blaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 16
16 I BÍLAR MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 blaðiö VETUR NÝR GRAND VITARA Verd frá 2.690 þús. XL-7 Verð frá 3.050 IGNIS 4X4 Verö 1.740 þús. IClhllS WAGONR+4X4 Verð 1.520 þús. SUZUKI BILAR HF. Skeifunni 17. Sími 568 5100. www. suzukibilar. is Óvenjuleg kveðjugjöf Sérhannaður Ferrari Þegar fólk lýkur starfi sínu hjá fyrirtæki sökum aldurs fá flestir einhverja kveðjugjöf; gullúr, gull- penna eða fallega styttu. En hvað fá þá heimsfrægir bílahönnuðir? Jú, þeir hanna sína eigin útgáfu af Ferrari og það var einmitt það sem Giorgetto Giugiaro gerði. I fimmtíu ár hefur Giorgetto að- stoðað við að hanna fallegustu bíl- ana í bílaheiminum. Fyrirtæki hans, ItalDesign, hefur til að mynda skapað BMW Mi og Lotus Esprit auk þess að hafa skapað nokkra Alfa Romeo, Fiat og Daewoo. Giorgetto ákvað, í samvinnu við ItalDesign, að hanna sérstakt farartæki, sér og ferli sínum til heiðurs, og heiti bíls- ins skyldi vera GG50 sem stendur vitanlega fyrir Giorgetto Giugiaro 50. Ólíkur öðrum Ferrari bílum Þrátt fyrir að bíllinn veglegi sé Ferr- ari þá líkist endanlega útgáfa GG50 ekki Ferrari bifreiðunum mikið, en miðað var við Ferrari 612 Scaglietti. 1 hönnun Giorgetto er fram- og aft- urhluti bíls- ins minnkað- ur þar sem afturrúðabíls- ins og skottið tengjast og mynda sam- felldan boga (fastback). Eftir að tekið var af fram- ..................... og afturhluta bílsins var miðja hans unnin á ný til að halda samræmi. Það má segja að það eina í GG50 sem líkist 612 er grillið. Þegar GG50 er skoðaður má sjá að mikið var gert við hann til að hann yrði ólíkur öðrum Ferrari bifreið- um. Þrátt fyrir að tekið var af aftur- hluta GG50 þá hefur hann samt sem áður stærra skott en 612. Að ósk Gior- getto var bensíntankurinn tekinn úr lóðrétti stöðu fyrir aftan aftursætin og settur undir gólflínu. Þetta bæt- 99........................... fhönnun Giorgetto er fram- og afturhluti bílsins minnk- aöurþarsem afturrúða bílsins og skottið tengjast og mynda samfelldan boga (fastback). Glæsilegur bfll I alla staði. ir ekki einungis við geymsluplássið heldur er líka hægt að leggja aftur- sætin niður í sitt hvoru lagi, en þetta er nýjung í Ferrari bílum. Gerbreyttur að innan Til að gera GG50 enn einstakari var bílnum einnig gerbreytt að innan og ber því fá merki þess ................... að vera líkur 612. í GG50 er nýtt mæla- borð með innbyggðu leiðsögukerfi, smekklegu leðri á sætum •••••••••••••••• og hurðum, stórt hanska- hólf og fjöldi nýrra geymslumöguleika. Bíllinn að innanverðu er drapplitaður. Bíll eins og þessi, persónuleg túlkun á Ferrari, byggður á ímyndun eins mesta bílahönnuður í heimi og hannaður til að mæta þörfum hans, er án efa viðburður sem vert er að taka eftir. Rétt eins og hinn mikli Giorgetto Giugiaro er maður sem vert er að taka eftir. svanhvit@vbl.is Þrátt fyrir að skorið hafi verið af afturend- anum er stórt skott í GG50 Bíllinn að innanverðu er ekki síður glæsi- legur enda unnin eftir óskum eigandans. Þegar GG50 er skoðaður á hlið er augljóst að mikið hefur verið gert til að aðgreina hann frá öðrum Ferrari bílum. OOOIifrtAH Juioaesmne ^unny Hlgh Performance Tyres Betri verð! Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110 ;jum og sendum

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.