blaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 2
2 I IWWLEWDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 blaöiö SUSHI OPNAR1. DESEMBER [LÆKJARGATA] Baugsmálið: Fyrirtaka í héraðsdómi ídag Fyrirtaka þeirra ákæruliða Ríkislögreglustjóra gegn Baugi, sem komust í gegnum nálarauga Hæstaréttar, verður kl. 9.15 í dag. Þar mun Jón H.B. Snorrason, saksóknari, leggja fram ákæru í 8 liðum af hinum 40, sem upphaflega voru lagðir fram í héraðsdómi í ágúst. Hæstiréttur vísaði 32 liðum ákærunnar frá dómi með úrskurði hinn 10. október, en þeir sem eftir standa verða teknir fyrir í dag. I framhaldi fékk embætti ríkissaksóknara málið til rneðferðar, en Bogi Nilsson, ríkissaksóknari, sagði sig, og þar með starfsfólk sitt, frá málinu vegna vensla við menn sem starfað hafa með þremur af sakborningum í mál- inu, endurskoðendum Baugs og fyrrverandi framkvæmdastjóra Baugs. Dómsmálaráðherra fól þá Sigurði Tómasi Magn- ússyni, íyrrverandi héraðs- dómara, þá þætti málsins. Varnarmál: Mikið ber á milli Viðræður Islendinga og Banda- ríkjamanna um varnarsamstarf þjóðanna ganga stirðlega. Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru sögð vilja að íslendingar greiði nær allan jaðarkostnað við rekstur varnarstöðvarinn- ar annan en laun hermanna og rekstur hernaðartækja. Það fæli að líkindum í sér að íslendingar tækju nánast að sér rekstur varnarstöðvar- innar, en ekki aðeins rekstur flugvallarins, eins og íslensk stjórnvöld hafa boðið. Þetta kom fram í fréttum RÚV.Yfir- lýsingar Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra, um helgina hafa vakið athygli í þessu samhengi, en þar gaf hann það í skyn að hugsanlega þyrft i að leita til Evrópuþjóða til þess að tryggja varnir íslands. Baugur kaupir skartgripakeöju á 3 milljarða Baugur er í þann veginn að ganga frá kaupum á bresku skartgripakeðj- unni MW Group og er kaupverðið sagt vera á bilinu 25-30 milljónir sterlingspunda eða jafnvirði um 2,7- 3,2 milljarða íslenskra króna. MW Group á skartgripakeðjuna Mappin & Webb auk úraverslanakeðjunnar Watches of Switzerland. Talið er að samningar takist í vikunni. MW Group á 32 verslanir á Bret- landi og það er fjárfestingarfélagið European Acquisition Capital, sem selur, en það á um % hlutafjár í MW Group. Afgangurinn er í eigu lykil- stjórnenda. Félagið var stofnað til þess að kaupa fyrrgreindar verslanir í félagi við stjórnendurna árið 1998, en það var Asprey & Garrard, sem þá átti þær, en hafði rekið með tapi um nokkurt skeið. Það tók hins veg- ar innan við ár að snúa rekstrinum við en hagnaður á síðasta ári var um 173 milljónir íslenskra króna. Með þessum kaupum hyggst Baug- ur að líkindum ná fótfestu í fínni enda skartgripabransans, sem hefur sótt í sig veðrið að undanförnu, en fyrir á Baugur Goldsmiths skart- sérhæft sig í lúxusvarningi á borð gripaverslunarkeðjuna, sem þykir við skartgripi frá Georg Jensen og meira fyrir almenning. Mappin & úrum frá Jaeger Le-Coultre. Webb eru opinberir silfursmiðir Baugur nýtur aðstoðar Lands- drottningar og ríkisarfans og hefur bankans í samningaviðræðunum. ■ Elstur íslenskra karlmanna Guðmundur Daöason 105 ára BlaÖiÖ/Steinar Huqí I gær hélt Guðmundur Daðason upp á 105 ára afmæli sitt og er hann elsti núlifandi karlmaðurinn hér á landi. Hann var áður bóndi á Skógarströnd en býr nú á dvalarheimilinu Holts- búð í Garðabæ. Guðmundur hefur oft verið nefndur elsti framsóknar- maður í heimi, svo það er viðeigandi að á myndinni hér til hliðar situr hann við afmælisgjöf frá formanni sínum, Halldóri Asgrímssyni. Guð- mundur er fæddur að Dröngum á Skógarströnd aldamótaárið 1900 og var bóndi á bænum Ósi. Hann var kvæntur Sigurlaugu Maríu Jónsdótt- ur og eignuðust þau fimm börn. Þau hjónin fluttust til Reykjavíkur árið 1968. Árið 2000 fluttist Guðmundur á dvalarheimilið. Sjónin er farin að daprast og heyrnin sömuleiðis en hann er enn ern miðað við aldur. Að sögn dóttur hans hlustar hann á fréttir og fylgist vel með dægurmála- umræðunni. Einnig er hann dugleg- ur við að spila á kvöldin. ■ Prátt fyrir Atvinnuleysi hefur minnkað mjög hratt að undanförnu og nam aðeins 1,4% að jafnaði í september síðastliðn- um. Þrátt fyrir það eru alls um 2.500 manns, sem ganga atvinnulausir, þar af um 1.500 á höfuðborgarsvæðinu. Þetta gerist á sama tíma og mikil mannekla er um land allt í velflestum atvinnugreinum og erlent vinnuafl er flutt til landsins í miklum mæli. Um 30% atvinnulausra búa við langtímaatvinnuleysi, en þá er átt manneklu við að þeir hafi verið atvinnulausir í misseri eða meira. Atvinnuástand er með besta móti, en í lok september voru 1.726 störf skráð laus í landinu. Manneklan er þó vafalaust meiri, því ekki eru öll störf skráð laus og atvinnuauglýsing- ar eru með mesta móti í blöðum. Það segir svo sína sögu að það sem af er árinu 2005 hafa 4.237 atvinnuleyfi verið gefin út til útlendinga. Álvers- framkvæmdir á Austurlandi vega eru 2.500 þungt í því samhengi, en eru þó eng- an veginn eina aðdráttaraflið. Atvinnuleysi er eins og jafnan meira meðal kvenna en karla og er nær enginn munur á stöðu kvenna hvað þetta varðar eftir búsetu. At- vinnuleysi karla er hins vegar merkj- anlega meira á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Hins vegar vekur at- hygli að atvinnuleysi er furðujafnt milli aldurshópa. Atvinnuleysi hefur raunar minnk- án vinnu að jafnt og þétt allt þetta ár. Aðeins meðal kvenna á höfuðborgarsvæðinu hefur atvinnuleysi verið að sveiflast til yfir árið, en hefur einnig minnkað hratt meðal þeirra síðustu tvo mán- uði, einkum milli ágústs og septemb- er. Atvinnuleysi hefur ekki mælst minna í einstökum mánuði frá því í október 2001. Vinnumálastofnun tel- ur að atvinnuleysi reynist svipað eða aukist lítið eitt í októbermánuði ef mið er tekið af þróun undanfarin ár. RETTUR DAGSINS fiskur eða kjöt f ipf I fl r r ADESSO 2. haeð í Smáralind v/Vetrargarðinn alla virka daga komdu og smakkaðu! opið virka daga 10.00-19.00 laugardaga 10.00-18.00 sunnudaga 11.30:18.00 simi 544 2332 www.adesso.is O Helðsklrt 0 Léttskýjað ^ Skýjað ^ Alskýjað í Rigning, lítilsháttar /// Rigning 5 9 Súld Snjókoma 9 * -T- • ^J Slydda ^j Snjóél ^j Skúr Amsterdam 08 Barcelona 18 Berlín 07 Chicago 01 Frankfurt 08 Hamborg 07 Helsinki 05 Kaupmannahöfn 08 London 08 Madrid 09 Mallorka 20 Montreal 07 New York 14 Orlando 17 Osló 09 Paris 10 Stokkhólmur 06 Þórshöfn 06 Vfn 06 Algarve 15 Dublin 09 Glasgow 11 2°^ . •4X Veðurhorfur í dag kl: 18.00 Veðursíminn Byggt á upptýsingum frá Veðuretofu fslands Á morgun

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.