blaðið - 21.11.2005, Side 6
6 I IWWLEWDAR FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2005 blaðið
365 gefur út
símaskrá
í febrúar á næsta ári kemur út
þjónustuskráin Allt sem 365 fjöl-
miðlar gefa út. Gunnar Smári
Egilsson ffamkvæmdastjóri
hjá 365 fjölmiðlum segir þetta
verða þjónustuskrá þar sem
fyrirtæki í landinu eiga kost
á að skrá sig í bókina. „Það er
byrjað að selja í bókina og það
gengur mjög vel,“ segir Gunnar
Smári. Hann segir fyrirtæki
geta sótt um misstór pláss í
blaðinu og munu greiða í sam-
ræmi við stærð. í upplýsinga-
bæklingi um Allt kemur fram
að stefnt sé að því að gefa ritið
út einu sinni á ári frá næsta
ári. Þar kemur einnig fram
að bókin verði yfirgripsmikil
þar sem upplýsingar verði
settar fram á skipulegan hátt.
Þjónustuskránni verður dreift
ókeypis á öll heimili í landinu.
Umferðin:
Einn slasað-
ist í hörðum
árekstri
Einn slasaðist í árekstri á
Hafnarfjarðarvegi á móts við
Kársnesbraut í gærmorgun. Að
sögn lögreglunnar f Kópavogi
fór annar bfllinn yfir á öfugan
vegarhelming með þeim
afleiðingum að hann skall
framaná bfl sem var að koma
úr gagnstæðri átt. Ökumaður
úr öðrum bflnum var fluttur
á slysadeild en ekki er talið
að meiðsl hans séu alvarleg.
Báðar bifreiðarnar voru í
óökufæru ástandi eftir árekst-
urinn. Þá stöðvaði lögreglan
í Kópavogi þrjá ökumenn í
fyrrinótt útaf grun um ölvun
við akstur. í Reykjavík aftur
á móti var aðfaranótt sunnu-
dags róleg og lítið um óhöpp.
Framsóknarflokkur:
Fagna sam-
komulagi
aðila vinnu-
markaðar
Eðlflegt er að stjórnarskráin
verði endurskoðuð og skýrar
reglur mótaðar um þjóðarat-
kvæðagreiðslu segir í ályktun
kjördæmisþings framsóknar-
manna í Norðausturkjördæmi
sem lauk í gær. Þá lýsti þingið
yfir áhyggjum af háu gengi
íslensku krónunnar en fagnaði
að náðst hefði samkomulag
milli aðila vinnumarkaðar.
Þingið lagði ennfremur áherslu
á áframhaldandi uppbyggingu
Háskólans á Akureyri og lýsti
yfir stuðningi við hugmyndir
um stofnun framhaldsskóla
við utanverðan Eyjafjörð.
Jólalög í útvarpinu byrja ofsnemma:
Aðventan á að ganga út
á kyrrð og ihugun
Hjalti Hugason prófessor í kirkju-
sögu við Háskóla fslands segir jólalög
og jólaauglýsingar byrja of snemma.
Hjalti segir mikilvægt að varðveita
sérstöðu aðventunnar og jólanna og
finnst að opinberir aðilar eigi ekki
að setja upp jólakreytingar fyrr en á
aðventunni. „Mér finnst sömuleiðis
að bíða ætti með að flytja jólalög
þar til á aðventunni," segir Hjalti
og bætir við að með því að fara spar-
lega með þessa tónlist geti fólk betur
aðgreint sig frá auglýsingafarganinu
sem byrjar alltaf fyrr og fyrr.
En það eru ekki aðeins útvarps-
stöðvar sem eru full fljótar á sér með
jólalögin, í kirkjum landsins ómar
jólasöngurinn Heims um ból sum-
staðar á aðventukvöldum en Hjalti
segir að í sálmabókinni sé gerð skýr
greinarmunur á þeim sálmum sem
fluttir eru á aðventu og jólum. „Það
er mikilvægt að kirkjan standi vörð
um jólatónlist en Heims um ból á
ekki að flytja fyrr en á jólum,“ segir
Hjalti Hugason prófessor í kirkjusögu
Hjalti. Hann segir að áður fyrr hafi
aðventa verið kölluð jólafasta en
segir að þetta hafi snúist við með
árunum. „Það hljómar undarlega
þegar veitingarstaðir reyna að fá
fólk til að snæða hjá sér á jólaföst-
unni en nafnið fasta bendir til þess
að fólk eigi ekki að neyta matar,“
segir hann.
Hjalti segir aðventuna eiga
að vera tfma undirbúnings,
eftirvæntingar, íhugunar og
sjálfsafneytunar og finnst að
sumu leyti að aðventan hafi
snúist upp í andhverfu sína
með jólahlaðborðum og fleiru
sem tilheyra alsnægtum
en ekki föstu. Hjalti segir
að aðventa eigi að snúast
um að sýna samstöðu og
hugsa um þá sem minna
mega sín og þess vegna séu
margar safnanir á aðventu.
Hjalti er einn af þeim sem stendur
fyrir kyrrðardögum í Skálholti 24. -
27. nóvember. „Kyrrðardagar ganga
út á samveru í þögn, og það er ætl-
ast til að þátttakendur séu hljóðir á
meðan á dögunum stendur“. Hann
segir þögnina hafa endurnærandi
og hvílandi áhrif ólíkt öllum þeim
áreitum sem dynja á okkur í fjöl-
miðlum fyrir jólin.
Jólalög á rás tvö
spiluð í desember
Ólafur Páll Gunnarsson þátta-
stjórnandi Rokklands á Rás 2
segir þá hefð hafa skapast að
miða sé við að byrja að spila
jólalögin á Rás 2 fyrstu helgi
í aðventu. „Fólk er ekkert
að nauða í okkur að byrja
fyrr,“ segir Ólafur og
bætir við að það sé nóg að
spila jólalögin í desember.
Hann segir að nú sé hafin
jólalagasamkeppni og verður jóla-
lag Rásar 2 valið 19 desember.
Ekki náðist í útvarpsstöðina Létt
96.7 en þar hafa jólalögin ómað í
nokkrun tíma.
f ár er Óperukór Hafnarfjarðar fimm ára. f tilefni af því verður kórinn með jólahátíð í Víðistaðakirkju í Haf narfirði 12 desember kl 20.
Frá upphafi hefur Óperukórinn lagt áherslu á flutning vínar- og óperutónlistar og er eini sjálfstætt starfandi óperukór landsins. Kórinn
hefur frá upphafi hlotið mikið lof fyrir flutning sinn hér á landi sem erlendis.
Stjórnmál:
Vinstri grænir
auka fylgi sitt
Vinstri hreyfingin-grænt
framboð (VG) fengi ellefu
menn kjörna ef kosið væri
til Alþingis í dag samkvæmt
skoðanakönnun Fréttablaðsins
sem birt var í gær. Samkvæmt
könnuninni mundu VG fá
18,2% atkvæða, Framsókn
9,9% og sex menn kjörna,
Sjálfstæðisflokkurinn 38,7% og
tuttugu og fimm menn kjörna,
Frjálslyndir 3,4% og tvo menn
kjörna og loks Samfylkingin
29,4% og nítján menn kjörna.
Gengi þessi könnun eftir væri
því rfldsstjórnin fallin með
aðeins 31 þingmann á móti 32
þingmönnum stjórnarandstöð-
unnar. Könnunin náði til 800
manns og tóku rétt rúmlega
helmingur afstöðu í henni.
Hátœkniiðnaður:
Þarf að styðja við rannsóknar- og þróunarvinnu
íslensk stjórnvöld verða að koma
til móts við hátækniiðnaðinn hér á
landi því annars er hætt við því að
fyrirtæki flytji úr landi og störf tapist.
Þetta kom fram á ráðstefnu um stöðu
hátækniiðnaðar á Islandi sem Sam-
tök iðnaðarins stóðu fyrir sl. föstudag.
Kallað er eftir stefnumótun af hálfu
stjórnvalda í málefnum hátækni- og
sprotafýrirtækja.
Allir aðrir í hörku aðgerðum
Á ráðstefnunni kom fram að að hátt
gengi krónunnar hafi haft slæm
áhrif á greinina og að ekki væri hlúð
nógu vel að rannsóknar- og þróun-
arstarfi innan hátkæknifyrirtækja
af hálfu stjórnvalda. Erlendir aðilir
sjái sér hag í því að sækja hingað til
lands og bjóða fyrirtækjum að flytja
starfsemi sína úr landi gegn ýmsum
ívilnunum. Þá er það almenn vitn-
eskja að það er dýrt að byggja upp
hátækniiðnað og það mundi verða
þjóðfélaginu dýrt ef fyrirtæki hverfi
af landi brott til annarra landa þar
sem aðstæður fyrir slíkan iðnað eru
mun betri. Sveinn Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins,
segir stöðuna ekki vera glæsilega og
þörf sé á markvissum aðgerðum. „Ef
við viljum byggja upp hátækniiðnað
hér eins og allar þjóðirnar í kringum
okkur eru að keppa um þá gerum við
það ekki öðruvísi en með einhverri
stefnu og einhverjum aðgerðum. Það
væri mjög einkennilegt ef slíkt ætti að
gerast að sjálfu sér hér, en allir aðrir
væru í hörku aðgerðum til að byggja
þessa starfssemi."
Bjóða gull og græna skóga
Sveinn segir að erlendir umboðs-
menn gangi nú á milli fyrirtækja hér
á landi og bjóði þeim gull og græna
skóga gegn því að þau flyti sig milli
landa. „Það sem við erum einfaldlega
að segja er að ef stjórnvöld hér bregð-
ast ekki við með líkum hætti og er
verið að gera í kringum okkur þá má
alveg búast við því að fleiri fari. Flaga
er nú bara nýjasta dæmið.“ Sveinn vill
að stjórnvöld byrji að styrkja greinina
með óbeinum hætti í formi skatta-
afsláttar og ýta þannig undir rann-
sóknar- og þróunarvinnu og bendir á
það hvernig staðið er að þessu í Nor-
egi. „í Noregi endurgreiða þeir rann-
sóknar- og þróunarkostnað upp að
vissu marki. Gera það í gegnum skatt-
kerfið. Það er ekkert skilyrði að þessi
fyrirtæki séu í skattgreiðslum. Heldur
fái bara endurgreiddan kostnað í
gegnum skattkerfið." Sveinn segist
ekki hafa fengið viðbrögð frá stjórn-
völdum en segir að ef ekki verði brugð-
ist skjótt við gætu frekari störf tapast
úr landi. ■
V.
Við mælum með Bridgestone loftbóludekkjum
jtMDGESTOnE
BUZZAK LOFTBÓLUDEKK
FYR/R FÓLKSBÍLA
Brídgestone WSSO
loftbóludekkin eru afbragðs
vetrardekk - án nagla!
eftir að hafa reynt þau í þrjá vetur“
segja þeir Rúnar og Baldur Jónssynir - margfaldir íslandsmeistarar í Rallyakstri
• Meira öryggi og akstursánægja
• Mun betra veggrip
• Mun styttri hemlunarvegalengd
• Mikið skorin og mjúk
• Ónegld og hljóðlát
• Minna slit á malbikinu
• Umhverfisvænni
ORMSSON
DEKKJAÞJÓNUSTA • LÁGMÚLA 9
SALA 530-2842 / 896-0578
VERKSTÆÐI 530 2846 / 899-2844
y