi verkefni við að setja niður þrætur í sókninni. Við þessa fremd hennar kvarnast enn úr R-listanum, en Jóna Hrönn er jafnframt varaborgarfulltrúi fyrir hann. I hennar stað kem- ur Stefán Jóhann Stefánsson, hagfræðingur, sem vafalaust styrkir stöðu hans í prófkjöri Samfylkingarinnar, en þar sæk- ist hann eftir 3. sætinu. Róbert Marshall, oft nefnd- ur Róbert GMT eftir að í ljós kom að hann vissi ekki að tímamismunur gat verið milli landa, hlýtur að koma sterkur inn sem næsti handhafi bjart- sýnisverðlaun- anna. Að ætla að áskriftar- fréttastöð muni skáka fréttum RÚV í áhorfi lýsir meiri bjart- sýni en blaðamannastéttin á að venjast. Nema að Róbert ætli að fara þá leið að leggja saman heildaráhorf hvers og eins þátt- ar á nýju stöðinni og tilkynna síðan þjóðinni að svokallað uppsafnað áhorf stappi nærri 100 prósentum, þrátt fyrir að meðaláhorf verði kannski um 5% yfir daginn. Annað eins hef- ur nú verið reynt.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.