blaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 blaðiö Breskur hermaður ásamt íröskum börnum. Jalal Talabani, forseti fraks, sagði í gær að breskar hersveitir geti hugsanlega farið frá landinu fyrir árslok á næsta ári. Rannsókn á sprengingunum í Nýju Delhi: Meintur höfuðpaur handtekinn Breskar her- sveitir frá írak fyrir árs lok 2006 Breskar hersveitir geta hugsanlega farið frá Irak fyrir árslok 2006. Þetta sagði Jalal Talabani, forseti Iraks, í sjónvarpsviðtali í gær. Háttsettur maður innan breska hersins segir að þessi tímamörk séu ekki óraun- hæf en þó þurfi að gaumgæfa málið áður en ákvörðun um brotthvarf verði tekin. Talabani sagði að írask- ar hersveitir gætu tekið við af þeim bresku í syðri héruðum landsins í nágrenni borgarinnar Basra fyrir lok næsta árs og bætti við að eng- inn íraki vildi að erlendar hersveitir væru ótímabundið í landinu. Hann varaði þó við því að skyndilegt brott- hvarf hersveita undir stjórn Banda- ríkjamanna myndi hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér fyrir landið og gæti hugsanlega leitt til borgara- styrjaldar. Konur f Nýju Delhi syrgja fórnarlömb sprengjutilræðanna f borginni í síðasta mánuði. Lögregla á Indlandi hefur hand- tekið mann frá Kasmír sem hún segir að hafi skipulagt og fjármagn- að sprengjuárásirnar í Nýju Delhi í síðasta mánuði sem urðu 66 manns að bana og særðu um 200. Lögregl- an sagði að rannsókn hefði leitt í ljós að Tariq Ahmad Dar, sölumaður frá Srinagar, hefði haft tengsl við hin herskáu pakistönsku samtök Lashk- ar-e-Taiba. Dar var handtekinn á fimmtudag í heimaborg sinni og færður til Nýju Delhi á föstudag til yfirheyrslna. K.K. Paul, lögregluforingi í Nýju Delhi, sagði að næg sönnnunargögn lægju fyrir til að sanna aðild Dars að sprengingunum. Hann hefur ekki verið formlega kærður en lög- regla hefur fengið leyfi dómstóla til að hafa hann í gæsluvarðhaldi í 14 daga til viðbótar svo að hægt verði að halda rannsókninni áfram. Vonast lögreglan til þess að með því takist að hafa hendur í hári að minnsta kosti fjögurra annarra tilræðismanna, þar á meðal þeirra sem komu sprengjunum fyrir. Samtökin neita aðild Indverjar sökuðu samtökin um sprengingarnar þrjár sem urðu í höfuðborg Indlands aðeins örfá- um dögum áður en stórar trúarhá- tíðir hindúa og múslima hófust. Lashkar-samtökin hafa barist gegn yfirráðum Indverja í Kasmír-hér- aði. Starfsemi þeirra hefur verið bönnuð síðan 2002 eftir að þau voru sökuð um að hafa staðið að árás á indverska þingið. Samtökin neita að hafa átt aðild að sprengingunum í Nýju Delhi. K.K. Paul sagði aftur á móti að rannsókn hefði leitt í ljós að samtökin hefðu komið að tilræðun- um. ■ Hryðjuverkin í Amman t Jórdaníu: Nöfn árásarmanna birt 30.000 heim um mitt næsta ár I kjölfar ummæla Talabanis lét Mu- waffaq Rubaie, öryggisfulltrúi Iraks, hafa eftir sér að yfir 30.000 erlendir hermenn í Irak muni halda til síns heima um mitt næsta ár. Banda- ríkjaher hefur þegar fært stjórn öryggismála í hendur íraka í nokkr- um borgum, ekki síst þar sem lítið hefur verið um árásir uppreisnar- manna. Þar á meðal eru borgirnar Najaf og Kerbala. ■ Stjórnvöld í Jórdaníu birtu í gær nöfn þriggja íraskra karlmanna og einnar íraskrar konu sem stóðu að sjálfsmorðsárásum á lúxushótelum í Amman, höfuðborg Jórdaníu, I síðustu viku. Konunni mistókst að sprengja sig í loft upp og er nú í gæsluvarðhaldi. Marwan al-Mu- asher, aðstoðarforsætisráðherra Jórdaníu, sagði að hún væri eigin- kona eins árásarmannsins og systir háttsetts manns I hryðjuverkahópi Abu Musab al-Zarqawi, hinum jórdanska leiðtoga A1 Kaída-sam- takanna í írak. Karlmennirnir þrír fórust allir í árásunum en alls létu 57 manns lífið í þeim. Muasher sagði á blaðamannafundi að árásarmenn- irnir hefðu komið til Jórdaníu fjór- Kaupmannahöfn - La Villa ódýr og góð gisting miðsvæðis í Kaupmannahöfn. Tölum íslensku. Sími 0045 3297 5530 • gsm 0045 2848 8905 _____www.lavilla.dk • Geymið auglýsinguna_ Marwan al-Muasher, aðstoðarforsætisráðherra Jórdaníu, sýnir myndir af sprengiefni sem frösk kona bar á sér í einu hótelanna sem gerð var árás á í síðustu viku. J1 1 Stigahlíö 45 • 105 Reykjavík um dögum áður en árásirnar voru gerðar á miðvikudag. Hann sagði að konan hefði fylgt eiginmanni sínum inn í veislusalinn í einu hótelanna þar sem brúðkaup átti sér stað. Þeg- ar sprengja sem hún bar á sér sprakk ekki ýtti eiginmaður hennar henni út áður en hann sprengdi sjálfan sig í loft upp. Forðuðust samskipti við Jórdani Zarqawi, sem lýst hafði yfir ábyrgð á tilræðunum, hafði áður sagt að fjórir Irakar hefðu staðið að baki þeim, ein hjón og tveir karlmenn. Á laugardag staðfesti Muasher að árás- armennirnir hefðu verið þrír karl- menn en hafnaði vangaveltum um hvort að kona hefði verið með I hópn- um. Allir sprengjumennirnir fjórir komu frá héraðinu Anbar í vestur- hluta íraks sem liggur að landamær- um Jórdaníu. Hann sagði ennfremur að þeir hefðu forðast samskipti við Jórdani að því er virðist í því skyni að vekja ekki athygli jórdanskra ör- yggissveita sem áður hafa komið í veg fyrir hryðjuverkaárásir. ■ Palestínumenn minnast Arafats í borg- inni Nablus á Vesturbakkanum í gær. Vilja rann- sókn á and- láti Arafats Farouk Kaddoumi, yfirmaður Fatah-samtakanna sem tilheyra Frelsissamtökum Palestínu, hefur farið fram á rannsókn á vegum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á andláti Yassers Arafat, fyrrum leiðtoga Palestínumanna. Itrekaði hann jafnframt einu sinni enn ásakanir um að ísraelsmenn hafi eitrað fyrir Arafat vegna þess að hann hafi staðið í vegi fyrir áætlunum þeirra. Israelsmenn hafa ávallt neitað ásökunum um að hafa átt aðild að dauða Arafats. Þess var minnst um helgina að ár var liðið frá andláti Arafats. Hann lést á sjúkrahúsi í Frakk- landi þann 11. nóvember á síðasta ári, 75 ára að aldri. Ekki er vitað hver nákvæm dánaror- sök hans var og því hafa farið á kreik sögur um að eitrað hafi verið fyrir honum eða að hann hafi látist af alnæmi. Spenna eykst á milli Eþíópíu og Erítreu Viðbúnaður efldur á landa- mærunum Eþíópíumenn hafa eflt varnir sínar á landamærum landsins og Erítreu vegna ótta við að ný átök brjótist út á milli landanna. Fréttaritari breska ríkisútvarps- ins í Eþíópíu segir að her lands- ins hafi grafið skotgrafir og komið upp víggirtum byrgjutn. Að sögn hermálayfirvalda hafa allar framkvæmdirnar átt sér stað. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að ástandið kunni að vera eldfimt. Löndin tvö háðu stríð sín á milli frá 1998 til 2000 sem kostaði tugi þúsunda mannslífa. Enn á eftir að komast að samkomulagi í deilu um landamæri ríkjanna. Meles Zenawi, forsætisráð- herra Eþíópíu, hefur staðfest að hann hafi látið flytja þúsundir hermanna til norðurhluta landsins í því skyni að koma í veg fyrir innrás frá Erítreu. Talið er að um helmingur herafla landsins sé á svæðinu og Erítreumenn eru einnig í viðbragðsstöðu hinum megin landamæranna. Stjórnvöld í Eþíópíu leggja á það áherslu að þau muni ekki verða fyrri til að gera árás og að viðbúnað- urinn sé aðeins í varnarskyni.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.