blaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 14
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. VANDI FRAMSOKNAR Framsóknarflokkurinn hélt miðstjórnarfund sinn um helgina og þar var ekki síst rætt um innanflokksmál. Af formanni flokksins og forsætis- ráðherra, Halldóri Ásgrímssyni, var það helst að skilja að kynningarmál flokksins væru í ólestri, flokkurinn hefði vissulega starfað vel í ríkis- stjórn og unnið að góðum málum, landi og þjóð til heilla, en einhvern veginn hefði þjóðin ekki orðið þess vísari. Bað Halldór menn blessaða að láta af hógværð sinni um störf flokksins. Nú kann nokkuð að vera til í þessu. Kynningarmálin hafa ekki geng- ið neitt sérlega vel hjá framsóknarmönnum. En það má líka halda því fram, að það sé ekkert sérstakt að kynna. Halldóri hefur farist húsvarsl- an í stjórnarráðinu sæmilega úr hendi, en ekkert umfram það. Þá sjald- an reynt hefur á forsætisráðherra á skömmum ferli hefur hann verið fremur seinheppinn og ekki sýnt þá leiðtogahæfileika, sem þjóðin þarf að njóta í þeim stóli. Halldór er hugsanlega að átta sig á því, að þó mönn- um hafi sýnst Davíð fara létt með þetta í rúm 13 ár, kunni starfið að vera vandasamara en hann hafði haldið. Það er erfitt að sjá það í kortunum að Halldóri Ásgrímssyni takist að snúa vörn í sókn og auka fylgi flokksins á ný. Aðeins sú staðreynd að flokkurinn kemst tæpast neðar í könnunum heldur þeirri von á floti að fylgið mjakist upp í hinni næstu. Vilji Framsóknarflokkurinn lifa af þarf hann að taka hvort tveggja til rækilegrar skoðunar, stefnu flokksins og forystu. Trúverðugleiki flokks- ins í þéttbýli er sáralítill og ekki upp á marga fiska í dreifbýlinu heldur. Flokkurinn hefur um áratugabil verið hinn eini, sem beinlínis hefur skilgreint sig sem miðjuflokk, en þess nýtur hann varla mikið lengur. Öllum er ljóst að með nýjum formanni hyggst Sjálfstæðisflokkurinn sækja nær miðju en verið hefur um langt skeið og nýr formaður Sam- fylkingarinnar segir sóknarfæri síns flokks liggja á sömu miðum, hver sem raunin verður. Vilji framsóknarmenn ekki að stóru flokkarnir tveir kvarni enn frekar utan af Framsóknarflokknum þurfa þeir að tala skýrar og höfða til fólks á nýjum forsendum. Ef til vill kallar það á nýjan formann í þeirri sveit líka. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aöalsími: 510 3700. Símbréf áfréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.iSr auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Veturinn er kominn! Ugla útigalli Stæröir: 86-104 kr. 8.800 14 I ÁLIT MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 blaðió JBfojEú 'pNW. \ WWffiíKi FZ > m ví§t umíg mvtp m rcim MtÐ ?'íBfiiKHfíR Á WBtyUM PMi TÁm TMKtnm fi m otff bU j S fMt Ú tíMLWril. fS Hin grimma pólitík Þegar ég var barn átti ég heima í sveit. Á bænum voru hænur, rollur, beljur, kettir og yfirleitt einn til tveir hund- ar. Einn af hundunum (reyndar tík) er mér sérstaklega eftirminnileg. Sú var grimm, eigingjörn og frekar vit- grönn. Grimm vegna þess að hún átti það til að ráðast að gestum og gangandi, urra að þeim og jafnvel bíta. Einnig sýndi hún tennurnar og rauk í hvaða hund sem leyfði sér að koma nálægt sveitabænum okk- ar. Eigingjörn vegna þess að þegar matur var borinn fyrir hunda bæjar- ins var hún iðulega fyrst til að fara í matarskálina og hrifsa til sín bestu bitana. Aldrei gat hún leyft sér að deila þeim með öðrum. Vitgrönn vegna þess að sama hversu mikið ég og bróðir minn reyndum að kenna henni hinar ýmsu kúnstir þá lærði hún aldrei neitt. Ennfremur neitaði hún algerlega að gera það litla gagn sem krafist var af henni, sem var að smala kindum á haustin. Ástæðan fyrir því að ég hugsa reglulega til þessarar tíkar er að hún minnir mig á aðra tík, nefnilega pólitík. Áhugamaður um pólitfk Ég hef ávallt haft mikinn áhuga á pólitík og sá áhugi hefur síður en svo minnkað eftir þvi sem ég eldist. Um þessar mundir nýt ég þeirra forréttindi að fá að fylgjast vel með þvi sem alþingismenn okkar eru að gera - slíkt er hluti af minni vinnu. Eg sit því og horfi á alþingismenn í ræðustól á hinu háa Alþingi, les það sem þeir skrifa á heimasíðum sin- um og í blöðum og horfi á viðtöl við þá í fjölmiðlum. Mér sýnist að pólit- íkin i dag eigi allt sameiginlegt með tíkinni minni í sveitinni í gamla daga. Aðalbjörn Sigurðsson Sama sagan Pólitíkin er grimm vegna þess að þarna er hópur af snjöllu og vel gefnu fólki sem þrátt fyrir allt getur ekki komið sér saman um nokkurn hlut. Þvi er rifist og harkað fram í rauðan dauðann og þeir þykja bestir i bransanum sem harðast geta bitið frá sér - eru grimmastir við pólit- íska andstæðinga. Hún er eigingjörn vegna þess að þrátt fyrir að allir þessir ágætu þing- menn okkar eiga að vera að vinna að hagsmunum fslendinga - allra ís- lendinga - virðast þeir ekki geta þol- að þegar einhver leggur fram gott mál. Þau leiðu umskipti hafa orðið á Alþingi síðustu árin að þau frum- vörp sem lögð eru fram af stjórn- arandstöðu fá sjaldnast afgreiðslu Klippt & skoríð - svona eins og það sé eitthvað nátt- úrulögmál að rétt tæplega helming- ur Alþingis fái sjálfkrafa vondar hugmyndir. Að endingu er hún vitgrönn vegna þess að þegar horft er yfir þá flóru af málum sem lögð eru fram og rædd finnst manni ekki mikið til koma. Klukkutímunum saman er kanínuvandinn í Vestmannaeyjum ræddur, farið er yfir aðgerðir til að bæta heilsu íslendinga og vegagerð yfir Stórasand rædd niður i kjölinn - listinn af skringilegum málum er ákaflega langur. Einnig virðist manni sem þingmenn læri ekki. Ár eftir ár koma upp sömu vandræðin. Aðeins fáein mál og lög eru afgreidd á Alþingi stærstan hluta ársins, en síðan er þeim rutt út í kappi við tim- ann nokkrum dögum fyrir jól og svo aftur nokkrum dögum fyrir sumar- frí. Þarna innanborðs eru menn sem hafa verið á þingi jafnvel áratugum saman - maður skyldi ætla að þeir hafi eitthvað lært um hvernig bæta ætti vinnubrögðin á Alþingi á öllum þessum tíma - en nei. Síðustu árin sem ég bjó í sveitinni var á bænum mínum önnur tík. Sú var ljúf og góð, henni lynti við alla og var hvers manns hugljúfi. Hún gat reyndar bitið frá sér, en bara þeg- ar eitthvað alvarlegt var gert á henn- ar hlut, eins og þegar frændi minn togaði í skottið á henni þar til hann var bitinn. Af hverju getur pólitík- in í dag ekki frekar minnt mig á þá tík? klipptogskorid@vbl.is Jón Gunnar Ottós- son, eiginmaður Margrétar Frímanns- dóttur, flutti hörkuræðu á flokksstjórnarfundi Sam- fylkingarinnar um helgina. Hann gagnrýndi harkalega „skuggaráðuneyti" Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og sagði það skipulagslegan óskapnað, sem væri settur ofan við þingflokkinn og enginn vissi lengur hvað til hvors heyrði. (samtölum við félaga á fundinum lá Jón Gunnar ekki á óánægju þeirra hjóna með störf og stefnu flokksforystunnar. Opinbert leyndarmál er að með Ingibjörgu og þeim eru litlir kærleikar, en Margrét er for- maður þingflokksins. I Málstofu Kormáks og Skjaldar um helgina viðraði svo þingmaður flokksins þá skoðun sína við hvern, sem heyra vildi, að upp úr hlyti að sjóða fyrr en seinna. Stórfundir Fram- I sóknar og Samfylk- ingar um helgina voru annars fréttnæmir aðallega fyrir það, sem ekki Pfcv jÆB voru haldnar ræður um. Á miðstjórnarfundi Framsóknar sneiddi Halldór Ásgrímsson vandlega hjá því ræða þá stað- reynd að eftir að hann varð forsætisráðherra hefur Framsókn tapað fylgi og er í sögulegri fylgislægð. Á flokkstjórnarfundi Samfylkingar- innargerðist það, sem spáð varhérá laugardag, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir minntist ekki einu orði á þá staðreynd að flokkurinn hefur tapað fylgi (hverri einustu könnun frá því hún varð formaður. Þess í stað sneri hún ræðunni upp í harkalega árás á Morgunblaðið, en stuðn- ingsmenn hennar kenna Mogganum um ófarir hennar í embætti og hafa greinilega ekki tekið til sín þá ráðleggingu, sem lesa mátti f leiðara Blaðsins, að veldur hver á heldur. Amiðstjórnarfundi ■■$■ Framsóknar töluðu j menn opinskátt á I göngunum um seinheppni formannsins og var altalað, Ál að skipta yrði um forystu áður en gengið yrði til næstu þingkosninga, ætti Framsókn að eiga nokkra möguleika í þeim. Guðni Ágústsson skaut sér inn í um- ræðuna með stórviðtali hér í Blaðinu, en þar viðraði hann vinstrimennsku sfna og boðaöi samstjórn Samfylkingarog Framsóknar. Sagði Guðni að flokkarnir tveir ættu margt sameigin- legt, en var of kurteis til að nefna að það, sem einkum er þeim sameiginlegt, eru formenn, sem báðir eru uppteknir við að tapa fylginu og tiltrú flokksmanna.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.