blaðið - 21.11.2005, Síða 16

blaðið - 21.11.2005, Síða 16
16 I SNYRTIVÖRUR MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2005 blaöið Uppáhalds snyrtivara Hrefnu í Orðlaus Glossið góðafrá Mac Hrefna Björk Sverrisdóttir, mark- aðsstjóri tímaritsins Orðlaus, seg- ist ekki mála sig mikið alla jafna þó svo hún bregði stundum út af vananum við sérstök tilefni. Uppá- halds snyrtivara hennar þessa dagana er gloss frá snyrtivörufyr- irtækinu Mac, en hún segist nota það mjög mikið. „Ég er yfirleitt með gloss frá Mac, þó svo að maður prófi nú stundum önnur merki líka. Þessi er í sérstöku uppáhaldi núna, enda mjög flottur og þægilegur í notkun. Hann heitir Lipgelée Sap- ilicious og fæst í Mac í Debenhams. Ég fer að jafnaði með eina svona túpu á sex vikna fresti og get eig- inlega ekki án hennar verið,“ segir Hrefna, en að hennar mati er gloss algjör nauðsyn. „Ég mála mig reyndar voðalega lítið yfirhöfuð - hendi kannski á mig maskara og smá sólarpúðri og svo er það glos- sið sem gerir gæfumuninn." ■ fyrir fólk sem þarf að borða! SUÐURLANDSBRAUT12 // sími: 535 1400 Ilmur fyrir bæði kynin Nýttfrá Calvin Klein Það nýjasta frá Calvin Klein er CK one scene ilmurinn. Það sem er hvað merkilegast við téðan ilm er það að hann er hannaður fyrir bæði herra og dömur. Mörgum kann að þykja það einkennileg samsetning, en þessu hefur snyrti- og tískuvöru- risinn nú bryddað upp á og virðist varan mælast vel fyrir hjá fólki. Calvin Klein hefur löngum verið þekktur fyrir góð og vinsæl ilmvötn en er nú farinn að færa út kvíarnar og hanna ilm fyrir bæði kynin. Ilm- vatn þetta er skemmti- legakryddað aukþess að vera ferskt, hlýlegt og með djúpa angan. Þá helst það einnig vel á og því óþarft að úða á sig í gríð og erg allan daginn. Þetta er án efa skemmti- leg nýjung í flóru Calvin Klein og eitt- hvað sem allir ættu að prófa. Fyrir samrýmd- ustu pörin er nóg að fjárfesta í þessu eina ilmvatni og nota saman, þó svo að vafalaust kjósi það nú fæstir. ■ Langvarandi gloss frá Clinique Tollir á nokkrar klukkustundir Flestar konur og stúlkur kannast við það að þurfa að setja glossið á aftur og aftur. Það er yfirleitt vegna þess að það tollir ekki mjög lengi á, þó að misjafnt sé, og því nauðsynlegt að bæta alltaf við nýrri umferð. Margir snyrtivöruframleiðendur eru þó byrjaðir að hanna sérstakt gloss sem helst lengi á og gerir því konum auðveldara fyrir, en Clinique er einmitt einn af þeim. Nú er hægt að fá gloss í einni af nýj- ustu línu fyrirtækisins sem helst á vörunum tímunum saman. Fyrst er borin ein umferð af litnum sjálfum og síðan er glæra glossið sett yfir, en það virkar eins og varalitafestir. Glossið er hægt að fá í hinum ýmsu litum, björtum sem dökkum, á góði verði í öllum helstu snyrtivöruversl- unum. Mjög sniðug vara fyrir þær sem vilja hafa langvarandi lit á vör- unum í kvöldboðunum. ■

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.