blaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 12
12 I ÁLIT
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 bla6iö
Brottfall úr framhaldsskólanámi
Hvað er til ráða?
Samkvæmt op-
inberum tölum
útskrifast innan
við 70% íslenskra
framhaldsskóla-
nema, en meðaltal
OECD-ríkjanna er
82%, og af því að
við berum okkur
gjarnan saman við
hin Norðurlöndin
má benda á að í Svíþjóð útskrifast
um 90% framhaldsskólanema.
Þetta mikla brottfall, sem ýmis-
legt bendir til að sé frekar að aukast
en hitt, er einn stærsti vandi skóla-
kerfisins. Ýmsar leiðir hafa verið
reyndar til þess að hvetja nemendur
til náms og draga úr brottfallinu.
Þegar fjölbrautaskólarnir hófu starf-
semi sína var tilgangurinn meðal
annars að bjóða upp á styttri og
fjölbreyttari námsbrautir sem ekki
endilega leiddu til stúdentsprófs. Þá
átti, að því að mig minnir, að auka
verulega hlut starfsnáms innan
framhaldsskólanna. Því miður hef-
ur raunin orðið önnur.
Ef til vill er ástæðan sú að það
reiknilíkan sem notað er til dreif-
ingar á fjármagni til framhaldsskól-
anna skilar starfsnáminu ekki því
fjármagni sem til þarf svo halda
megi því úti með sómasamlegum
hætti.
Samtök iðnaðarins hafa harka-
lega gagnrýnt reiknilíkanið og segja
það ónothæft mælitæki á fjárþörf
íslenskra framhaldsskóla þegar
horft er til iðn- og verkmenntar. Þar
sé ekki tekið tillit til þess að starfs-
menntun er kostnaðarsamari en
bóknám.
Samfylkingin hefur lagt fram á Al-
þingi tillögu til þingsályktunar um
nýskipan í starfs- og fjöltækninámi.
Tillaga þessi er unnin af starfshópi
undir forystu Björgvins G. Sigurðs-
sonar sem jafnframt er fyrsti flutn-
ingsmaður hennar.
I tillögunni er lagt til að mennta-
málaráðherra skipi nefnd þar sem
að verki koma fulltrúar frá þing-
flokkum, atvinnulífinu og skóla-
samfélaginu. Nefndin vinni tillögur
sem feli í sér eflingu starfsnáms i
framhaldsskólum, fjölgun styttri
starfsnámsbrauta og stofnun fjöl-
tækninámsbrauta innan tiltekinna
fjölbrautaskóla. Þá leggja flutnings-
menn tillögunnar til að sérstaklega
verði skoðaðar þær aðferðir sem not-
aðar eru til að áætla fjárþörf fram-
haldsskóla, þá sérstaklega til iðn- og
verknáms.
Samfylkingin telur að með því að
efla námsráðgjöf og auka framboð á
starfsnámi og styttri námsbrautum
megi draga verulega úr brottfalli í
framhaldsskólum þar sem líkur á
að hver einstaklingur finni nám á
sínu áhugasviði aukist mjög við það.
Flutningsmenn segja í greinargerð
að grípa verði til markvissra aðgerða
til að rétta hlut starfsnámsins sam-
hliða því að tryggja því nauðsynlegt
fjármagn. Það muni hafa alvarleg-
ar afleiðingar fyrir atvinnulífið ef
hnignun starfsnámsins haldi áfram.
Þá verði samhliða átaki í kennslu
og kynningu starfsnáms og fjölgun
styttri námsbrauta að breyta sam-
setningu náms í grunnskólum, gera
list- og verknámi hærra undir höfði.
Margrét
Frímannsdóttir
Blaöiö/Steinr Hugi
Til að byggja upp öflugt iðn-, verk-
og listnám í framhaldsskólum þarf
að skilgreina vel þarfir atvinnulifs-
ins sem og einstaklinganna og móta
námskrá með þær að leiðarljósi. Iðn-
nám þarf að kynna sem eftirsóknar-
verðan áfanga sem opnar leiðir og
skapar fjölmörg tækifæri á vinnu-
markaði. Ekki síður opnar það leiðir
til áframhaldandi náms hvort held-
ur er tækni- eða háskólanám.
Með því að efla starfsnámið og
bjóða upp á fjölbreyttar stuttar
námsbrautir þar sem hver einstak-
lingur getur fundið nám við hæfi þá
minnka líkurnar á því að nemendur
hverfi frá námi.
Ég hvet alla til að kynna sér vel þá
tillögu sem þingmenn Samfylkingar-
innar flytja undir forystu Björgvins
G. Sigurðssonar.
Höfundur erformaður þingflokks
Samfylkingarinnar
kistufell@kistufell.com
« Tangarhöfða 13 Síml 5771313
Þykir þér ekki vænt um jeppann þinn?
ZiniDGESTOHE
LOFTBÓLUDEKK FYRIR JEPPA
Brídgestone DMZ3
4x4 jeppa loftbóludekkin
eru ein fárra sérhannaðra
vetrardekkja fyrir jeppa.
\__________________
„Ekki nokkur vafi á að
lofibóludekkin frá Bridgestone er
ein merkasta nýjung sem fram
hefur komið í þróun hjólbarða
síðustu árirí'
segir Gunni Gunn,
margfaldur íslandsmeistari
í torfasruakstri.
Hann hefur um
árabil rekið
hjólbarðaþjónustu
í Keflavík.
Helstu söluaðilar fyrir BRIDGESTONE
REYKJAVÍK & NÁGRENNi: ORMSSON, Lágmúla 9, Rvík. • Bílaáttan, Smiðjuvegur 30,
Kópav. • Smurstöðin Klöpp, Vegmúli 4, Rvík. • ESSO, Geirsgötu 19, Rvík. • Smur, Bón
og Dekk, Saetúni 4, Rvík. • Smur- og dekkjaþj. Breiðholts,Jafnaseli • Hjólbarðaþj. Hjalta,
Hjallahr. 4, Hafnarf. SUDURNES: Hjólbarðaþj. Gunna Gunn, Keflavík • Bflaþj. Vitatorg,
Sandgerði VESTMANNAEYJAR: Áhaldaleigan VESTUR- & NORÐURLAND:
Hjólbarðaviðgerðin, Akranesi • Bifreiðaþjón. Borgamesi • Guttormur Sigurösson,
Ólafsvík • Bílagerði, Hvammstanga • Hjólbarðaþj. óskars, Sauðárkróki • Dekkjahöllin,
Akureyri • Bflaleiga Húsavíkur AUSTURLAND: BB Ljósaland, Fáskrúðsfirði • B.S.
Bflaverkst Neskaupsað • Bflaverkst Ásbjöms. Eskifirði
ORMSSON
DEKKJAÞJÓNUSTA • LÁGMÚLA 9
SALA 530-2842 / 896-0578
I VERKSTÆÐi 530 2846 / 899-2844